Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 208
204
unin, seni er líka í Róm, er stofnuð 1929 og hefur til meðferð-
ar rannsókn á uppeldisnotum kvikmyndci (Institut interna-
tional du cinématographe éducatif). ítalía og mörg fleiri riki
kosta stofnun þess, en stjórn hennar er skipuð með sama
hætti sem hinnar stofnunarinnar.
VII. Ýms framkvæmdarstörf. Bæði í öllum friðarsamning-
unum frá 1919, Lausannesamningnum frá 1923 og í mesta
fjölda annara millirikjasamninga eru Þjóðabandalaginu fal-
in liin og þessi störf. Um mandötin og verndun minnihluta
þjóðerna er áður talað (25. gr. II. B. og III.). Og um afskipti
handalagsins af Saar-liéraðinu og Danzig (12. gr. IV. B. 2. h.,
c.). í 1. mgr. 1. gr., shr. 1. mgr. 5. gr. sm„ er að vísu vitnað til
friðarsamninganna, sem liann er liluti af. í 22. gr. 1. mgr. cr
sérstaklega talað um lendur, sem liættar séu nú að vera undir
vfirráðum þeirra ríkja, er þau liafi áður lotið, og í 4. og 5.
mgr. er talað um lendur þær, er lotið liafa Tyrklandi og
Þýzkalandi, og þeim ráðstafað. I 23. gr. e-lið er talað um hér-
uð þau, sem verst liafi orðið úti í ófriðnum 1914—1918. En í
sáttmálanum er að öðru leyti ekki vikið að stríðinu eða
framkvæmdum í sambandi við það eða friðarsamningana.
Ákvæði um slíkt eru á víð og dreif í friðarsamningunum,
sem of langt yrði upp að telja. Sem dæmi má nefna, að
samþykki ráðsins þarf til sameiningar Austurríkis og Þýzka-
lands (80. gr. Verss., 88. gr. samningsins í St. Germain) og
til sameiningar Austurríkis og Ungverjalands (73. gr.
Trianon-samningsins). Báðið hefur rétt til eftirlits jneð
afvopnun Þýzkalands (213. gr. Verss.), Austurríkis (159.
gr. St. Germain-samningsins), Ungverjalands (143. gr. Tri-
anon-samningsins) og Búlgaríu (104. gr. Neueilly-samnings-
ins). Ráðið hefur úrskurðarvald ýmsra mála eða setur nefnd-
ir eða dómendur til að úrskurða fjölda atriða, sem í friðar-
samningunum greinir. I mörgum öðrum samningum er vísað
til Þjóðahandalagsins og því faldar ýmsar ráðstafanir, auk
þess, sem mörg málefni standa undir eftirliti þess og umsjá
samkvæmt samningum, sem heint heyra undir verkahring
þess samkvæmt framanskráðu. Sem dæmi má nefna samn-
inginn um Slésvík milli Danmerkur og' stórveldanna finnn frá
5. júlí 1929, þar sem samþykki ráðsins er áskilið til að Dan-
mörk geti afhent Slésvík, ýms fyrirmæli Álandseyjasamn-
ingsins 20. okt. 1921 milli Finnlands og Sviþjóðar o. fl. ríkja,
þar sem ráði bandalagsins er fengin ihlutun o. s. frv.