Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 113
109
þátt i samgöngumálastofnuninni, eða stefnan sjálf býður þátt-
töku. Einnig getur ráðgjafarnefndin (2) sent þangað fulltrúa
til meðráða, enda getur ráðið boðið milliríkjastofnunum eða
stofnunum einstakra ríkja að senda þangað menn til ráðu-
neytis. Stefnan á að taka fyrir samgöngumál ríkja á milli sam-
kvæmt e-lið 23. gr. sm. Hún kemur saman 4. hvert ár í Genf,
nema ráðið ákveði öðruvísi, og aukafundi skal lialda eftir
kröfu meira en helmings félaga bandalagsins. Stefnan setur
sér þingsköp og kýs sér forseta. Þar eru rædd störf ráðgjaf-
arnefndarinnar (2), skýrslur skrifstofu bandalagsins um
framkvæmdir á ályktunum síðustu samgöngumálastefnu og
gerðar ýmsar ályktanir, sumar í tillöguformi (recommenda-
tions), þar sem því er beint til aðilja að gera eitthvað, en sum-
ar í samningsformi, er svo verða lagðar fvrir ríkin til stað-
festingar eða samþykktar. Frá stefnu þessari eru runnir ýms-
ir sanmingar varðandi samgöngur, sbr. 26. gr. III. að neðan.
2. Ráðgjafarnefnd um xamgöngumád (comité consultatif et
technique des communications et du transit) er skipuð af fé-
lögum Þjóðabandalagsins að noklcru lejdi og af þeim með-
limum samgöngumálastofnunarinnar, sem ekki eru í banda-
laginu, að nokkru levti. Nefndarmenn, sem skipaðir eru af
félögum bandalagsins, mega ekki nema meira en þriðjungi
félagatölunnar, og' samsvarandi er um þá, sem skipaðir eru
af aðiljum utan bandalagsins. Þeir félagar bandalagsins, sem
skijia fast sæti í ráðinu, skq)a jafnan hver sinn nefndarmann.
Hinir eru nefndir þannig, að samgöngumálaráðstefnan velur
úr þá bandalagsfélaga, er þá skuli skipa, og velur þá hver
þeirra einn nefndarmann. Nefndin er ráði og þingi til að-
stoðar um samgöngumál, hún undirbýr alþjóðasamgöngu-
málastefnuna og stendur i sambandi við stjórnir einstakra
ríkja um þessi mál. Nefndin kemur saman í Genf, þegar hún
telur nauðsynlegt, eða eftir ákvörðun ráðsins. Hún setur sér
sjálf þingsköp og kýs sér forseta. Afl atkvæða ræður úrslit-
um. Nefnd þessi setur ýmsar undirnefndir, sumar fastar, en
sumar lausar, til að atlmga einstök málefni. Fastar undir-
nefndir eru nú 7: Nefnd hafnarmála og siglinga á höfum,
nefnd járnbrautarflutninga, nefnd vatna og fljóta umferðar,
nefnd um rafmagnsmál, nefnd flutninga á þjóðvegum, lög-
fræðinefnd og fjárhagsnefnd. Lausu nefndirnar hafa margs-
konar verkefni með höndum, svo sem vitamál, hafnsögu,
skipsdrátt, samgönguskýrslur, flugmál o. s. frv.
C. Heilbrigðismálastof'nunin (organisation d’hvgiéne) er