Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 169
165
III. B. b). 2. mgr. 13. gr. sm. munar þó frá 36. gr. skplskr.
Haagdómsins að því leyti, að í 13. gr. segir, að þar nefnd mál
skuli venjulega (generally) talin löguð til að sæta úrlausn
gerðar eða dóms, en í 36. gr. skplskr. segir, að þau skuli yfir
höfuð talin til þess löguð. Aðiljum er ekki látinn þess kost-
ur, að dæma um það, livort þau séu til þess löguð eða ekki.
Annar aðilja getur gegn mótmælum hins fengið málið dæmt
að efni til í Haagdóminum, ef dómstóllinn telur málið til ein-
hvers flokkanna í 36. gr. skplskr., shr. síðustu mgr. 36. gr. skp-
lskr. í Locarno-samningunum 1925 og Genfar-frumvarpinu
1928 er farið lengra en í 2. mgr. 13. gr. sm. og 36. gr. skplskr.
Haagdómsins, eins og áður er sagt. En Locarno-samningarnir
hinda einungis þau riki, er að þeim standa, og Gefnar-frum-
varpið liefur ekki ldotið staðfestingu nærri svo margra aðilja
sem „protokollinn“ 16. des. 1920.
2. 12. og 13. gr. sm. setja aðiljum það í sjálfs vald, hvort
þeir leggi þau mál, er í 2. mgr. 13. gr. sm. segir, í gerð eða
fyrir dóm. En í hinni nýju málsgrein greinarinnar segir, að
þau mál, sem fara eiga fvrir dóm, skuli lögð fyrir Haagdóm-
inn, nema öðruvísi liafi verið til skilið. Eftir 36. gr. skplskr.
Haagdómsins er sú breyting á þessu orðin, að þeir aðiljar, sem
hafa staðfest „protokol!inn“ 16. des. 1920, skuldbinda sig til
að láta þau fara fyrir Haagdóminn. Samskonar skuldbind-
ing felst í Genfar-frumvarpinu 1928, en eftir Locarno-samn-
ingunum er aðiljum frjálst að velja á milli, livort þau fari
þangað eða fyrir annan dóm.
3. Þau önnur mál, sem löguð eru til að sæta úrlausn gerðar
eða dóms, en þau, er í 36. gr. skplskr. Haagdómsins greinir,
geta aðiljar, þótt þeir séu bundnir við „protokollinn“ 16. des.
1920, lagt í gerð eða dóm eftir samkomulagi. Það eru mál, þar
sem aðiljar gera annars réttartilkall livor á hendur öðrum,
shr. 1. gr. Locarno-samninganna og 17. gr. Genfar-frumvarps-
ins. Það er sýnilega vandi að greina milli þessara tveggja
flokka mála, en Haagdómurinn hefur fvrir sitt leyti vald til
að skera úr því hverju sinni, ef ágreiningur verður.
4. Heimildir þær, sem nefndar liafa verið, gefa engar upp-
lýsingar um það, liver sé munur á gerð og dómi í þessu sam-
bandi. í landslögum fer þetta aðallega eftir því, hvort dóm-
endur eru skipaðir af ríkisvaldinu eða nefndir af aðiljum.
Ef dómendur eru skipaðir af ríkisvaldinu, dæma þeir einnig
venjulega eftir réttarreglunum, og dómur þeirra er aðfarar-
liæfur. Gerðarmenn geta venjulega dæmt ex bono et æquo,