Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 101
97
eða £ 400 í árslann. Aðrar ráðningar verður að bera undir ráð-
ið. Þessi ályktun ráðsins fer að vísu í bága við orð 3. mgr. 6.
gr. sm., en nauðsyn liefur eflaust þótt á að takmarka þau með
þessum hætti. Með sama bætti ætti þá framkvæmdarstjóri
að geta vikið starfsmönnum frá stöðunni, ef þeir gerðu sig'
óhæfa til bennar, t. d. fremdu eittlivert hegningarvert at-
liæfi. Brot starfsmanna á embættisskvldum dæmir dóm-
ur (sjá síðar), og að sektardómi gengnum, getur fram-
kvæmdarstjóri sjálfsagt svift starfsmenn stöðu sinni, ef ráðn-
ingin hevrir að öllu undir hann. En jafnvel þótt hún liggi
undir samþvkki ráðsins, þá virðist liklegt, að framkvæmd-
arstjóri mundi geta sett þá af um stundarsakir. Fram-
kvæmdarstjóri semur árlega skrá vfir alla starfsmenn skrif-
stofunnar, sem er birt opinberlega, þjóðerni þeirra og laun.
Hann gefur starfsmönnum skírteini til þess, að þeir geti not-
ið forréttinda sinna í Svisslandi og fengið vegabréf lijá sviss-
lenzkum stjórnarvöldum.
b. Framkvæmdarstjóri er aðstoðarmaður þings bandalags-
ins og hefur ýmsum störfum að gegna í sambandi við það
(Sjá 11. gr. II. 3, III. 1., 2., 3., 5.-7.).
c. Framkvæmdarstjóri kallar ráðið saman eftir 1. mgr. 11.
gr. sm. Annars er hann einnig aðstoðarmaður ráðsins sam-
kvæmt 4. mgr. 6. gr. sm. og hefur mörgum störfum að gegua
í sambandi við það (Sjá 12. gr. III. 2., 5., 7). Hann gefur ráð-
inu einnig skýrslu um störf skrifstofunnar milli funda ráðs-
ins og um framkvæmdir hennar á ályktunum ráðsins.
d. Um störf framkvæmdarstjórans í sambandi við fjármál
bandalagsins vísast til 17. gr. að neðan.
e. Um störf lians varðandi vinnumálastofnunina, sjá 15.
gr. að neðan.
f. Afskipti hans af málum Haagdómsins, sjá 16. gr. að
neðan.
g. Framkvæmdarstjórinn er milliliður milli Þjóðabanda-
lagsins og ríkisstjórna, einstaklinga eða stofnana. Til hans
koma því fyrst umsóknir um inngöngu í bandalagið og til-
kynningar um úrsögn úr þvi, kröfur til bandalagsins um að
taka mál til meðferðar o. s. frv.
h. Þar að auki eru framkvæmdarstjóra falin ýms störf i
sanmingum milli ríkja og öðrum heimildum, sem of langt
yrði upp að telja.
Um framkvæmdarstjóra gilda annars reglurnar um starfs-
menn skrifstofunnar, eftir því sem þær geta átt við.
13