Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 33
III. IvAFLI
Meðlimir Þjóðabandalagsins.
6. gr.
Almennar athugasemdir.
I. Frá sjónarmiði stofnenda Þjóðabandalagsins liefur það
væntanlega verið talið ákjósanlegt, að lielzt öll ríki á þess-
um linetti gerðust, fyrr eða siðar, meðlimir þess. En vitan-
lega varð að gera nokkrar kröfur til skipulags og menningar
þeirra ríkja, er þátttakendur vrðu. Hinsvegar þótti ekkí
unnt að þvinga neitt ríki til þátttöku. Það Iiefur ekki þótt
samrímanlegt rétti ríkja til þess að ákveða sjálf um mál sín.
Þvi er það hverju ríki í sjálfsvald sett, hvort það gerist með-
limur Þjóðabandalagsins eða ekki. Jafnvel fulltrúar handa-
manna, sem fyrir hönd ríkja sinna undirrituðu friðarsainn-
ingana í Versailles, gátu ekki ákveðið, að þau gengi í banda-
lagið. Samningana þurfti að staðfesta síðar. Þau ríki, sem
það gerðu, urðu stofnendur og meðlimir handalagsins. En
sum þeirra staðfestu ekki samningana, eins og siðar verður
vikið að, og urðu því ekki meðlimur þess. Og Miðveldin, eða
þau ríki sum, sem til urðu upp úr þeim, undirrituðu og
staðfestu friðarsamningana, ásamt sáttmála bandalagsins,
urðu ekki þar með meðlimir handalagsins, eins og áður er
sagt. Hins vegar kemur fram viðleitni í þá átt, að Þjóða-
handalagið verði sem vfirgripsmest, í því, er nánar tiltekn-
um ríkjum var gefinn kostur á að ganga í bandalagið ákveðn-
um tíma eftir að sáttmálinn gekk í gildi. En allt til þessa dags
er alllangt frá því, að tekizt hafi að gera öll menningarríki
jarðarinnar að meðlimum handalagsins. Og útlitið fyrir það
er nú ef til vill lakara en það var fvrir 2 árum, eftir að rej'nsl-
an liefur sýnt, að handalagið hefur ekki getað afstýrt styrj-
öld milli tveggja meðlima sinna, Japans og Ivína, þrátt fvrir