Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 151
147
sig eða í samanburði við önnur ríki? Annars er liæti við því,
að stórveldin vrðu að taka aðallega á sig viðliald friðarins,
ef það ætti að verða með vopnum gert. En þó mun hugsun-
in liafa verið, að hin minni ríkin legðu eittlivað af mörkum.
Þá mundi í þessu sambandi sjálfsagt verða tekið til at-
bugunar, livern herbúnað aðili mundi þurfa til að verjci
hlutleysi silt í styrjöld. Þar kæmi líka til greina, livort það
mundi yfirliöfuð geta gert það. En þetta er líka mjög óákveð-
ið. Smáríki kvnni t. d. vel að geta gert það í ófriði milli sinna
líka, en alls ekki í ófriði, þar sem stórveldi væri öðrum eða
báðum megin. Og livar ætti þá að selja mörkin?
2. Eftir 2. mgr. 8. gr. sm. er ráðinu falið að gera áætlun og
uppástungur um takmörkun herbúnaðar. Það er ætlazt til
þess, að eitt verði að þessu leyti látið yfir alla meðlimi
Þjóðabandalagsins ganga, sem nokkurn herbúnað bafa, enda
væri lítið jafnrétti í því, að taka einstaka aðilja út úr, en
láta liina afskiptalausa. Hugsunin er sú, að allsherjar-yfirlit
verði gert yfir herbúnað ríkjanna, eins og bugsað er, að liann
skyldi verða. Þess var ekki að vænta, að ráðið sjálft gæti
innt verk þetta af hendi. Fyrir því er svo mælt í 9. gr. sm.,
að skipa skuli liermálanefnd til aðstoðar ráðinu (Sjá 14. gr.
III. A.). Hermálafræðingarnir í nefnd þessari þóttu víst taka
heldur einliliða á verkinu, enda liefur það ekki að eins liern-
aðarlegar liliðar, heldur einnig varðar það fjárbags-, sam-
göngu- og þjóðfélagsmál að ekki litln leyti. Því setti ráðið
blandaða nefnd (commision mixte), skipaða 6 kunnáttu-
mönnum í hagfræðum, stjórnmálum og þjóðfélagsmálum, 6
mönnum úr hermálanefnd, 4 úr hagfræða- og fjármálastofn-
uninni og 6 úr framkvæmdaráði vinnumálastofnunarinnar,
auk sérfræðinga, er ráðið lagði til. Þessi nefnd sýslaði mikið
við frumvarpsgerð að samningi um öryggi, tryggingar og
gerðardóma í milliríkjadeilum, er lauk með frumvarpinu
1924, sem áður getur. í september 1924 var þessi nefnd lögð
niður, en önnur nefnd, nokkurs konar samvinnunefnd við
ráðið (commission de coordination) var sett á laggir, skipuð
nefnd 10 manna úr ráðinu, nokkrum úr liermálanefnd,
nokkrum úr fjármála-, bagfræða- og samgöngumálastofn-
ununum og vinnumálaráðinu. Upp úr þessari nefnd var enn
mynduð ný nefnd til undirbúnings væntanlegrar afvopn-
unarráðstefnu (commission preparatoire de la conférence du
désparmement), er í ráði var að halda, þegar undirbúningur
þætti nægur. Undirbúningsnefndin er skipuð fulltrúum með-