Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 13
9 .
cisco Suarez, ritgerð eina („Tractatus de legil)iis et deo le-
gislatore“), þar sem hann hélt því fram, að mannkynið allt
væri bundið siðferðisböndum og' einstaklingarnir bæru með-
fædda ást (amour naturelle) liver til annars, og ættu því
einnig að vera bundnir sameiginlegum réttarböndum. Um
nánara skipulag í þessa átt gerði Suarez þó ekki tillögur.
Þar á móti gerði Sully, ráðgjafi Hinriks 4. Frakkakonungs,
árið 1638 allnákvæmar tillögur um þjóðabandalag. Tillögur
þessar liafa revndar gengið undir nafni konungsins sjálfs, en
talið er, að Sully hafi samið þær og að þær séu algerlega
hans verk. Aðaluppistaðan í þeim var sú, að 15 kristin ríki
álfunnar skyldu gera með sér bandalag („Republique trés
chrétienne“). Þessi riki voru: Páfaríkið, þýzka ríkið, Frakk-
land, Spánn, Bretland, Ungverjaland, Bæheimur, Pólland,
Danmörk, Svíþjóð, Savove, Langbarðaland, Feneyjar, ítalska
lýðveldið, Niðurlönd og Svissland. Skvldi livert ríkja þessara
velja fulltrúa á ráðstefnu, er halda skjddi ár hvert i Metz,
Nancy eða Köln. Ráð þetta átti að setja niður deilur milli
félaga um trúarefni, landamæri o. fl. Ef einhver óhlýðnaðist
úrskurðum ráðsins, þá skjddu hin knýja hann i félagi til a'ö
ganga til hlýðni. Hugmyndin var að halda uppi friði meðal
kristinna ríkja, en berja á heiðnum ríkjum. Tyrkjum átti að
setja þá kosti, að annaðhvort skyldu þeir taka kristna trú
eða sæta fjandskap allra hinna kristnu ríkja, er leggja
skyldu til her og fé til stvrjaldar við þá. Ungverjaland
skyldi varið gegn Tyrkjum og Pólland gegn Tartörum og
Moskovítum.
Eins og sjá má, náðu tillögur manna liingað til að eins til
kristinna ríkja. Þær vörðuðu, auk friðar milli þeirra, sér-
staklega sameiginlegar varnir gagnvart ókristnum ríkjum.
Lengra gekk frakkneskur maður, að iiáfni Frederic Cruce,
í ritgerð, er hann skráði 1623 og nefndi „Le nouveau Cynée“
(„Kyneas nýi“). Hann skoðar allt mannkynið sem eina heild
og vill láta alla þjóðhöfðingja velja sendimenn, er haldi með
sér fundi til að skera úr öllum deilumálum milli ríkja.
Óhlýðni aðilja við þá úrskurði varðaði fjandskap hinna.
Hinn mikli þjóðaréttarhöfundur Hugo Grotius tjáði sig
hlynntan gerðardómsliugmyndinni, en gerði þó engar tillög-
ur í þá átt.
Landgreifinn af Heiss-Rheinfels skrifaði 1660 ritgerð um
þjóðhöfðingjafélag, er héldi reglulega fundi i Luzern til þess
að ræða milliríkjamál.
2