Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 35
31
gengið í það, samkvæmt 2. málsgr. 1. gr. sáttmálans, þá hafa
þau sum verið beðin um að taka þátt í einstökum störfum
bandalagsins og' líka gert það. Þýzka ríkið varð þegar 1919
meðlimur vinnumálastofnunarinnar, enda þótt það gengi
ekki i bandalagið fvrr en 1926. Auk þess befur það baft full-
trúa við ýms tækifæri. Bandaríkin bafa einnig nokkrum sinn-
um verið beðin um að taka þátt í einstökum störfum banda-
lagsins eða einstakir menn frá þeim. Þegar gerð var reglu-
gerðin um milliríkjadóminn í Haag, var Bandaríkjamaður
einnig fenginn til að vinna að því máli. Og til dómara var
einnig kjörinn maður þaðan i dóminn. Einnig liefur stundum
öðrum fleirum rikjum, svo sem Sovjet-Rússlandi, sem ekki
er í bandalaginu, verið gerður kostur á að taka þátt i ein-
stökum störfum þess.
2. Starfsemi Þjóðabandalagsins er í mörgum greinum þann-
ig vaxin, að hún getur ekki verið eingöngu takmörkuð við
meðlimi þess, heldur lilýtur bún einnig að snerta meira eða
minna ýms önnur ríki. Þetta á t. d. við mannúðarstarfsemi
bandalagsins. Það liefur gert ráðstafanir til bjálpar nauð-
stöddum, þótt þeir liafi ekki verið í neinu bandalags-ríkinu,
t. d. ballærisbjálp i Rússlandi, til lijálpar flóttamönnum og
heim sendum mönnum úr einu landi í annað, ráðstafanir til
varnar mansali, útbreiðslu sjúkdóma, sölu hættulegra lyfja
o. s. frv. Þar að auki varða ýms ákvæði sáttmálans fram-
komu Þjóðabandalagsins gagnvart ríkjum, sem ekki eru í
bandalaginu, og ekki bafa lieldur sótt um inngöngu i það. Má
þar til nefna ákvæði 10. gr. sáttmálans, þar sem meðlimir
bandalagsins skuldbinda sig til að verja sjálfstæði og landa-
mærahelgi allra meðlima bandalagsins gegn árásum. Þetta á
ekki aðeins við árásir frá meðlimum bandalagsins, heldur
einnig árásir annara. Einnig á Þjóðabandalagið að láta sig
varða sérhvað það, er hættulegt þykir friði milli ríkja, livort
sem hættan stafar frá meðlimum bandalagsins eða ekki. Höf-
uðákvæði um afskipti Þjóðabandalagsins af ríkjum, sem ekki
eru i því, eru í 17. gr. sáttmálans. Þar er greint milli þess,
a) ef ágreiningur rís milli einlivers af meðlimum bandalags-
ins og ríkis, sem ekki er i bandalaginu, og b) ágreinings milli
ríkja, sem hvorugt er i bandalaginu.
a) Þegar bandalags-ríki og annað, sem þar er ekki, greinir
á, þá skal bjóða hinu síðarnefnda að ganga undir þær skuld-
bindingar, sem hvíla á meðlimum Þjóðabandalagsins um
jöfnun ágreiningsefna milli þeirra og með þeim kjörum, er