Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 138
134
nýju um þá staðreynd og þýðingu hennar, enda verður þá
nýr dómur kveðinn upp að svo miklu leyti sem nauðsynlegl
verður.
Það mun óliætt að fullyrða, að Haagdómurinn nýtur
mikils trausts, enda liafa aðiljar liingað til sætt sig við dóma
hans og' álit.
17. gr.
Fjárreiður Þjóðabandalagsins.
I. Sáttmálinn er þögull um fjárreiður Þjóðahandalagsins.
Hann talar að eins í 5. ,mgr. 6. gr. um skyldu félaganna til að
að greiða árstillög til félagsskaparins, og regla lians um á-
kvörðun þeirra reyndist ótæk, eins og' sýnt verður. Það varð
því ólijákvæmilegt að setja reglur um fjárstjórn bandalags-
ins og reikningagerð. Þegar á fyrsta þingi handalagsins
hlutu þessi mál að koma til umræðu. 17. des. 1920 var þegar
stofnað til fimm manna nefndar, er ráðið var beðið að skipa,
til eftirlits með fjárreiðum bandalagsins. Samkvæmt því skip-
aði ráðið þessa nefnd (commission de controle). Þá var og'
ákveðið, að framkvæmdarstjóri skyldi undirhúa fjárhags-
áætlun handalagsins, er skyldi lögð fyrir ráðið til samþykkt-
ar, en að siðustu skyldi þingið ganga frá henni. Eftirlits-
nefndin gerði liinsvegar frumvap að reglugerð um fjárstjórn
handalagsins, sem þingið samþykkti á samkomu sinni 1922,
og öðlaðist liún gildi 1. jan. 1923. Reglugerð þessi, sem er
mjög itarleg', hefur verið endurhætt lítið eitt 1923, 1928 og
1929.
Tilhögun á fjárstjórn bandalagsins er vitanlega sniðin, að
því leyti, sem við gat átt, eftir því skipulagi, sem í þingstjórn-
arlöndum tíðkast, bæði um fyrirfram áætlun um tekjur og
gjöld, út- og' innborganir, endurskoðun og samþykkt reikn-
inga. Það er afskaplega þýðingarmikið fyrir bandalagið, að
allar fjárreiður þess séu i góðu lagi, engu siður en fyrir ein-
stök ríki, og að i’ækilegt og skynsamlegt eftirlit sé haft með
þeim málum. Þjóðabandalagið hefur tekjur sínar svo að
segja allar frá félögum sínum. Þeim þykir, að minnst kosti
sumum þeirra, tillög sín vera fullhá. Þingin veita féð, en þar
sitja ýnisir, sem ekki þykir Þjóðabandalagið gera það gagn,
sem vera ætti, og þykir þar milclu vera eytt, embætti, stöður
og nefndir óþarfar og óhæfilega margar. Stofnunin vinni
seint og afkasti tiltölulega litlu, sem að gagni megi koma.