Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 90
*
86
tillögurétt. Uin atkvæðisrétt hans liefur þótt vafasamara. En
þetta virðist eiga að fara með sama hætti og þegar mál að-
ilja, sem sjálfur á sæli í ráðinu, eru tekin þar til meðferðar.
Það mun vera aðalreglan, að aðili hafi atkvæðisrétt, sbr. 6.
og 7. mgr. 16. gr. og 4. mgr. 16. gr. e. contr. Aðalreglan er, að
einróma samþykki þarf til að taka löglega ályktun í ráðínu.
Ef aðili ætti þá allt af atkvæðisrétt, þá gæti liann jafnan með
atkvæði sínu einu ónýtt allar ályktanir. Þegar ráðið gerir að
eins tillögur, sem aðili á ekki að vera bundinn við, þá skiptir
þetta ekki niiklu máli. En þegar aðili á að verða bundinn við
ályktun ráðsins, t. d. ef liann hefur beinlinis falið því að gera
um það, þá væri fráleitt, að liann gæti ónýtt gerð ráðsins með
atkvæði sínu. 5. mgr. 4. gr. liefur ekki sjaldan verið notuð.
Það er auðvitað ekki nauðsynlegt til notkunar hennar, að
nokkur deila sé fyrir hendi, þó að svo liafi oftast verið, þeg-
ar farið liefur verið eftir lienni.
III. Ráðið setti sér þingsköp á fundi sínum í Róm í maí 1920.
Til samþykktar þingsköpum nægir einfaldur meiri hluti eftir
2. mgr. 5. gr. sm. Ný þingsköp setti ráðið sér 26. mai 1933, og
eru þau nú í gildi.
1. Um rétt og skyldu til þingsóknar má vísa í 8. gr. II. A.
og III. A. Hver meðlima ráðsins sendir að eins einn fulltrúa,
og liefur eitt atkvæði. Formönnum nefnda og nefndarmönn-
um, t. d. hermálanefndarinnar föstu, sérfræðingum og starfs-
mönnum bandalagsins, má veita aðgang að ráðsfundum til að
gefa þar skýringar, 13. gr. þingsk. Ekkert segir í sáttmálan-
um um það, hversu margir þurfi að sækja fundi ráðsins, svo
að það verði álvktunarfært. Það hefur líklega verið gert ráð
fvrir því, að meðlimir þess niundu vfir liöfuð sækja fundina,
og svo liefur yfirleitt verið. I 8. gr. þingsk. er þó sú regla sett,
að ráðið megi ekki ræða eða gera ályktanir um mál, nema
meira en helmingur meðlima þess liafi fulltrúa á fundi. í
þessu sambandi er vafasamt, hvort reikna skal með aðilja,
sem ætlar að fara úr bandalaginu, meðan tveggja ára frest-
urinn er að líða. Nú t. d. á þetta við Japan, ef til vill Þýzka-
land og Mexikó, svo að spurningin er, hvort reikna skuli með
14 í ráðinu eða 11, og telja meira en lielming 8 eða 6. Örugg-
ara virðist að telja þá ekki með, er liafa tilkynnt úrsögn sína.
2. Eftir 3. mgr. 4. gr. sm. á ráðið að koma saman, þegar
nauðsyn her til, og að minnsta kosti einu sinni á ári. Fj’rsta
sinni átti forseti Randaríkjanna að kveðja ráðið til fundar.
Það var orðin föst venja, að ráðið kæmi saman að minnsta