Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 79
75
sem ákveðið er, að kjör manna til hverskonar starfa fyrir
bandalagið verði með einföldum meiri hluta, og ef fleiri skal
kjósa, skulu þeir að lokum taldir kosnir, sem flest fá at-
kvæði, enda þótt þeir liafi ekki fengið meiri hluta greiddra
atkvæða. Til stuðnings þeim reglum um kjör manna til
starfa, þar á meðal í ráðið, má henda á ákvæðið i 2. mgr. 5.
gr. sm. um það að kjósa skuli menn i rannsóknarnefndir
með einföldum meiri hluta.
2. Það er auðsætt, enda sagt í 1. mgr. 5. gr. sm., að ekki
skuli taka tilllit til þeirra félaga, sem ekki eiga fulltrúa á
fundi, þegar atkvæðagreiðsla fer fram, enda þótt þeir hafi
sent fulltrúa á þingið. Hitt kynni að vera vafasamara,
livernig fara skuli um þá, sem sitja fund, en greiða ekki at-
kvæði. Ef bókstaflega væri farið eftir reglu 1. mgr. 5. gr. sm.,
þá kvnnu allir, sem fund sitja, að þurfa að greiða tillögu at-
kvæði til þess, að hún yrði löglega samþvkkt. Annarskostar
er hún ekki samþykkt af ölluni, sem á fundi eru, eins og
heimtað er í 1. mgr. 5. gr., bókstaflega skihnni. En svo strang-
lega hafa menn ekki viljað skilja þetta ákvæði. í 19. gr.
þingsk. segir því, að þeir fulltrúar, sem á fundi eru, en greiða
ekki atkvæði, skuli taldir sem fjarverandi væru. Það er með
öðrum orðum ekkert tillit tekið til þeirra með eða móti.
3. Reglan í 1. mgr. 5. gr. tekur til ákvarðana (décisions). Nú
her þingið stundum frarn ósk, álil eða gefur skýrslu um eitt-
hvert málefni. Taka þarf að vísu ákvörðun um að láta uppi
ósk eða álit eða að gefa skýrslu. En þetta er ekki tekið svo
bókstaflega, að einróma samþykkis þurfi til óskar, álits o.
s. frv. Hitt er annað mál, að orka kann stundum tvímælis,
livort óskin o. s. frv. sé ekki stundum ákvörðun í raun réttri.
Ef svo er, verðnr vitanlega að fara eftir aðalreglunni. Akvörð-
un um að leita álits Haagdómstólsins er að formi til ósk, en í
raun réttri efnisleg ákvörðun um meðferð máls. En um þetta
dæmi hefur þó verið deilt nokkuð á fundum ráðsins. Sama
deila gæti komið upp, ef þingið vildi leita til Haagdómsins
í þessu skyni.
4. Ákvarðanir á nefndarfundum eru ekki sama eðlis sem
ákvarðanir á fundum þingsins sjálfs, heldur einungis
ákvarðanir til undirbúnings eða hráðahirgða. Þess vegna er
reglan í 1. mgr. 5. gr. sm. ekki talin taka til þeirra.
5. Eftir sáttmálanum er enginn efi á því, að ákvarðanir
um tillög félaga handalagsins til þess og um útgjöld banda-
lagsins þurfa einróma samþykki þingsins. Akvörðun gjald-