Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 8
6
TlMAR.IT VPl 1967
stefna, að úr þessu verði bætt eftir því sem
efni standa til.
Ég ætla mér ekki í þessu ávarpi að seilast
um of inn á verksvið höfunda framsöguerind-
anna og læt því hér staðar numið.
Vinnsla sjávarafla er, eins og allir vita,
sem komið hafa nærri fiskiðnaði, bæði yfir-
gripsmikið og margbrotið verkefni. Það kom því
til tals innan undirbúningsnefndarinnar að tak-
marka verksvið ráðstefnunnar við tiltekna þætti
iðnaðarins. Úr þessu varð þó ekki af ástæðum,
sem hér verða ekki raktar, og var ákveðið, að
verkefnið skyldi ná til iðnaðarins í heild.
Hér var því færzt mikið í fang fyrir fámenn-
an hóp sérfræðinga, enda reyndist nauðsynlegt
að leita út fyrir landssteinana eftir höfundum
að nokkrum erindanna. Þrátt fyrir það eru
margar gloppur í þeim fróðleik, sem hér verð-
ur fluttur um fiskiðnað, og er undirbúnings-
nefndinni það vel ljóst.
Erindin, sem flutt verða eru 24 að tölu, eins
og ég sagði í upphafi. Hafa þau flest verið
prentuð, og hafa þátttakendur þegar fengið þau
í hendur. Þótti þetta nauðsynlegt, þar sem fyr-
irsjáanlegt var, að ekki yrði hægt að flytja
nema tiltölulega lítinn hluta þeirra í heild vegna
tímaskorts.
Til þess var því ætlazt, að þátttakendur hafi
kynnt sér efni erindanna fyrir ráðstefnima.
Á ráðstefnunni verða ekki gerðar neinar
ályktanir eða samþykktir varðandi þau mál,
sem eru til umræðu. Tilgangurinn með henni er
sá, að gefa mönnum kost á að kynnast málefn-
unum, skiptast á skoðunum og ræða þau á
fræðilegum grundvelli.
Ég vil fyrir hönd undirbúningsnefndarinnar
þakka öllum þeim, sem aðstoðað hafa hana við
undirbúning ráðstefnunnar. Sérstaklega vil ég
þakka ríkisstjórninni og sjávarútvegsmálaráð-
herra, Eggerti G. Þorsteinssyni, fyrir þá vel-
vild að bjóða þátttakendum í síðdegisboð að
ráðstefnunni lokinni. Þá vil ég þakka höfundum
fyrir erindin og þá miklu vinnu, sem þeir hafa
í þau lagt, ekki sízt vegna þess, að allir eru þeir
störfum hlaðnir og margir hafa orðið að semja
erindin að miklu leyti í frítímum sínum. Sér-
staklega vil ég þakka utanfélagsmönnum, þeim
Jónasi H. Haralz og samverkamönnum hans í
Efnahagsstofnuninni, Jóni Jónssyni, forstjóra
Hafrannsóknastofnunarinnar, og frú Unni Skúla-
dóttur, fiskifræðingi.
Að lokum vil ég bera fram sérstakar þakkir
undirbúningsnefndarinnar til Hinriks Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra Verlcfræðinga-
félagsins fyrir hans mikla starf. Á honum sem
ritara nefndarinnar hefir undirbúningurinn mætt
öllum öðrum fremur.
I take this opportunity to welcome our guests
from abroad: Dr. E. R. Pariser from the Bureau
of Commercial Fisheries, Technological Labora-
tory, Collage Park, Maryland, Mr. J. Layety
from the Torry Research Station in Aberdeen,
Scotland and Mr. O. Begtrup-Hansen from the
Atlas Company in Copenhagen. They have all
come a long way to be with us and for this we
are very grateful.
Að svo mæltu segi ég ráðstefnuna setta.