Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 337
335
Heiinildir
Töflur 1- 4: Hagstofa Islands, handrit hagskýrsluár-
bókar. Afli tekinn eftir aflaskýrslum
Fiskifélags Islands.
Töflur 5- 8: Efnahagsstofnunin. Afli tekinn eftir afla-
skýrslum Fiskifélags Islands. Verðmæti
reiknað út frá afla og samningsbundnu
einingarverði, uppgefnu af Landssam-
bandi ísl. útvegsmanna, árin 1958-’61, en
skv. gildandi lágmarksverði, ákvörðuðu
af Verðlagsráði sjávarútvegsins, árin
1962-’65.
Töflur 9-10: Hagstofa Islands, handrit hagskýrsluár-
bókar, árin 1942-57. - Efnahagsstofn-
unin. eftir skýrslum um útflutning,
birgðabreytingar og innanlandssölu, ár-
in 1958-’65.
Töflur 11-12: Efi'ahagsstofnunin, eftir töflum 9-10.
Töflur 13-14: Efnahagsstofnunin, eftir árlegum skýrsl-
um stofnunarinnar og áður Framkvæmda-
banka Islands um fjármunamyndun og
áætlunum sömu stofnana um þjóðarauð.
Eftirmáli
Það er upphaf að þessari 3. ráðstefnu ís-
lenzkra verkfræðinga, að á aðalfundi Verkfræð-
ingafélags Islands 27. febr. 1964 var samþykkt
eftirfarandi tillaga frá stjórn félagsins:
„Aðalfundur VFÍ, haldinn í 1. kennslustofu
háskólans 27. febr. 1964, telur, að fenginni
reynslu af fyrri ráðstefnum vei'kfræðinga, rétt
að efna til nýrrar ráðstefnu við fyrsta hentugt
tækifæri og felur stjórn VFÍ að skipa menn í
nefnd til undirbúnings ráðstefnunnar“.
Stjórn VFÍ ræddi á ýmsum fundum sínum
hugsanleg viðfangsefni nýrrar verkfræðingaráð-
stefnu og taldi, að athuguðu máli og eftir við-
ræður við dr. Þórð Þorbjarnarson o.fl., rétt, að
ráðstefnan fjallaði um vinnslu sjávarafla.
1 framhaldi af þessu samþykkti stjórn VFl á
fundi sínum 10. nóv. 1964 að óska þess við eft-
irtalda menn, að þeir tækju sæti í nefnd til und-
irbúnings ráðstefnunnar:
Dr. Þórður Þorbjarnarson, formaður,
Hjalti Einarsson,
Dr. Jakob Sigurðsson,
Páll Ólafsson,
Sveinn S. Einarsson.
Urðu þeir allir við ósk stjórnar VFl, en Hin-
rik Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins,
tók að sér að vera ritari nefndarinnar samkvæmt
ósk hennar.
Nefndin hófst þegar handa um undirbúning
ráðstefnunnar og kom fljótt í Ijós, að viðfangs-
efnið var bæði stórt og fjölþætt. Kom til álita
að skipta efninu niður á 2 ráðstefnur eða fleiri,
en horfið var frá því ráði og tekinn sá kostur
að gera efninu skil á einni ráðstefnu og reyna
að undirbúa hana þeim mun betur, svo hægt yrði
að ljúka henni á 2-3 dögum, enda þótt stuttur
tími yrði til umræðna um hvert erindi um sig.
Leitað var til íslenzkra sérfræðinga um að gera
skil hinum ýmsu verkefnum og einnig voru
fengnir til ráðstefnunnar 3 erlendir sérfræðing-
ar, sem eru í fremstu röð, hver á sínu sviði.
Nefndin hélt 31 fund til undirbúnings ráðstefn-
unnar. Dagskrá hennar fer hér á eftir:
Mánudagur 8. maí 1967
Kl. 9,15-12,00: 1. Opnun ráðstefnunnar, fundarstjóri,
dr. Þórður Þorbjarnarson, flytur
ávarp.
2. a) Jón Jónsson, fiskifræðingur:
Helztu fiskstofnar á Islandsmið-
um og áhrif veiðanna á þá.
b) Unnur Skúladóttir, fiskifræðing-
ur:
Skelfiskur og krabbadýr.
3. Jónas H. Haralz, hagfræðingur:
Staða sjávarútvegsins i íslenzku
efnahagslífi.
4. a) Guðlaugur Hannesson, gerlafræð-
ingur:
Hreinlæti í freðfiskframleiðslu.
b) Umræður.
5. a) Haraldur Ásgeirsson, verkfræð-
ingur:
Um síldarflutninga.
b) Hjalti Einarsson, verkfræðingur:
Geymsla og meðferð á hráefni
fiskiðnaðarins.
c) Umræður.
— 12,00-14,00: Hádegisverður að Hótel Sögu.
— 14,00-15,30: 6. a) Dr. R. M. Love: