Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 240
238
TlMARIT VPl 1967
hafa tilhneigingu til þess að útfellast sem bland-
aðir krystallar.
Á 3. aðferðinni eru yfirleitt svipaðir annmark-
ar og 2. aðferð. Þvagefni (urea) myndar engin
,,complex“ með þríglyseríðum. Aðferðin er a.m.
k. ekki ennþá notuð í fituiðnaðinum. Fjórða að-
ferðin, mótstreymisdreifingin, byggist á marg-
endurtekinni skiptingu hráefnisins milli tveggja
innbyrðis óleysanlegra vökva. Með þessari aðferð
má raunverulega ná mjög víðtækri aðgreiningu.
T.d. er hægt að aðgreina á þennan hátt fitusýr-
ur eða mónóestera af sömu keðjulengd en mis-
munandi ómettanleika. Enn sem komið er hefur
þessi aðferð aðeins gildi í rannsóknum.
Fimmta aðferðin, .thermal diffusion' er til-
tölulega ný og eru möguleikar hennar ekki enn
fullkannaðir fyrir fituiðnaðinn.
Sá árangur, sem náðst hefur við aðgreiningu
á fitusýrum, er þó ekki uppörvandi. Mér er ekki
kunnugt um, hvort aðferðin hefur verið reynd
við aðgreiningu á mónóesterum.
Eins og sést á ofangreindu, þá er oftast nauð-
synlegt að nota fleiri en eina aðferð, ef víðtækar
kröfur eru gerðar til sundurgreiningarinnar.
Af öllu framanskráðu hlýtur það að vera ljóst,
hve erfitt verk og langsótt það er að aðgreina
lýsisfitusýrur.
Staðreyndimar benda sem sagt til þess, að
sundurgreining á a.m.k. náttúrlegum glyseríðum
sé ekki sú leið, sem fara á, þegar fullnýta skal
lýsi. Það er t.d. staðreynd, að þótt hægt sé með
t.d. stigfellingu að framleiða úr lýsi efnaflokka
með hárri joðtölu, þá innihalda þessir efnaflokk-
ar samt sem áður of mikið af mettuðum og
mónó-ómettuðum fitusýrum til þess að geta tal-
izt heppilegt hráefni í þurrkolíur.
Því fer fjarri, að niðurskipun fitusýranna í
glyseríð lýsisins sé þekkt né heldur, hvað henni
stjórnar. Ýmsar tilgátur hafa að vísu komið
fram, en engin hlotið almenna viðurkenningu.
Það er samt ekki nauðsynlegt að einskorða sig
við aðgreiningu á náttúrlegum glyseríðum. Ýms-
ar seinni tíma rannsóknir sýna að hægt er að
breyta niðurskipun fitusýranna í glyseríðin á
auðveldan hátt.
Það mun hafa verið árið 1948 að dr. Eckey (5)
skýrði frá því í grein, sem hann ritaði í Ind. &
Eng. Chemistry, að endurskipan fitusýranna í
glyseríðin fæh í sér möguleika til þess að skipta
t.d. lýsi í fullmettaðan og svo alveg ómettaðan
efnaflokk. Dr. Eckey nefnir aðferð sína „directed
interesterification“ og honum tókst auðveldlega
að skipta menhadenlýsi í næstum fullmettaðan
og svo ómettaðan efnaflokk með um 30 einingum
hærri joðtölu en í upprunalega lýsinu. Einhverra
hluta vegna hefur árangur Eckey’s ekki hlotið
verðskuldaða eftirtekt því að aðferðin er enn
hvergi notuð við aðgreiningu í lýsisiðnaðinum.
Ég átti þess kost fyrir nokkrum árum að ræða
þessa aðferð við ýmsa forustumenn í bandaríska
fituiðnaðinum. Allir töluðu þeir lofsamlega um
hana, en töldu þó vandkvæði á að ná jafn víð-
tækri skiptingu og Eckey nefnir í grein sinni.
Mér þykir sennilegt, að allt annar og betri
árangur fengist með stigfellingu, ef hún væri
framkvæmd á lýsinu eftir að niðurskipun fitu-
sýranna hefur verið breytt með aðferð dr. Ec-
key’s.
Notkun á lýsi erlendis
Lýsi til manneldis
Lifrarlýsi (þorskalýsi, ufsalýsi o.s.frv.) hefur
um langt árabil verið notað til manneldis, enda
auðugt af A og D vítamínum.
Það hefur lengi verið vitað, að ýmsar fituteg-
undir, aðallega úr jurtaríkinu, innihalda nokk-
uð magn af svonefndum nauðsynlegum fitusýr-
um (essential fatty acids). Þessar fitusýrur,
nefnilega hnolíusýra, hnólensýra og arachidon-
sýra eru ómissandi mönnum og spendýrum við
uppbyggingu ákveðinna efna í taugakerfi og
húð. Því miður virðist lýsi innihalda lítið af þess-
um fitusýrum og er því ekki hægt að bæta mönn-
um og dýrum vöntun þeirra í fæðuna með neyzlu
lýsis.
Á síðari tímum hefur mikið verið rætt og rit-
að um orsakir æðakölkunar og þann þátt, sem
kólesteról á í þeirri meinsemd. Það er langt frá
því, að öll kurl séu hér komin til grafar, en
flestir vísindamenn, sem um þessi mál fjalla,
munu þó nú vera þeirrar skoðunar, að kólesteról
sé meðal þeirra efna, sem setjast á innanverða
æðaveggina og orsaki æðakölkun. Eins og málin
standa nú þá virðist kólesterólmagnið í fæðunni
skipta tiltöluelga litlu máli, ef um heilbrigða ein-
staklinga er að ræða, enda er kólesteról í fjöl-
mörgum algengum fæðutegundum. Þá virðist líka
fitutegundin skipta litlu máli meðan heildarfitu-
neyzlan er neðan við hæfilegt hámark. Ef um er
að ræða sjúka einstaklinga, sem hafa of mikið
kólesterólmagn í blóðinu, þá hefur það sýnt sig,
að lækka má þetta magn með inngjöf af ómett-
aðri fitu. Sumir spá því að lýsið eigi hér framtíð
fyrir sér.
Iðnaðarlýsi
Að frátalinni lýsisherzlu og framleiðslu á með-