Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 269
TlMARIT VFl 1967
267
margvíslegum vinnsluerfiðleikum. Mikill hluti
hrognanna kemur líka ósprunginn úr suðuker-
um og pressum og eiga þau því þátt í því, hve
feitt loðnumjölið oft er. Talið er, að eðlileg af-
köst síldarverksmiðja, þegar brædd er loðna og
vel gengur, séu ekki nema %—% af þeim af-
köstum, sem reiknað er með við bræðslu síldar.
Það er líka erfiðleikum bundið að bræða
sandsíli, að því er danskar heimildir herma (8).
Þrátt fyrir það, að dönsku togbátarnir ísa afl-
ann með 10—15% af ís, er geymluþol sandsíl-
isins mjög lítið og verður það tiltölulega fljótt
sundurlaust. Bezt virðist ganga að sjóða það
og pressa í litlum vélaeiningum. Það þolir líka
litla suðu, og segjast Danir (8) pressa það lin-
soðið. Pitan í sandsílismjölinu fer líka stundum
upp í 13%, þótt venjulegast sé, að hún fari ekki
yfir 11%.
Engin vandkvæði eru á þvi að sjóða og pressa
spærling. Hins vegar er lýsið mjög fastbundið í
lifrarvefnum, og er pressuvökvanum þess vegna
hætt við að þeytast í mjöl- og slamskilvindunum.
Skilvinduvatn frá vinnslu spærlings er því oft
mjög feitt, og hækkar það fituinnihaldið í mjöl-
inu, þegar framleitt er heilmjöl. Fituinnihald í
spærlingsmjöli fer því stundum yfir hámarkið,
sem gefið er upp í töflu 3.
1 Danmörku og Noregi er það óþekkt, að mjöl
úr spærlingi eða sandsíli sé selt undir eigin teg-
undarheitum. Það er því ekki talin nein sérstök
nauðsyn að halda þessum tegundum sér i vinnslu,
og eru þær því oft bræddar með öðrum fiski.
Um loðnuna gegnir nokkuð öðru máli. Hún
er að mestu leyti brædd sér bæði í Noregi og
á Islandi. Hins vegar munu íslendingar vera einir
um að selja loðnumjöl undir eigin tegundarheiti.
Allar þessar fiskmjölstegundir, hvort sem þær
eru hreinar eða blandaðar, eru seldar eftir
proteininnihaldi. Sé mjölið feitara en um er
samið, eru afföll frá umsömdu verði eins og tíðk-
ast með annað feitt mjöl. Ekki er því að neita
að markaðimir taka síldarmjöl fram yfir mjöl
úr þessum þrem tegundum, en ekki er vitað hvort
sú afstaða er byggð á næringarfræðilegum at-
hugunum. Þetta kemur meðal annars fram í því,
að þegar nægjanlegt framboð er á mjöli selst
loðnumjöl á lægra verði per proteineiningu en
síldarmjöl.
Það sama gildir um lýsi úr þessum þrem teg-
undum, að það er sjaldnast selt undir eigin
tegundarheitum. Þó er loðnulýsi stundum selt
sem slíkt, enda hefir það mjög lága joðtölu eins
og fram kemur í töflu 3. Vegna þessa eiginleika
fæst oft £1—2 hærra verð fyrir loðnulýsi en
sambærilegt síldarlýsi. Hin lága joðtala loðnu-
lýsisins hefir líka í för með sér, að það hitnar
miklu síður í loðnumjöli þótt það sé feitt en
flestum öðrum feitum fiskmjölstegundum.
Loðnumjöli er líka síður hætt við að hlaupa í
hellu í geymsluhúsum en öðrum mjöltegundum
úr feitum fiskum. Vafamál er hvort kaupendum
mjölsins eru þessir kostir þess fyllilega ljósir.
Summary
Capehn, sandeel and Norway pout have for a
number of years been an important part of the
rawmaterials of the Norwegian fishmeal industry
and the same applies to the Danish fishmeal
industry as regards the two last named species
(Tafla 1).
Although it is known that all three species are
found in abundance on the Icelandic fishing
grounds, capehn is the only one that has been
utilized by the Icelandic fishmeal factories and
its exploitation for this purpose did not really
start until 1964.
The composition of the three species is given
in the paper and the seasonal variation in oil
and sohds content discussed. The yields and
chemical characteristics of both meal and oil are
also shown and some processing problems
peculiar to these species are discussed.
Heimildir
(1) Þórður Þorbjamarson, Verkefnaskýrsla Rann-
sóknastofu Fiskifélags lslands, 2 (1960—1961), 2
(fjölrit).
(2) Hjálmar Vilhjálmsson, Morgunblaðið 1966, 23.
febr., bls. 3.
(3) Bjarni Sæmundsson, „Fiskarnir" (1926), 293.
(4) Jakob Magnússon, Morgunblaðið 1965, 13. apríl,
bls. 17.
(5) Korsager, K., Esbjerg, einkaupplýsingar.
(6) Schmidtsdorff W„ Fiskeriministeriets Forsogs-
laboratorium, Kobenhavn, einkaupplýsingar.
(7) Steinar Olsen, Fiskets Gang 1966, nr. 2, bls. 40.
(8) Petersen, Jes, Harboöre, einkaupplýsingar.