Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 279
TlMARIT VFl 1967
277
er að nýta takmarkaða leitargetu á þann hátt,
að sem beztur árangur náist. Aðferðir þessar
eiga að verulegu leyti rót sína að rekja til síð-
ari heimsstyrjaldarinnar vegna leitar að kafbát-
um og öðrum óvinaskipum, en eru nú mikið
notaðar á ýmsum sviðum t.d. við málm- og olíu-
leit.
Það sem hér hefur verið drepið á, er vafa-
laust aðeins framtíðardraumur, en þó má geta
þess, að um borð í hinu nýja síldarleitarskipi,
sem væntanlegt er nú í sumar, verður síðar
komið fyrir rafreikni, sem e.t.v. mætti nota til
útreikninga í sambandi við síldarleit.
Um kerfislíkanið af 2. stigi OR-athugunar-
innar (Mynd 3) er það að segja, að kjarninn er
sá sami og byggður hefur verið upp á 1. stigi,
en í líkanið eru settir möguleikarnir á fleiri
veiðisvæðum, síldarflutningaskipum, frystihús-
um og söltunarstöðvum. Síldarflutningaskipin
svara til þess, að löndun verksmiðjanna flytjist
út í veiðisvæðin, en einnig er möguleiki til þess,
að síldarflutningaskipin gætu flutt síld til sölt-
unarstöðva og frystihúsa. Síldarleitin kemur
ekki nema óbeint inn í sögulegt kerfislíkan, en
hún væri mjög snar þáttur í lifandi kerfislíkani.
Lokaorð
1 lok þessarar greinargerðar vil ég gera
nokkra grein fyrir því, hvernig hún er tilkomin.
Vorið 1965 var haldið NATO-seminar að Bif-
röst í Borgarfirði, þar sem nýjungar í stjórn-
unarfræði voru til umræðu og notkun þeirra
við hagnýt verkefni, aðallega nýtingu vatnsafls
og jarðvarma. Á því móti átti ég viðræður við
dr. Peter Pruzan, lektor í Operation Research
við Danmarks Tekniske Hojskole í Lyngby, um
möguleikana á því að framkvæma Operation
Research athugun í íslenzka sjávarútveginum
eða einhverri grein hans.
1 ágúst það sama sumar var haldið annað
NATO-seminar að Rold-Stor-Kro í Norður-Jót-
landi um valkosti við skipulagningu á flutning-
um (Decision problems in connection with traffic
planning), og var ákveðið á því móti, að við
legðum hugmyndafræðileg drög að OR-athugun
á síldveiðum og síldariðnaði Islendinga.
Reynslan verður að leiða í Ijós, hvort sú
ákvörðun var hyggileg, meðal annars vegna
þess, hve verkefnið er umfangsmikið og flókið.
Ennþá er þessi athugun á frumstigi, en þó
má segja, að nú sé að mestu lokið fyrsta áfanga
verksins, og af því tilefni þótti ástæða til þess
að gera opinberlega grein fyrir þeim hugmynda-
fræðilega grundvelh, sem byggt er á og mark-
miði athugunarinnar.
Að vísu hefði verið æskilegra að vinna meira
að 1. stigi kerfislíkansins, áður en nokkuð væri
birt um þessa athugun, en þar sem ráðstefna
þessi virðist eðlilegur vettvangur til þess að
kynna þetta málefni, þá hafa þessar hugleiðing-
ar verið teknar saman.
Verkefnið, sem nú liggur fyrir við 1. stig
kerfislíkansins, er að samræma betur stærð-
fræðiformúlurnar hinum raunverulegu aðstæð-
um á athugunartímabihnu og finna með tilraun-
um beztu ákvörðunarregluna við val á löndun-
arstað fyrir síldveiðiskipin á sama tímabili. Jafn-
framt þarf að líkja eftir aðstæðum á lengra
tímabili, þannig að kerfishkanið fái almennara
gildi og verði raunhæfara. Þessi vinna getur
tekið nokkuð langan tíma og þar verður senni-
lega erfiðast að safna upplýsingum um hðnar
síldarvertíðir. Vinnan í rafreiknunum tekur
mjög stuttan tíma, og sem dæmi má nefna, að
prófun á tveim stærðfræðiformúlum til ákvörð-
unar á aflamagni skipanna tók 2,81 mínútu í
öðru tilfellinu og 2,94 mínútur í hinu. Hér er
átt við tímann, sem það tók IBM 7090 véhna
að framkvæma alla útreikninga fyrir athugun-
artímabilið, en útskriftin tók nokkuð lengri
tíma.
Að þessu verkefni hafa unnið tveir starfshóp-
ar, annar í Reykjavík, en hinn í Lyngby í Dan-
mörku.
1 Reykjavíkurhópnum hafa tekið þátt:
Már Elísson, hagfræðingur,
Jakob Jakobsson, fiskifræðingur,
Helgi Sigvaldason, lic. techn.,
Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur.
1 Lyngbyhópnum hafa eftirfarandi aðilar
unnið:
Dr. Peter Pruzan,
Dr. J. T. Ross Jackson,
Eli Hagerup, verkfræðingur,
Jakob Krarup, verkfræðingur.
I Reykjavíkurhópnum hafa aðallega verið
rædd málefni, sem viðkomu tilgangi athugan-
anna, upplýsingasöfnun, möguleikar og takmark-
anir á framkvæmd verksins og jafnframt hafa
skýrslur hópsins í Lyngby verið ræddar. I Lyng-
by hefur aftur á móti farið fram uppbygging
kerfislíkansins og það verið reynt á IBM 7090
rafreikni í NEUCC reiknistofnuninni (Northern
Europe University Computing Center) við Dan-
marks tekniske Hojskole.
Ég vil að lokum þakka öhum þeim aðhum,
sem gert hafa þessa athugun mögulega, en of