Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 239
TlMARIT VFl 1967
237
dorization), en oftast líður ekki á löngu þar til
ný lyktarefni hafa myndast aftur.
Enda þótt hægt sé að halda ildingunni að
mestu í skefjum með mótildunarefnum (anti-
oxidants), þá fæ ég ekki séð, að nein allsherjar-
lausn á þessum málum sé á næstu grösum.
Flokkaskipting (fractionation)
Fitusýrurnar í lýsinu eru harla ólíkar hver
annarri að byggingu og eiginleikum. Það virðist
því nærtækt að hugsa sér þann möguleika, að
lýsið væri sundurgreint í efni eða efnaflokka
með mismunandi eiginleikum. Þessa efnaflokka
mætti síðan nota sem hráefni fyrir hinar ýmsu
greinar fituiðnaðarins. Mér þykir líka sennilegt,
að slík sundurgreining verði framkvæmd í vax-
andi mæli, þegar stundir líða og ýmsir tæknilegir
örðugleikar hafa verið yfirunnir.
Eftirtaldar aðferðir koma nú einkum til greina
við sundurgreiningu á lýsi (glyseríðum, fitusýr-
um eða mónóesterum af fitusýrum):
1. Stigeiming (fractional distillation).
2. Stigfelling (fractional crystallization).
3. Complexmyndun með þvagefni (urea) og
eftirfarandi stigfellingu.
4. Mótstreymisdreifing (counter current
distribution) milli tveggja innbyrðis óleys-
anlegra vökva.
5. Thermal diffusion.
Auk þessara aðferða mætti nefna ýmsar
krómatógrafiskar aðferðir, sem þó eingöngu hafa
gildi við rannsóknir.
Allar hafa þessar aðferðir sín takmörk og fer
það því eftir kröfunum, sem gerðar eru til sund-
urgreiningarinnar, hverri eða hverjum skuli
beitt hverju sinni.
a. Við sundurgreiningu á glyseríðum koma
einkum aðferðimar 2 og 4 til greina í einhverri
mynd. Bæði sólexólaðferðin með fljótandi própan
sem upplausnarefni og aðferð, sem kennd er við
Pittsburg Plate Glass Company, með fúrfúral
sem upplausnarefni, hafa verið notaðar í Banda-
ríkjumim í iðnaði. Hvorug þessara aðferða mun
nú lengur notuð við sundurgreiningu á lýsi í
Bandaríkjunum, en e.t.v. eitthvað ennþá í Noregi
og Suður-Afríku. Þessu veldur hreinlega, að þeir
efnaflokkar, sem með þessum aðferðum fást,
standast ekki samkeppni við ýmsar jurtaolíur,
sem fáanlegar eru á markaðnum.
b. Fitusýrur.
Glyseríðin má auðvitað líka kljúfa í glyserín
og fitusýrur, en eftir það koma raunverulega
allar fimm aðferðimar til greina við sundur-
greiningu á fitusýrunum.
Meðfylgjandi mynd er til glöggvunar á þeim
möguleikum, sem fyrir hendi eru með ýmsum
aðferðum.
Q
a
M
W
'“D
Q
W
C 22 0 € . / . / /(© ©
20 0 , , ^ /© . / ©
18 ' 0 ^L| "'© / - /© ©
16. ' •© , © ©
l4 - ©
12 •
0 l 2 3 4 5 6
TVÖFÖLD BÖND
Láréttu línurnar sýna, hvernig hægt er að
aðgreina fitusýrur eða mónóestera af fitusýrum
með stigeimingu. Aðferðin byggist á mismun-
andi suðumarki, sem hækkar með auknum móle-
kúlþunga (og keðjulengd). Aðgreiningin verð-
ur betri, ef notaðir eru mónóesterar í staðinn fyr-
ir fitusýrur, en þær hafa bæði hærra suðumark
og auk þess tilhneigingu til þess að eimast sem
azeotrópar blöndur.
Stigeimingin fer fram í svonefndum eimingar-
súlum (distillation column) af ýmsum gerðum.
Eins og að framan greinir, þá innihalda C20
og C22 fitusýrurnar allt að sex tvöföldum bönd-
um milli kolefnisatóma pr. mólekúl. Þar sem
óhjákvæmilegt er, jafnvel við lágan þrýsting,
að eima þessar sýrur við hátt hitastig, þá verð-
ur vart komizt hjá pólymeríseringu og veldur
það töpum. Að vísu eru til analytiskar eiming-
arsúlur (t.d. spinning band columns) með litlu
þrýstingsfalli, þar sem hægt er að eima við tals-
vert lægra hitastig, en sá galli er á, að slíkar
eimingarsúlur er tæplega hægt að byggja í nægi-
legri stærð til iðnaðarþarfa.
Skálínurnar sýna aðgreiningu, sem næst með
stigfellingu, mótstreymisdreifingu (counter
current distribution) o.s.frv.
Stigfelling byggist á mismunandi uppleysan-
leika í ýmsum vökvum. Sá annmarki er á þess-
ari aðferð, að styttingu kolefniskeðjunnar og
f jölgun tvöfaldra banda í mólekúlinu hefur sömu
áhrif. Þetta torveldar skarpan aðskilnað. Þá ber
þess líka að geta, að betri aðskilnaður fæst, ef
mónóesterar eru notaðir, þar sem fitusýrumar