Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 45

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 45
TlMARIT VFl 1967 43 sé fyrir hendi, og það, ásamt viðeigandi þvotta- efnum, sé notað til þvotta. I íslenzkum frystihúsum er þvotti yfirleitt ábótavant vegna þess, að þvottaefni eru ekki notuð, nema að takmörkuðu leyti og venjulegast þá ekki nema um takmarkaðan hluta vinnslu- svæðis. Venjulega er þvottur fólginn í því að sprauta yfir vinnslusvæði með köldu vatni (spúl- un). Þvottur með heitu vatni, 60—80° C, ásamt notkun þvottaefna er sjaldgæfur. I sumum frystihúsum er þó notað þvottaefni, sem inni- heldur gerildrepandi efni og þá notað kalt vatn. Skortur á heitu vatni til þvotta í frystihúsum er mjög til baga. Aftur á móti tíðkast það að nota heitt vatn, þar sem það er sízt æskilegt, og er þá átt við notkun heits vatns í ílát hjá flökurum og á snyrtiborðum, sem áður hefur verið vikið að. Slælegur þvottur er því bagalegri, þar sem vitað er, að gerileyðing á áhöldum og tækjum o.s.frv. verður að miklum mun torveldari eða gagnslítil. Þrátt fyrir nokkra galla er klór tvímælalaust hentugasta gerildrepandi efnið, enda viðurkennt sem slíkt. Það verður þó að ítreka, að gerileyð- ingu með klóri má ekki framkvæma á kostnað eða í stað gagngers þvottar. Slikt hindrar það, að hreinlætisaðgerðir nái tilgangi sínum. Þessi grundvallaratriði hreinlætisaðgerða virðast vera óljós og torskilin mörgum þeim, sem eiga að hafa eftirlit með og framkvæma þrifnað í frystihús- um. Notkun klórs til þess að fela lélegar eða illa framkvæmdar hreinlætisaðgerðir (þvottur ekki framkvæmdur) má líkja við að nota lélegt ilm- vatn til að fela miður æskilega lykt. Slík notkun klórs hérlendis er ekki einsdæmi. Vanræksla á klórnotkun til gerileyðingar á áhöldum, vélum og tækjum er ámælisverð, en ekki réttlætanleg forsenda fyrir stöðvun atvinnureksturs, enda sé þá viðhöfð ströng gerilvöm á öllum stigum fisk- vinnslunnar. Vanræksla á að blanda klóri í vatn, sem notað er til freðfiskframleiðslu, ætti að varða sviptingu hæfnisvottorðs til vinnslu. Svo vikið sé að skipulagi hreinlætisaðgerða er raunin sú, að þar ríkir skilningsleysi og skipu- lagsleysi. Til þess að hreinlætisaðgerðir í freð- fiskframleiðslu séu raunhæfar verður að viðhafa hvort tveggja, hreinlætisaðgerðir í lok vinnslu og stöðugar hreinlætisaðgerðir meðan á vinnslu stendur á vissum stöðum, þar sem mest er hætta á mengun. Óhugsandi er, að hægt sé að framleiða freðfisk, án þess að framkvæma gagngerar hreinlætisaðgerðir í lok vinnslu. Framkvæmd þeirra á að vera falin hópi manna, 2—6 eftir at- vikum, sem hafi það að föstu starfi og þá helzt að þeir komi óþreyttir til starfs. Annars séu vald- ir samvizkusamir starfsmenn frystihúsa, sem bera skynbragð á hreinlæti. Sá háttur, að hver þrífi sitt vinnusvæði, hlýtur að leiða til misræmis og ónógra hreinlætisaðgerða í heild. Stöðugar hreinlætisaðgerðir meðan á vinnslu stendur séu faldar nokkrum völdum starfsmönnum og annist þeir skolun á bökkum, færiböndum, flökunarsvæði og kringum roðflettivél. Þeir taki matmáls- og kaffitíma á öðrum tímum en annað starfsfólk, enda skoli þeir og hreinsi viss svæði eftir föng- um, þegar hlé verður á vinnu. Skolun og þvottur á öllum bökkum sé viðhafður í hvert skipti, sem bakkar hafa verið tæmdir, og sé það í verkahring þeirra, sem annast þrif með- an á vinnslu stendur, að framkvæma það. Að athuguðu máli ætti að vera Ijóst, að mikið skortir á, að hreinlæti og hreinlætisaðgerðum sé nægilegur gaumur gefinn í freðfiskframleiðslu. Með aukinni samkeppni um markaði fyrir freð- fiskframleiðslu Islendinga hlýtur það að vera keppikefli að lagfæra þá agnúa, sem auðsæir eru í aðbúnaði, framkvæmd og framleiðslu freðfisks. Það mun því aðeins takast, að allir leggist á eitt, bæði hið opinbera og framleiðendur sjálfir, að lagfæra það, sem ábótavant er. Niðurlag Gœðamat og gæðaeftirlit í freðfisJcframleiðslu I kaflanum hér á undan hefur verið rætt um helztu atriðin, sem snerta hreinlæti í freðfisk- framleiðslu. Ekki fer á milli mála, að ýmsu er áfátt í þeim efnum, þótt ýmsu hafi verið áorkað síðustu árin, eins og t.d. fyrirmæli um klórblönd- un vatns o.fl. Að áliti höfundar má rekja mis- bresti á þrifnaði í frystihúsum, þ.e.a.s. gerilvöm- um og hreinlætisaðgerðum, til úreltra lagaákvæða og ónógs gæðamats og gæðaeftirlits af hálfu hins opinbera í freðfiskframleiðslu samkvæmt þeim. Það eru lög og reglugerðir Fiskmats ríkisins frá 1948 og Ferskfiskeftirlitsins frá 1960, sem kveða á um mat á gæðum fersks fisks og freð- fisks og eftirlit með aðbúnaði og framleiðslu fersks, ísaðs fisks og freðfisks til útflutnings. Enn fremur gilda um fisk sem og um önnur matvæli ákvæði laga um geymslu og meðferð matvæla frá 1936 ásamt reglugerð við þau lög, svo og heilbrigðissamþykktir kaupstaða og kaup- túna, að svo miklu leyti, sem slikar samþykktir eru til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308
Blaðsíða 309
Blaðsíða 310
Blaðsíða 311
Blaðsíða 312
Blaðsíða 313
Blaðsíða 314
Blaðsíða 315
Blaðsíða 316
Blaðsíða 317
Blaðsíða 318
Blaðsíða 319
Blaðsíða 320
Blaðsíða 321
Blaðsíða 322
Blaðsíða 323
Blaðsíða 324
Blaðsíða 325
Blaðsíða 326
Blaðsíða 327
Blaðsíða 328
Blaðsíða 329
Blaðsíða 330
Blaðsíða 331
Blaðsíða 332
Blaðsíða 333
Blaðsíða 334
Blaðsíða 335
Blaðsíða 336
Blaðsíða 337
Blaðsíða 338
Blaðsíða 339
Blaðsíða 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.