Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 58
56
TlMARIT VFl 1967
TAFLA3
Flutningatekjur og kostnaður E.s. Síldarinnar árið 1966
Transportation revenue and cost of herring transportation for the s. s. „Stldin“ during 1960
Ferð nr. Flutningstekjur kr. Tími dagar Kostnaður kr. Mismunur kr.
6 678.480 12 846.720 — 168.240
7 659.010 8 639.640 + 19.370
8 669.108 13 893.312 — 224.204
9 689.018 10 750.552 — 61.534
10 499.686 10 681.704 — 182.018
11 649.352 8 631.128 + 18.224
12 651.068 10 736.757 — 85.689
13 669.306 13 893.384 — 224.078
14 664.730 10 741.720 — 76.990
15 686.400 7 599.600 + 86.800
16 465.410 7 519.240 — 53.830
17 9.922 24 1.203.608 — 1.193.686
18 482.196 17 1.025.344 — 543.148
19 270.182 26 1.398.248 — 1.128.066
20 292.006 31 1.656.184 — 1.364.178
Alls 8.035.874 206 13.217.141 — 5.181.267
er að segja, að meiri hluti síldar, er við tókum i tveim
síðustu ferðunum, hafi verið síld, sem ekki hefði komizt
í land, ef við hefðum ekki verið til staðar. Á ég þar
við síld, sem tekin var úr nótum og úr bátum til að
létta þá. Margir af minni bátunum hafa verið á síld og
sótt á fjarlæg mið t.d. Jan Mayen. Tel ég að margir
þessara báta hefðu ekki getað stundað þær veiðar, hefðu
ekki síldartökuskip hjálpað þeim um olíu og vistir. Til
gamans vil ég geta þess, að við afgreiddum til báta á
s.l. vertíð 576.789 lítra af olíu. Einnig höfum við látið
til báta talsvert magn af vistum og vatni. Að sjálfsögðu
kemur það oft fyrir, að sami báturinn losar oftar en
einu sinni í skip í sömu ferð.
Þrátt fyrir sókn á fjarlægari mið en áður, var
afli meiri á s.l. ári en nokkru sinni fyrr. Biðtími
flutningaskipa á f jarlægum miðum var því óvenju
stuttur. 1 töflu 3 eru settir fram nokkrir útreikn-
ingar á tekjum og kostnaði við þá flutninga, sem
lýst er í töflu 2. Það vekur strax eftirtekt við
skoðun þessara taflna, hversu litlar frátafir hafa
orðið vegna veðurs allt frá upphafi flutninganna
og fram í septembermánuð. I septembermánuði
er hins vegar síldin gengin allnærri landi, og
með því að um stóra og söltunarhæfa síld var
að ræða, þá er eðlilegt að skipin leiti með hana
beint til hafnar.
Þá hefst einnig mjög umhleypingasöm veðr-
átta, sem hefur áhrif á aflamagnið, þannig að
það dettur nokkum veginn annarhver dagur úr
um alllangan tíma sbr. mynd 2. Það er eðlilegt
að skipin leiti til lands með fenginn afla, þegar
útlit er fyrir brælu næsta dag, og tafir á löndun
í Austf jarðahöfnum vom sáralitlar á þessu tíma-
bili. Reyndar mun það einkennandi fyrir veið-
arnar á s.l. sumri, hversu litlar tafir voru vegna
löndunar, og hafa flutningarnir að sjálfsögðu
haft nokkur áhrif á það.
Tafla 3 er byggð þannig upp, að gert er ráð
fyrir, að útgerðarkostnaður skips sé um 50 þús.
kr. á dag og að löndunarkostnaður sé 8 au. pr.
kg. Á þessum forsendum er reikningslegt tap
skipsins yfir úthaldið um 5,2 millj. kr., og flutti
þó þetta skip að landi helming þess afla, sem í
flutningaskip var tekið.
Tankskipin bám alls að landi 72.858 tonn á
vertíðinni 1966. Eins og kemur fram í greinar-
gerð skipstjórans á Síldinni, kom oft fyrir að
bátar lönduðu tvisvar í tankskip og stundum
þrisvar, jafnvel á sama sólarhring. Dæmi er um
að 120 tonna bátur háfaði 240 tonn úr einu kasti,
og dældi þá tankskip jafnóðum úr bátnum. Ann-
að dæmi er um það, að bátur aflaði 960 tonn
norður undir Jan Mayen á einum sólarhring.
Þannig er ljóst, að veruleg aflaaukning hefir
hlotizt af því, að tankskip voru notuð. Kunnugir
telja, að þessi aukning hafi numið meiri hluta
þess afla, sem fluttur var.
Ef reiknað er með afurðaverði kr. 2,60 pr. kg.
af síld, hafa þau fjögur tankskip, sem að flutn-
ingunum störfuðu, flutt að landi afla, sem í af-
urðaverði hefir numið um 190 millj. kr. Sé nú
gert ráð fyrir, að helmingur þessarar upphæðar