Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 177
TlMARIT VFl 1967
175
Mér fannst Erlendur Þorsteinsson lýsa mjög
vel þeim aðstæðum, sem hafa verið fyrir hendi
nú undanfarið í starfsemi Síldarútvegsnefndar
og meðferð síldarinnar um borð í skipum og svo
eftir að hún kemur í land. Þetta er nú svo
þýðingarmikið atriði, að ég held að ég verði að
endurtaka þetta, sem hann sagði, og kannski of-
urlítið fyllra. Við verðum að gera okkur grein
fyrir því, að síldin veiðist langt frá landi, og
það verður í flestum tilfellum að flytja hana
miklu lengri leið heldur en áður var, og þá er
það auðvitað sjálfsagt, þegar hægt er að koma
því við, að ísa síldina með skelís. Ég hef oft
sagt í blaðagreinum, að það væri æskilegt að
þetta væri gert, en það er ekki uppfinning mín
að ísa fisk, þetta hefur verið gert um marga
áratugi og hér á íslandi frá því um aldamót.
En það er eins og menn hafi ekki vit á eða
framtak til að nota sér þessa tækni. Það eru all-
mörg skip, sem eru búin klefum til þess að
geyma is um borð og jafnvel að framleiða ís
um borð, en þetta er bara ekki gert. Það eru
frystihús á Austfjörðum og Norðurlandi, sem
búa til skelís og geta framleitt hann, en eftir-
spurn er lítil eða kannski nær engin. Jón Héð-
insson benti á það, að hann hefði ekki getað
fengið þennan ís, en hafi þó beðið um hann, en
það er kannski vegna þess, að hann hefur ekki
beðið um þetta með nógum fyrirvara. Menn hafa
ekki opnað augun fyrir þessu, sem ég tel að sé
ákaflega stórt atriði í því að geta komið með
óskemmda fersksíld að landi frá miðum, sem eru
langt frá ströndinni.
En þessi sorgarsaga um það, að fara ekki nógu
vel með hráefnið, hún byrjar kannski á því, að
síldarköstin eru stór. Það er beitt véltækni við
að snurpa næturnar og átökin eru svo mikil, að
kannski svo og svo mikið af síld merst við þau
átök. Þetta fylgir veiðiaðferðinni og þetta er
ekki gott að forðast, en þetta hefur samt leitt
til þess, að það hefur verið kvartað — einkum
voru það nú Rússar — yfir göllum, sem voru
af mörgum taldir eiga rót sína að rekja til þess-
arar vélrænu snurpingar við veiðarnar. Svo
kemur það næst, að búið er að taka í burtu stí-
ur og hillur, sem voru áður í skipunum og
lestin í skipinu er orðin meira og minna einn
geimur. Þess vegna hrærast saman eldri og yngri
köst með þeim afleiðingum, að þegar síldinni er
skipað upp, þá er ekki gott að greina, hvað er
síld, sem er kannski 12 klukkustundum eða
jafnvel sólarhring eldri heldur en aðalmagnið,
sem er verið að landa. Það bar mjög á því sl.
sumar og í vetur, að þótt ágæt síld væri í tunn-
unni yfirleitt, væru kannski 10-20 síldar, sem
væru skemmdar og virtust vera úldnar eða stór-
gallaðar. Ég veit um það, að margir eru þeirrar
skoðunar, að þetta stafi af því, að það sé síld
úr eldra kasti, sem hafi komið úr skipinu og
hrærzt saman við yngri afla og betri. Svo eru
notaðar greipar eða grabbar við löndunina til
söltunar. Þetta eru tæki, sem eru mjög hrað-
virk, og sjómenn óska eftir því að geta beitt
þessum tækjum, því að löndun gengur þá miklu
greiðara en áður. En það er talið, að a.m.k.
sumar gerðir af þessum greipum skemmi síld-
ina í lönduninni. Svo er það stórt atriði, að
starfsfólkið er í mörgum tilfellum ekki eins vant
verkum eins og áður var, því að síldarsöltunin
hefur flutzt til, og það er fleira aðkomufólk,
sem vinnur við verkun, en áður var. Svo koma
lyftararnir og traktorarnir með laushaka, sem
tunnurnar hristast og dingla í, þegar verið er að
flytja þær út á lagerinn. Saltið hristist jafnvel
niður í aðra hlið tunnunnar og hinn helmingur-
inn verður með of litlu salti. Hinn mikli velting-
ur, sem áður var á síldinni og olli því að saltið
dreifðist um tunnuna, er að miklu leyti úr sög-
unni. Ef til vill er umönnun og þar á meðal pækl-
un ekki alltaf í því lagi, sem þyrfti að vera.
Þarna eru margar samverkandi orsakir.
Menn hafa séð stórar fyrirsagnir um síldar-
skemmdir og að allt væri í voða af þeim sök-
um, en útkoman hefur nú samt ekki orðið lak-
ari heldur en það, að talið er að hér liggi eftir
af síld, sem er meira og minna gölluð, sum kann-
ski lítið gölluð, en önnur mikið gölluð, um 5%
af framleiðslunni. En það er ekkert i átt við
það, sem haldið hefur verið fram af sumum,
því að það er að heyra, að eiginlega sé öll síldin
ónýt, sem söltuð hafi verið. Og þar fyrir utan
þá munu vera eitthvað í kringum 7.000-8.000
tunnur af síld, sem kaupendur sjálfir hafa sam-
þykkt og tvísamþykkt í sumum tilfellum, en
hafa kvartað yfir, eftir að hún hefur verið kom-
in til markaðslandanna, og oft ekki kvartað fyrr
en kannski mörgum mánuðum eftir að hún er
þangað komin. Mér dettur nú í hug með vin
minn Jón Héðinsson — hann beit nú fast í
skjaldarrendur — en ég held nú, eftir því sem
ég hef heyrt — hann má upplýsa um það, ef
það er rangt — að þá hafi hann notið alveg-
sérstakrar fyrirgreiðslu með sínar tilraunir,
meiri fyrirgreiðslu heldur en nokkur annar mað-
ur hefur nokkurn tíma notið í því efni. Tilraunir
eru nauðsynlegar, en ég veit ekki hvort menn
geta sagt: „Þessi eða þessi, hann á að gera
þetta, ég á ekki að gera það“. Jón hefur gert