Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 17
TlMARIT VPl 1967
15
TAFLA 1
Meðalafli rækju á togtíma og meðalsókn í 3 ár
Average catch of deep sea prawn and the average
fishing effort for the corresponding 3 years
Veiði- svæði
Fishing Arnarf jörður Isafjarðardjúp
area
Ár Year kg/klst Ug/hour Meðalsókn Average effort kg/klst kg/hour Meðalsókn Average effort
1958 108 1.816
1959 94 2.015
1960 86 2.417 145 4.477
1961 94 2.269 103 7.225
1962 105 1 915 74 7.844
1963 146 1.464 71 7.587
1964 109 1.595 113 5.455
1965 101 1.735 168 5.129
1966 94 2.155 111 6.520
1967 2.501? 8.932?
og áður er vikið að, meðaltal 3ja ára og verður
hún hér eftir nefnd meðalsókn. Ef gert er ráð fyr-
ir að sóknin 1967 verði sú sama og 1966, mun
meðalsókn 1967 (sjá mynd 1 og töflu 1) verða
meiri en nokkru sinni fyrr á báðum svæðunum.
Afli á togtíma yrði einnig lægri en nokkru sinni
fyrr eða 78 kg/klst að meðaltali fyrir Arnar-
fjörð og 50 kg/klst fyrir Isafjarðardjúp. Er
þetta töluverð lækkun frá árinu 1966, en þá var
afli á togtíma 94 kg/klst í Arnarfirði en 111
kg/klst í Isaf jarðardjúpi.
Eftir að búið er að finna samhengið milli með-
alsóknar og afla á togtíma, er unnt að finna
hlutfallið milli heildarafla og óbreyttrar meðal-
sóknar (sustained effort) í nokkur ár. Þetta er
gert með því að margfalda saman meðalsókn og
tilsvarandi afla á togtíma á línunum (7). Þeg-
ar þetta er gert, verður niðurstaðan ferill, sem
sýndur er á mynd 1. Hér er unnt að finna út há-
mark afurðagetunar miðað við núverandi
möskvastærð. Heildarársafli eykst með aukinni
meðalsókn, þar til hámarki er náð. Eftir það
minnkar heildarafli með aukinni meðalsókn. Fyr-
ir Arnarfjörð liggur hámarkið við 2100 tog-
tíma meðalsókn á ári, og verður heildaraflinn
þá um 201 smálest. Fyrir Isaf jörð verður heild-
araflinn um 724 smálestir við 5500 togtíma með-
alsókn á ári. Til þess að sýna, hvert stefnir, má
reikna með sömu heildarsókn árið 1967 og 1966.
Kemur í ljós að meðalsókn mundi aukast mikið
(sjá slitnu línurnar á mynd 1). Má þá gera ráð
fyrir, að stofninn gæfi af sér ár hvert um 195
smálestir í Arnarfirði og aðeins um 447 smá-
lestir í ísafjarðardjúpi. Þetta sýnir ekki heild-
araflann árið 1967, heldur þann heildarafla, sem
fæst með óbreyttri meðalsókn í a. m. k. 3 ár. Sé
reiknað með sömu heildarsókn árið 1968 og
1966 og 1967, mundi meðalsóknin enn aukast
upp í 2700 togtíma í Arnarfirði og upp í 11385
togtíma í Isafjarðardjúpi. Við slíka meðalsókn
mundi stofninn í Arnarfirði gefa af sér 186 smá-
lestir á ári, en stofninn í Isafirði ekkert sam-
kvæmt kenningunni. Líklegra er þó, að hann
gæfi af sér eitthvað svipað og fæst á gömlu
veiðisvæðunum við Noreg eða um 10 kg af
rækju á dag á bát.
Ef litið er til baka á friðunaraðgerðir í rækju-
veiðum í Isafjarðardjúpi eftir veiðileysið vorið
1962, kemur í ljós, að meðalsóknin 1962 og árið
1963 hefur verið alltof mikil. Má telja líklegt,
að betri árangur hefði náðst með því að viðhafa
enn strangari friðun árið 1962.
Augljóst er af framanrituðu, að sóknin í
rækjustofninn verður að minnka bæði í Arnar-
firði og ísafjarðardjúpi til þess að fá þann há-
markasafla, sem stofninn getur gefið af sér á
hvorum stað. Er ástandið einkum alvarlegt í
Isafjarðardjúpi vegna hinnar miklu fjölgunar á
rækjubátmn.
Til þess að halda óbreyttum hámarksafla
(maximum sustainable yield) ár eftir ár er eink-
um þrennt, sem unnt er að gera:
1) Meðalsókn ár hvert ætti að vera sú, sem
gefur óbreyttan hámarksafla.
2) Takmarka ætti enn meir sóknina bæði í
Arnarfirði og Isafjarðardjúpi og það sem
fyrst.
3) Lokun svæða, þar sem rækja er sérlega smá.
Auk þessa þarf að reyna að auka hámarks-
aflann. Eftirfarandi aðferðir koma hér til
greina:
1) Útreikningar til að finna æskilegasta
meðalstærð og meðalaldur rækju.
2) Rannsóknir á flokkun lifandi rækju.
3) Möskvastærðartilraunir.
Um þessar tilraunir er það að segja, að síðustu
2 aðferðirnar eru nátengdar þeirri fyrstu. Því
miður mun reynast örðugt að reikna út æski-
legasta meðalstærð og meðalaldur, þareð ald-
ursgreining er ekki mjög nákvæm.
Leturhumar
Leturhumarveiðar hófust hér rétt eftir 1950,