Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 67
TlMARIT VFl 1967
65
Hafa ber í huga, að kæling á fiski gengur mun
hraðar í heitu lofti en köldu, þar eð við slík
skilyrði bráðnar ísinn örar og varmaleiðsla úr
fiski í kalt bræðsluvatn, sem rennur niður eftir
fiskinum, er mjög mikil, mun meiri en varma-
leiðslan úr fiski í ís.
Kæliútbúnaður með kælipípum í lofti og veggj-
um nær ekki að stöðva varmaleiðslu að utan, t.d.
gegnum súð, botn og lestarþil í fisklest, og hefir
þannig lítil áhrif á ísbræðslu, sem stafar af þeim
varma. Slíkur kæhútbúnaður hefir auk þess lítil
áhrif á hitann í fiski í stíu eða lest, þar eð áhrifa
kælipípanna gætir mjög skammt inn í fiskhrúg-
una.
Til þess að ná verulegri kælingu þarf kæli-
vökvinn í pípunum að vera mjög kaldur. Veldur
þetta því, að lofthitinn verður ójafn og hætta
verður á því, að efstu fiskarnir frjósi og þiðni
á víxl.
Regluleg afhríming á pípum er nauðsynleg.
Vinnuskilyrði í lest eða móttöku, þar sem vatn
drýpur niður af kælipípum, eru slæm og illa
þokkuð.
Kápukœling
Til þess að nýta kosti hjálparkælingar, en bæta
jafnframt úr göllum hennar, hefir svokölluð
kápukæhng verið tekin upp, og eru heimildir
fyrir slíkum útbúnaði m.a. í Kanada (6), Hollandi
Mynd 2. Kápukæld fisklest. (Myndin er tekin úr bók-
inni Fish Handling and Processing, (7)).
Fijr. 2. Jacheted fish hóld. (Photo from Fish Handling
and Processing, (7).
(7), Bretlandi og víðar. Slíkur útbúnaður er dýr
og rúmfrekur og hefur ekki náð almennri út-
breiðslu. Kældu lofti er þá blásið milli útveggja
og fiskgeymslu. (Sjá mynd 2).
Einangrun
Æskilegt er, að allir útveggir fisklestar og fisk-
móttöku séu einangraðir. Það minnkar hættuna
á því, að fiskur, sem liggur næst útvegg, verði
íslaus og skemmist fyrr en eðlilegt er. Einangr-
un er óhjákvæmileg í skipum, sem sigla í heit-
um sjó, en jafnvel við Islandsstrendur er sjór
oft of heitur til þess að hægt sé að komast af
með berar málmplötur milli ísfisks og sjávar. Is-
inn bráðnar hratt niður.
Á síðustu árum eða áratugum hafa opnast
nýir möguleikar til einangrunar á skipslestum
með auknum framförum í framleiðslu ýmissa
plastefna. Meðal nýrra efna, sem reynzt hafa
vel, er freonblásið polyurethan.
KlϚning veggja og skipslestar
íslenzkir fiskibátar, sem stunda síldveiðar
hluta ársins en þorskveiðar hinn hluta, þurfa
að hafa mjög vandaða klæðningu innan á lest.
Tré, sem algengast var fyrir nokkrum árum eða
áratugum, hefir marga kosti, en ókosturinn er,
hversu erfitt er að halda því hreinu. Óhrein
stíuborð og lestarklæðning eru gróðrarstía fyrir
gerla. Þó má vera, ef tekst að mála eða húða
tré með varanlegum efnum, að það eigi eftir að
þjóna enn sem klæðning.
Málmklæddar lestar, einkum ái, eru nú orðnar
algengar. Vanda þarf sérstaklega til málmblönd-
unar, hún verður að vera koparlaus og þola sjó
og seltu. Vanda þarf til uppsetningar vegna
hættu á galvaniskum straumum og tæringu
málma af þeim sökum. Þar sem ólíkir málmar
koma saman, verður að ganga svo frá, að raf-
straumar geti ekki myndazt.
Eitt vandamál, sem upp hefir komið í íslenzk-
um skipum með málmklæddar, einangraðar, lest-
ar, er að síldarlýsi og blóðvatn hefir gengið inn
í einangrunina. Álagið á klæðninguna í lest í
síldarskipi er mjög mikið og hætta á að einangr-
unin stórskemmist, ef blóðvatn og lýsi nær að
komast inn í einangrun. Samskeyti í álklæðningu
í skipum hafa ekki reynzt nógu þétt.
Plastefni, styrkt með glermottu (trefjaplast),
hafa á síðustu árum verið reynd, m.a. í Bretlandi
(7), en þar er talað um, að erfitt sé með hæfi-
legum kostnaði að ná nægilegum styrkleika og
mótstöðu gegn rispi og höggum. Nokkrir íslenzk-
ir fiskibátar hafa verið útbúnir með plastklæðn-
ingu í lest. Þeirra á meðal er m.b. Amarnes frá
Hafnarfirði, GK 52, sem hefir nú nokkurra ára
reynslu af plastklæðningu. Nokkrir fleiri bátar
em með plastefni í lestarklæðningu, þeirra á með-
al m.b. Búðarklettur og m.b. Fróðaklettur frá
Hafnarfirði, m.b. Héðinn frá Húsavík o.fl. Reynsl-
an af Arnarnesinu er góð, sömuleiðis hefir klæðn-
ingin reynzt vel í sumum hinna bátanna, en í
öðrum tilfellum hefir blóðvatn og lýsi komizt í
gegn og spillt klæðningunni.
Það hefir farið í vöxt síðustu mánuðina, að
ný íslenzk fiskiskip hafi enga lestarklæðningu.