Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 53
TÍMARIT VFl 1967
51
stóð til 7. marz það ár, en hófst aftur 1. nóvemb-
er um haustið og stóð þá fram til 5. marz 1948.
Þennan vetur fara fram mestu síldarflutningar,
sem átt hafa sér stað hér á landi til þessa. Eru
þá fluttar til Siglufjarðar um 970.000 mál ) eða
um 92% af aflanum. Verð fyrir síld þennan vet-
ur var 32,00 kr. pr. mál*), ef landað var beint
í skip, en 50 aurar voru dregnir frá, ef um akst-
ur var að ræða, og ef síldinni var ekið í geymslu-
bing, var verðið 25,00 kr. Flutningsgjald var
hins vegar tekið 15 og 20 kr. fyrir málið*) (6).
Hvalfjarðarsíldin veiddist aðeins í tvö ár, og
þegar hana þraut, féllu flutningar niður, þar til
árið 1960, að þeir voru teknir upp á ný og þá
á síld, sem flutt var frá Austfjörðum til Norður-
landshafna (7). Þetta sumar taka Hjalteyri og
Krossanes tvö skip á leigu til flutninga frá Seyð-
isfirði til Eyjafjarðarhafna og voru flutt alls
14.811 mál. Næsta sumar flytja Síldarverksmiðj-
ur ríkisins 32.000 mál til Sigluf jarðar, en Hjalt-
eyri og Krossanes flytja 42.000 mál til Eyja-
fjarðarhafna. Þetta sumar eru einnig flutt út
10.000 mál frá Seyðisfirði með norskum skipum,
vegna þess að afli lá undir skemmdum á Aust-
f jörðum.
Árið 1962 var alls umskipað til flútninga á
Seyðisfirði 223.813 málum. Við þetta störfuðu tvö
erlend og tvö innlend flutningaskip, og Kletts-
verksmiðjan flutti með fjórum togurum í 13 ferð-
um 60.966 mál. Sumarið 1963 eru 5 skip til taks
til þessara flutninga. Síldarverksmiðjur ríkisins
tóku þá 2 erlend og 1 innlent skip á leigu, en
Hjalteyri og Krossanes höfðu 2 skip á leigu, þó
voru aðeins flutt til Siglufjarðar 34.525 mál, en
til Hjalteyrar og Krossaness 4.668 mál.
Sumarið 1964 tóku Síldarverksmiðjur ríkisins
1 innlent og 3 erlend skip á leigu, er samtals fluttu
46.082 mál frá Seyðisfirði til Siglufjarðar. Enn
fremur fluttu þá leiguskip norska flotans 49.156
mál sömu leið, og Hjalteyri og Krossanes höfðu á
leigu 1 skip, sem flutti 22.625 mál. Þetta sumar
var gerð fyrsta tilraun til flutninga með tankskipi
og voru flutt 21.000 mál til Bolungavíkur með
m/s Þyrli (8).
Á síldarvertíð 1965 koma alls 11 skip við sögu
flutninganna, þar af voru 5 tankskip en 6 vöru-
flutningaskip. Alls voru flutt 572.047 mál, sem
skiptust niður á eftirfarandi hátt:
1. Frá Seyðisfirði til Siglufjarðar var flutt á
vegum Síldarverksmiðja ríkisins 44.730 mál
í 4 flutningaskipum.
*) 1 heimild er misritað hektólítrar, en á að vera mál.
2. M.s. Gulla flutti þá til Rauðku um 25.000
mál.
3. M.s. Askita flutti til Hjalteyrar 33.600 mál.
1 tankskipum: Pólana til Krossaness 109.000
mál. Laura Terkel til Faxaflóa 34.182 mál.
M.s. Rúbistar til Faxaflóa 48.300 mál. Dag-
stjarnan til Bolungavíkur og ísafjarðar
61.938 mál og m.s. Síldin, sem fór 11 ferðir
að Kletti, 207.400 mál (7).
Á síðastliðnu sumri fóru flutningar nær ein-
göngu fram í tankskipum, m.s. Síldin flutti þá
36.482 tonn til Reykjavíkur, Dagstjarnan flutti
6.395 tonn til Bolungavíkur, Haförninn 16.477
tonn til Siglufjarðar og Síríon 13.504 tonn til
Krossaness. Auk þess voru þá flutt til Hjalteyrar
með m.s. Askitu 4.740 tonn og úr geymi á
Seyðisfirði til Höfðakaupstaðar 1.110 tonn.
Eins og sést á upptalningunni að framan eru
flutningar með tankskipum nýjung, sem hefur
rutt sér mjög ört til rúms. Um ástæður til þess,
að tankskip eru valin til þessara flutninga og
um tækjaval við fyrstu tilraunir hefur áður verið
ið skrifað (9). Uppsetning á tækjum og fyrir-
komulag í skipi var í upphafi gallað, og því mið-
ur hefur það farið svo, að þeir, sem síðar hafa
komið við þessa flutninga, hafa fylgt því for-
dæmi um of og því er langt frá því, að hagkvæm-
asta uppsetning eða hagkvæmustu vinnubrögð
séu fundin.
Síld, sem morar í vatni, hefur flæðieiginleika
vatns, henni verður því auðveldlega dælt, eink-
um ef engar mekaniskar fyrirstöður eru á leið
hennar. Slíkri dælingu fylgir hverfandi efnistap
meðan síldin er ný, en öðru máli gegnir, þegar
um staðna síld er að ræða, þá er ekki hægt að
setja vatn í hana, vegna þess að við það leysast
og þyrlast upp í þessu vatni verðmæt efni úr
síldinni og glatast. Staðinni síld verður því að
dæla, án þess að vatn sé sett í hana, ef góður
árangur á að nást. Við þetta margfaldast örðug-
leikarnir. Flæðieiginleikar síldar eru mjög mis-
jafnir og fara eftir ýmsu t.d. legutíma, árstíma,
fitumagni o. s. frv. Við legu minnka flæðieigin-
leikar síldar oft það mikið, að ekki er hægt að
dæla henni, nema með tilsetningu á efni, sem
breytir þeim. En með því, að vatn kemur ekki
til greina, er varla um annað að ræða en loft.
Þar sem eðlisþyngdarmunur á lofti og síld er
mikill, er það vandkvæðum bundið að blanda
efnunum saman í aðrennslispípunum, og um jafna
og öra dælingu á síld með þessum hætti verður
varla að ræða, nema með nákæmri dreifingu á
loftinu. Þetta ætti þó að vera tiltölulega auð-
velt að gera, en upplýsingar, sem nást með reynslu