Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 202
200
TlMARIT VFl 1967
TAFLA 14
Efnahlutföll í ísl. fiskmjölstegundum (55)
Typicál anályses for the major components of Icelandic fish meáls
Síldarmjöl Berring meál Síldar- úrgangsmjöl Herring offál meál Karfamjöl Redfish meál Loðnumjöl Oapelin meál Þorskmjöl White fish meál
Próteln Protein Nx6£5 72% 63% 60% 67% 65%
Flta Fat, ether extr 9% 12% 9% 12% 3%
Salt NaOl 1% 1% 1% 2% 2%
Vatn Water 8% 8% 8% 8% 8%
Stelnefnl Mineráls 10% 16% 22% 11% 22%
100% 100% 100% 100% 100%
inu frá þurrkurunum, áður en því er hleypt út
í andrúmsloftið. Kostnaður við lykteyðinguna er
mjög mikill.
Nýtingartölur. Mynd 13 gefur fræðilegt yfirlit
mn úrvinnslu meðalfeitrar, íslenzkrar sumarsíld-
ar í velbúinni verksmiðju. Tölumar sýna skipt-
ingu hráefnisins á ýmsum framleiðslustigum mið-
að við gjömýtingu þess. Þannig sýnir myndin, að
úr 1.000 kg af 19% feitri síld fengjust við gjör-
nýtingu um 220 kg af mjöli með ca. 8% vatns-
innihaldi og ca. 8% fituinnihaldi og 172 kg af
unnu lýsi. Hins vegar em nýtingartölur í verk-
smiðjum okkar nokkm lægri sökum efnistapa í
vinnslunni og nokkurs sjávar í innvegixmi síld.
Við verðákvörðun á bræðslusíld 1966 var verðið
miðað við, að mjölefnanýting verksmiðjanna væri
að meðaltali 20,0%.
Eldsneyti. Við síldarbræðslu, eins og henni hef-
ir verið lýst hér að framan, em notuð um 60
—65 kg af brennsluolíu á hvert tonn síldar, þeg-
ar soðið er eimt í sérstökum soðeimingartækj-
um og soðkjaminn þurrkaður með pressukökunni,
en 80—85 kg, þegar soðið er allt eimt í þurrk-
urunum.
Rafmagnsnotkun síldarverksmiðjanna er um
15—20 kwst. á hvert tonn síldar, sem brætt er.
Efnahlutföll í fiskmjöli og bollýsi
í töflu 14, sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins hefir tekið saman, er yfirlit um efnahlutföll
þeirra fiskmjölstegunda, sem hér eru framleidd-
ar. Síldarmjölið er próteínauðugasta mjölið, enda
í hæsta verðflokki.
Bollýsi fer eins og áður segir að langmestu
leyti til framleiðslu á smjörlíki og steikarfeiti.
Efnasamsetning lýsins er margbrotin og verður
ekki rakin hér. Til þess að lýsið sé markaðs-
hæf vara, verður innihald þess af vatni og ó-
hreinindum að vera sem minnst eða undir 1%,
innihald af óbundnum sýrum undir 4% og lýsið
sem tærast. Lýsinu er breytt úr fljótandi í fast
form við svonefnda herzlu, en mælikvarði á
herzlueiginleika lýsisins er joðtala þess. Því hærri
sem joðtalan er, þeim mun kostnaðarsamari verð-
ur herzlan. Islenzkt síldarlýsi hefir joðtölu
(Hanus) 125—145, en hert lýsi um 55—60 (56).
Til samanburðar má geta þess, að joðtala ansjó-
vetulýsis er um 170, menhadenlýsis 150—190
og sardínulýsis 172—203 (11).
Sem fylgiskjöl eru yfirlit um efnasamsetn-
ingu nokkurra fiskmjölstegunda, tekin úr skýrslu
Alþjóðafélags fiskmjölsframleiðenda um notkun
fiskmjöls við fóðrun kjúklinga (57).
Lokaorð
Hér að framan hefir verið leitazt við að gera
grein fyrir fiskmjöls- og bollýsisiðnaðinum eins
og hann hefir þróazt í aðalatriðum, en lítið bolla-
lagt um framtíðarhorfur. örar tæknibreytingar
eru einkenni okkar tíma á mörgum sviðum, og
sjálfvirkni ryður sér til rúms. Fiskmjöls- og bol-
lýsisframleiðsla flokkast undir kemisk-tekniskan
iðnað, en flestar greinar hans eru háþróaðar eins
og kunnugt er. Þessi iðnaður er þó fremur frum-
stæður, og grundvallarbreytingar hafa ekki orð-
ið í nær hálfa öld, þótt hráefnið, sem unnið er
úr, sé með mikilvægustu næringarefnum, sem
finnast í náttúrunnar ríki. Fiskmjölið fer nær
eingöngu í fóðurblöndur handa búpeningi í vel-
ferðarríkjunum og hefir þrengri markað en eðli-
legt verður að teljast. Það hlýtur að verða mikil-
vægur áfangi í þessum iðnaði, ef það tækist að
framleiða manneldismjöl úr síldiimi okkar eða
loðmmni á viðráðanlegu verði og finna því mark-
að.
Við Islendingar erum mjög miklir próteín-