Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 189
TlMARIT VFl 1967
187
Vinnsluaðferðir
Hráefnið til fiskmjölsframleiðslu skiptist eins
og áður segir í feitt og magurt. Sé um magurt
hráefni að ræða (fituinnihald undir 3%), þá
er hægt að velja um tvær aðferðir:
1) Bræðsluaðferðina eins og henni er beitt við
feitfiskvinnslu og lýst verður í kaflanum um
síldarvinnslu og 2) beinu þurrkimaraðferðina, en
henni er lýst í kaflanum um þorskmjölsfram-
leiðslu.
Við feitfiskvinnslu koma einkum eftirtaldar
aðferðir til greina:
1) Bræðsluaðferðin, en nær allt fiskmjöl, unn-
ið úr feitum fiski, er framleitt með þeirri að-
ferð. 2) De-Laval-centrifish-aðferðin, sem frá-
brugðin er bræðsluaðferðinni að því leyti, að
hráefnið er soðið óbeint í hverfikatli, soðna
maukið síðan skilið í mjölskilvindu (sludge cent-
rifuge) og mjölefnin þurrkuð óbcint í olíukynt-
um reykgasþurrkara, þar sem eimnum frá sjóðar-
anum og þurrkaranum er blandað í brennsluloft-
ið til lykteyðingar (17). 3) Vakúmþurrkun hrá-
efnisins í gufukápuþurrkara með eftirfarandi út-
pressun fitunnar í vökvapressum (18). 4) Vak-
úmþurrkun hráefnisins í olíubaði með eftirfar-
andi útpressun fitunnar (18) eða útdrætti með
upplausnarefnum (solvent extraction, Nygaards
aðferðin (19)). 5) Azeotrópisk eiming (20) á
vatninu úr hráefninu blautu með einu eða fleir-
um upplausnarefnum (18).
Hér verður ekki fjölyrt um aðrar framleiðslu-
aðferðir en bræðsluaðferðina, enda er hinum ekki
beitt, svo að teljandi sé, við fiskmjöls- og lýsis-
framleiðslu, en geta má þess, að útdráttur með
upplausnarefnum er sú aðferð, sem Bandaríkja-
menn telja nú vænlegasta til framleiðslu á mann-
eldismjöli úr fiski, og er upplausnarefnið, sem
þeir hyggjast nota, azeotrópiskt ísóprópylalkó-
hól (21).
Þá má og í þessu sambandi minna á athyglis-
verðar rannsóknir Páls Ólafssonar, efnafræðings,
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins 1948—1950, en
hann hefir m. a. sýnt fram á, að nota megi azeo-
trópisku upplausnarefnin sem geymsluefni (rot-
varnarefni) fyrir síld (22), (23).
Þáttur íslands í framleiðslu fiskmjöls
og bollýsis
Það er alkunn staðreynd, að sjávarafli er ein
helzta auðsuppspretta okkar Islendinga. Árið
1965 fór fiskafli okkar í fyrsta skipti yfir eina
milljón tonna, varð tæp 1.200 þúsund tonn, og
vorum við þá 10. mesta fiskveiðiþjóðin, en í
sjálfum síldveiðunum í Atlantshafi voru það
Norðmenn einir, sem skákuðu okkur.
Tafla 9 sýnir í fyrsta dálki heildarfiskafla okk-
ar Islendinga frá 1911—1966, reiknaðan í árleg-
um meðalafla á hverjum 5 árum. Annar dálkur
greinir síldaraflann sérstaklega og 3. dálkurinn
þann hluta síldaraflans, sem farið hefir til
bræðslu, eins langt aftur og sæmilega öruggar
skýrslur ná, eða til ársins 1926. Tölurnar sýna, að
það er um þróun síldveiða að ræða hér á landi
allt frá því 1911 og fram til ársins 1945. Þá
verður rúmlega áratugs aflatregða á síldveiðum,
nema á Faxaflóasvæðinu veturna 1946—1947 og
1947—1948.
TAFLA 9
Fiskaflinn 1911—1966 í þús. tonnum, meðaltal
á ári (24), (25), (26)
Fish catches 1911—1966 in thousand metric tons,
annual average
Heildarafli Total catch of fishes Síldarafli Catch of herring Bræðslusíld Herring for reduc- tion
1911—1915 90 6
1916—1920 190 12
1921—1925 206 22
1926—1930 326 64 47
1931—1935 357 79 56
1936—1940 348 172 152
1941—1945 420 142 130
1946—1950 448 126 99
1951—1955 450 58 24
1956—1960 604 129 79
1961—1965 900 501 397
1961 710 326 226
1962 833 478 361
1963 785 395 275
1964 973 544 460
1965 1.199 763 665
1966 1.238 770 um 670
Aukin þekking á síldargöngum og ný veiði-
tækni hafa stuðlað að síauknum síldarafla síðasta
áratuginn. Síðustu tvö árin hefir síldarafli verið
4—5 sinnum meiri en árlegur meðalafli á nokkru
5 ára tímabili fyrir 1960.
Oft heyrast fullyrðingar um það, að sjávar-
afli sé býsna stopull og sjósókn því völt undir-
staða þjóðarbúskaparins. Ég minntist á afla-