Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 218
216
TlMARIT VFI 1967
mannaeyjum, en í þess stað var hann skilinn
með heitum sjó í N.S. 70 Titan skilvindum. Grút-
urinn var búinn undir skilnað á sama hátt og
áður undir pressun. Skilvindutöpin voru til muna
minni með þessari aðferð en áður hafði gerzt,
þegar skilinn var grútur. Þegar bezt lét, námu
þau ekki nema 3% af lýsinu í lifrinni. Þessi
vinnsluaðferð var í notkun í Vestmannaeyjum
fram yfir 1960.
De Laval bræðslutækin hafa ekki verið reynd
á Islandi, en kunnugt er, að þau eru víða í notk-
un erlendis, einkum í verksmiðjuskipum.
Framleiðandi De Laval tækjanna heldur því
fram, að með þeim náist 90%-—98% af lýsinu
úr lifrinni, og mun hærri talan vera miðuð við
feita þorskalifur. Þar sem lifrin er ekki þynnt
eins mikið með vatni og gert er með Titan-að-
ferðinni, eru meiri möguleikar á því að nýta
vefjarefni lifrarinnar með þessari aðferð.
Islenzk brœðslutœkni
Bræðslutæknin, sem notuð var á Islandi fram-
undir 1930, var að langsamlega mestu leyti af
norskum uppruna, en upp úr því tóku Islend-
ingar sjálfir að gerast virkir þátttakendur í þró-
un þessara mála.
Þegar hefir verið minnzt á tækjaframleiðslu
Vélsmiðjunnar Héðins og framleiðsluhætti hjá
Lifrarsamlagi Vestmannaeyja. Vorið 1936 var
byrjað að lútsjóða karfalifur í stórum stíl á Sól-
bakka og þorskalifrargrút í Keflavík ári seinna.
Þótt lútsuðan sé erlend að uppruna, hefir hún
tekið svo miklum stakkaskiptum í meðförum á
Islandi, að telja má hana innlenda bræðsluað-
ferð. Um hana verður fjallað sérstaklega hér á
eftir, enda er hún sú eftirvinnsluaðferð fyrir
lifrargrút, sem mest er notuð á Islandi. Ekki er
kunnugt, að lútsuða hafi nokkru sinni verið not-
uð við bræðslu þorskalifrar í Noregi.
Árið 1953 var Herði Jónssyni (27) veitt einka-
leyfi á aðferð til framleiðslu á lýsi úr fisklifur.
Sérkenni aðferðarinnar voru meðal annars fólg-
in í því, að hrært var í lifrinni við hitastig, er
var undir hleypihitastigi frumuslímsins (ca.
50C°), þar til hún varð að þunnt fljótandi
suspension, þar sem lifraragnir og frumuslím
flaut í lýsi, sem losnað hafði úr lifrinni.
Sicspensionin var síðan tætt og því næst skilin
í sívirkri skilvindu. Aðferð þessi hefir til skamms
tíma verið í notkun í tveimur lifrarbræðslum á
Islandi.
Árið 1954 hóf fyrirtækið Lýsi h/f að fram-
leiða lifrarmjöl úr þorskalifrargrút með því að
þurrka hann í sogeimara og skilja mjölið síðan
frá lýsinu í síupressu. Allur lifrargrútur, sem
til fellur hjá fyrirtækinu, hefir síðan verið unn-
inn með þessari aðferð. Verða henni gerð sérstök
skil hér á eftir.
Hreinsun á porskálýsi og önnur vinnsla
Á árunum 1908—1910 hóf Brydesverzlun í
Vestmannaeyjum að kaldhreinsa þorskalýsi (19).
Notaður var mjög frumstæður útbúnaður við
þessa framleiðslu, og stóð hún ekki nema tvö'
ár. Síðan var þorskalýsi ekki kaldhreinsað á
Islandi svo vitað sé fyrr en 1933, að Lýsissamlag
ísl. botnvörpunga setti upp fullkomna stöð fyrir
kaldhreinsun. Sama fyrirtæki setti upp herzlu-
stöð árið 1948 og kom á vitaminvinnslu úr
þorskalýsi árið 1954. Frumkvæði að þessum
framkvæmdum átti Ásgeir Þorsteinsson (23).
Eftir að herzlustöðin tók til starfa, hafa að
jafnaði verið hert 500—700 tonn af þorskalýsi á.
ári fyrir innanlandsmarkað.
Lifrarbræðslur og bræðsluaðferðir
á íslandi 1964
Lifrarbrœðslur
Á árinu 1964 voru starfræktar 39 lifrarbræðsl-
ur í verstöðvum á Islandi og 29 í togurum. Fjöldi
bræðslnanna í landi hefir lítið breytzt undanfarin
ár, en togurunum hefir fækkað og sumir þeirra
hafa ekki lengur bræðslu um borð.
Á tímabilinu frá 1944 til 1955 skiptist lýsis-
framleiðslan milli togaranna og landbræðslnanna
þannig, að togararnir framleiddu um það bil
helming af heildinni. Síðan hefir hlutur togaranna
TAFLA4
Lifrarbræðslur í verstöðvum flokkaðar*) eftir
framleiðslumagni
Shorebased liverplants and their oil production
in 1964
Fjöldi brœðslna Number of plants Framleiðslumagn af þorskalýsi 1964 Quantity of cod liver oil produced 1964
2 1500—2000 tonn
1 1000—1500 —
2 500—1000 —
10 100— 500 —
10 50— 100 —
10 10— 50 —
4 0— 10 —
*) Byggt á upplýsingum frá Eggert Ólafssyni, lýsis-
matsmanni.