Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 302
300
TlMARIT VFl 1967
gera hann betri. Ef seld væru 5000 tonn af þess-
ari vöru eða öðrum svipuðum, sem væri væntan-
lega hægt með því að leggja í það fyrstu árin
nokkurn hluta af þeim kostnaði, sem fer í niður-
greiðslurnar, mundi skapast alvarlegur skortur
á osti í landinu og bændur gætu farið að fjölga
kúnum.
Og ennþá eitt, sem að vísu væri ekki nema
að nokkru leyti til eflingar landbúnaði, en gæti
þó vafalaust orðið til nokkurrar viðbótarnotkun-
ar á smjöri. Humarveiðarnar hafa undanfarin ár
verið rösk 3000 tonn á ári. Halarnir, sem við
seljum á erlendum markaði, eru hér um bil %
af þessu magni. Hinu er fleygt í sjóinn, skrokk
og klóm. Ennþá hefir ekki verið talið gerlegt að
ná kjötinu úr klónum, vegna vinnukostnaðar, og
tel ég þó engan veginn ólíklegt að þetta megi tak-
ast með vélum, og þetta þurfum við endilega að
reyna. Mætti þá t.d. hafa hliðsjón af þeirri tækni,
sem undanfarið hefir verið reynd í krabbafram-
leiðslu á austurströnd Bandaríkjanna, svo og af
vélum þeim, sem notaðar eru til að aðgreina kjöt
frá beinum, t.d. af kjúklingahálsum o.s.frv. En
meðan þetta tekst ekki, og er ekki einu sinni
reynt, verður þó ekki um það deilt, að með þess-
um humarklóm erum við að fleygja í sjóinn alveg
gífurlegu magni af hinu Ijúffengasta og ei’tir-
sóttasta „bragði“, sem fiskiðnaður nokkurrar
þjóðar hefir upp á að bjóða. Með ófullkominni
aðgreiningu kjöts og skelja af klónum, eða jafn-
vel með því einu að grófmala þær og sjóða úr
þeim kraftinn, fengjum við efni í hinar lostæt-
ustu humarsósur, sem í hæfilegu sambandi við
þorskflök eða aðrar betri flakategundir gætu
skapað mikið magn af hinum bragðbeztu mat-
vörum. Ég hefi látið prófa þetta hér, og svo virð-
ist að árangurinn gæti orðið ágætur.
Framleiðsla þessara þriggja vörutegunda, sem
ég hefi sérstaklega minnst á hér, er engan vegin
vandasöm og auðvitað koma f jölda margar aðrar
einnig til greina. Salan yrði ef til vill róleg fyrst
í stað, og vörurnar þyrfti að kynna á þann máta,
sem nú dugir í samkeppnismarkaði, en þegar
árangrinum væri náð, mundi enginn sjá eftir því
þótt allmiklu fé hefði verið til þess varið. 1 einu
fyrirtæki í Þýzkalandi, þar sem nú starfa um
110 manns, eru framleiddar röskar 20.000 fryst-
ar máltíðir á dag, og gert er ráð fyrir, að þetta
hækki fljótlega í 50.000 máltíðir. Talið er að 5
manns þurfi til að framleiða jafnmargar mál-
tíðir og 20 manns mundu gera í eldhúsum hótela,
spítala eða verksmiðja, enda vilji slíkar stofn-
anir í vaxandi mæli fá máltíðirnar frystar og
fulltilbúnar.
Nýting lélegs liráefnis
Ég hefi hér vikið að nokkrum möguleikum til
þess að gera verðmætari vöru úr hinu bezta af
fiskinum, þ.e. flökunum, en hvað má þá segja
um aðra hluta hans. Ég ætla ekki að fjölyrða
um lifur og hrogn, enda þótt nokkrir nýir mögu-
leikar kunni að vera þar, t.d. með niðursuðu á
hrognum með betri aðferðum en áður voru not-
aðar, og sem þegar er hafin hér, og niðursuðu
á lifur, sem ef til vill verður fjallað um af öðr-
um. Hins vegar hefi ég oft hugsað til þess, hví-
likt fima magn af gæðavöru fer forgörðum í
þorskhausunum, sem notaðir eru til fiskmjöls-
framleiðslu.
Ég gerði fyrir mörgum árum lauslega athugim
á framleiðslu matvöru úr þorskhausum og á því,
hve mikið af fiski væri í tonninu af þorskhaus-
um eins og þeir gerast á vertíð hér sunnanlands.
Útkoman mun hafa verið um 15%. Ef reiknað
er með, að 60.000 tonn af hausum fari í mjöl-
vinnslu á ári hverju, em þama um 9.000 tonn
af fiski. Ef t.d. helmingurinn væri nýttur til
manneldis eða meirihlutinn af hinum stóru haus-
um af vertíðarþorski, væri ekki lítið á unnið —
ekki sízt ef þessi fiskur væri matreiddur og osta-
og smjörfjöllin væru nýtt um leið.
Spurningin verður þá í fyrsta lagi, hvort hægt
sé að ná þessum fiski á nægilega ódýran hátt,
og í öðru lagi, hvað eigi að gera við hann. Finna
þyrfti vélræna leið til að skilja fiskinn frá bein-
unum. Ég held að þetta sé hægt að verulegu
leyti með því að gufusjóða hausana t.d. á færi-
bandi í gegnum gufukassa, og nota síðan hristi-
síur eða vírnetstromlur og ef til vill fleytingar-
aðferðir (flotation) til að skilja fiskinn frá. 1
því sambandi má minna á aðferðir, sem ég
nefndi áður til að ná krabbakjöti úr skelinni, svo
og vélar, sem notaðar eru til þess að skilja leifar
af kjúklingakjöti frá beinunum. Þetta þyrfti að
prófa, og full ástæða er til að ætla, að eftir
nokkra reynslu, mundi sæmilegur árangur nást.
Vinnslan úr slíkum fiski gæti orðið margvís-
leg. Einna beinast lægi t.d. við að gera úr hon-
um fiskbollur eða fiskkökur, sem mætti steikja,
frysta og selja t.d. í Englandi á góðu verði. Sama
mætti gera við nokkur hundruð tonn af svoköll-
uðum afskurði, sem til verður við snyrtingu fisk-
flaka, oftast með nokkru af smábeinum. Þetta
má auðveldlega mala svo fínt að ekki finnist fyrir
beinunum og gera úr því sérstaka rétti, þar á
meðal fiskkökur eða bollur. Þetta er þegar gert
í Englandi, Ameríku og víðar og þykir gott.
Fiskbollur úr kinnfiski, sem nú fer í mjöl fyrir