Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 285
TlMARIT VPI 1967
283
umræddum aðferðum. 1 því sambandi dettur mér
í hug verðákvörðun á síld til síldarflutninga-
skipa, sem Haraldur Ásgeirsson hefur rætt um
hér á undan. Hvernig væri það að hugsa sér
markað á síld úti á miðunum, ef síldveiðiskip
á völ á því að losa síldina í síldarflutningaskip
ellegar að öðrum kosti að sigla með hana til
lands? 1 þessu tilfelli á skipstjórinn e.t.v. kost
á því að koma síldinni í söltun á háu verði, en
tapar þess í stað veiðitíma og þar með veiði-
möguleikum, sem gætu gefið margfaldan þann
mismun, sem er á verði söltunarsíldar og síldar
landaðri í flutningaskip.
Helgi Sigvaldason:
Ég vil þakka þeim, sem hafa tekið hérna til
máls, fyrir ágætar upplýsingar, sem við höfum
fengið um „operations research“ og hugsanlega
notkun þess. Mig langaði til þess að segja aðeins
örfá orð, sérstaklega viðvíkjandi því, sem Sveinn
Benediktsson minntist á, að rafreiknir gæti ekki
sagt okkur fyrir, hvenær yrði ís við Grænland
eða þess háttar. Það vitum við ósköp vel. En
við getum með hjálp rafreiknis gert statistiska
greiningu á slíku, hafstraumum og veðurfari, og
við getum undirbúið rafreikninn, hvernig eigi að
bregðast við ýmsum aðstæðum, hvort sem það
eru veðurfarsaðstæður eða síldargöngurnar.
Enn fremur kemur fram við notkun á svona
líkani, að líkanið er nákvæmlega þess virði, sem
er byggt inn í það. Ef það er hægt að byggja
inn í það þá stjórnvizku, sem menn hafa notað,
menn eins og Sveinn Benediktsson t.d. og margir
aðrir, þá getur það á fljótari tíma unnið úr þeim
upplýsingum, sem fyrir hendi eru hverju sinni,
heldur en hægt er fyrir mannlegan heila, en þó
því aðeins, að það sé búið að sjá þessar aðstæð-
ur fyrirfram. Rafreiknirinn gerir ekkert, nema
við séum búnir að segja honum nákvæmlega
fyrir fyrirfram, hvað hann eigi að gera. Tökum
t.d. þær aðstæður, að það sé síldarbátur úti á
miðunum, sem er búinn að fá veiði. Þá getur
það þurft talsverðar hugleiðingar, hvernig sé
heppilegast fyrir hann að velja sér höfn. Það er
margt, sem kemur þar til greina, eins og t.d. að
það er mismunandi langur siglingatími á hafn-
irnar, og það er dauður tími, sem fer í sigling-
una. Það geta verið komnar biðraðir við sumar
hafnir, það geta verið skip á leiðinni á þessar
hafnir, sem verða þá á undan. Sömuleiðis skiptir
máli, hvernig hægt er að nýta aflann. Ef við
erum búnir að setja allar þessar forsendur inn
í forskrift, þá getur rafreiknir á örstuttum tíma
fundið lausnina. Það er ekki önnur lausn, heldur
en maður hefði gert, ef hann hefði haft nægan
tíma. Við uppbyggingu svona kerfis er sömuleiðis
reynt að greina, hvaða atriði skipta máli, og þá
um leið hefur þetta mikil áhrif á söfnun upp-
lýsinganna. Og það þvingar menn — rafreiknir-
inn þvingar menn — til þess að gera sér grein
fyrir þeim þáttum, sem skipta máh. Ég held,
að í sambandi við uppsetningu á svona rekstr-
arlíkani, að þá sé kannski það, sem mestu máli
skiptir, að sett sé fram í stærðareiningum,
hvernig hinir ýmsu þættir síldariðnaðarins hafa
áhrif hver á annan, og að sú þekking og reynsla,
sem er fyrir hendi, bæði hjá útvegsmönnum og
skipstjórum, sé sett niður í fastmótað kerfi.
Sveinn Benediktsson:
Góðir fundarmenn. Ég vildi í framhaldi af
því, sem ég sagði áðan, undirstrika það, að ég
hef trú á því, að þetta geti orðið að einhverju
gagni, þegar búið er að undirbúa það nógu
vendilega, en það veltur allt á grundvellinum.
En grundvöllurinn er svo vandfundinn, að það
er að minu viti meira verk en eins eða tveggja
manna í nokkra mánuði, manna sem líka hafa
öðrum störfum að sinna, að finna þann grund-
völl, sem ætti að gefa eitthvað vit í útkomuna.
Og um leið vil ég styðja að því með áfram-
haldandi f járframlögum að það sé reynt. Ég hef
víst tekið þátt í því að greiða meira til þessa
fyrirtækis fyrir hönd stofnana, þar sem ég
hef verið í stjóm, heldur en kannski nokkur
annar. En ég vil undirstrika það, að menn mega
ekki fá oftrú á þessu á því stigi, þegar þetta er
varla orðið til. Þó að verið sé að reyna að móta
kerfið og það kunni að vera svo og svo mikið
vit í því kerfi, þá þarf kerfið að fá óteljandi
smáatriði, sem verður að stilla upp á réttan
hátt, til þess að útkoman geti orðið með ein-
hverju viti. Ég bendi t.d. á þetta dæmi, sem
síðasti ræðumaður, sem flutti hér skynsamlega
ræðu, nefndi, að róbotinn eigi að svara því, hvar
skipið á að koma að landi. En það em svo ótal
mörg atriði, sem koma þar til greina, sem hann
getur ekki gefið rétt svar við. Það er t.d., hvað
eru það mörg skip önnur, sem koma í opna
skjöldu og margir aðrir, sem taka ákvörðun um
að gera þetta sama og hann og eru kannski miklu
nær og geta verið komnir á undan honum til
hafnar og eyðilagt alveg þá möguleika, sem
voru fyrir hendi á því augnabliki, sem róbotinn
var stilltur til þess að gefa svar, og sem kannski
var eftir atvikum rétt, þegar það var gefið. En
lífið er nú svo, að það breytist óðfluga, og það
er ekki nema mannlegur heili, sem er sístarfandi,