Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 28
26
TlMARIT VPl 1967
Meira máli en þau einstöku dæmi, sem hér
hafa verið nefnd, skipta þó grundvallaratriði
eins og ákvörðun gengisskráningar og tolla.
Yfirleitt má telja, að gengisskráning hafi verið
ákveðin þannig hér á landi, að hún hafi verið
meginútflutningsgreinunum í óhagstæðara lagi.
Öðrum atvinnugreinum, sem lakari aðstöðu
hafa en þessar greinar og myndu því að öðru
óbreyttu hafa átt mjög örðugt uppdráttar við
ríkjandi gengisskráningu, hefur verið bætt þetta
upp með tolivernd og löngum einnig með inn-
flutningshöftum. Aðstöðumunur milli atvinnu-
greina hefur þannig verið jafnaður og um leið
hafa tekjur verið jafnaðar. Sá sérstaki ágóði,
sem fiskveiðar og frumvinnsla afla hafa vegna
aðstöðu sinnar til hagnýtingar náttúruauðlinda,
hefur með þessu móti verið skattlagður eða
þjóðnýttur.
Það skiptir miklu máli í sambandi við um-
ræðuefni þessarar ráðstefnu, hvaða aðferðum
hefur verið beitt til þess að ná þessari jöfnun
aðstöðumunar og stuðla að meiri fjölbreytni
efnahagslífsins. Beinasta aðferðin hefði verið að
leggja sérstakt gjald á þær atvinnugreinar, sem
hafa sérstaka aðstöðu til að hagnýta fiskimiðin
í kringum landið, á hliðstæðan hátt og víða um
heim eru greidd sérstök gjöld fyrir hagnýtingu
olíulinda eða náma. Tekjur af þessu gjaldi
hefðu þá gengið til hins opinbera og að ein-
hverju leyti komið í stað tekna, sem nú er afl-
að af innflutningstollum. Þessi leið myndi hafa
haft þann mikla kost í för með sér, að hún
hefði ekki gert einstökum atvinnugreinum mis-
hátt undir höfði umfram þá jöfnun aðstöðu-
munar á milli fiskveiða og frumvinnslu afla
annars vegar og annarra atvinnugreina hins
vegar, sem er sjálfur tilgangur hennar. Þar að
auki myndi þessi tilgangur hafa komið skýrt
í ljós, og þá um leið skapazt góður grundvöllur
til ljósrar og skynsamlegrar stefnumörkunar á
hverjum tíma. En einmitt þetta er jafnframt
höfuðgalli þessarar leiðar. Sjávarútvegurinn
hefði sjálfsagt aldrei sætt sig við beinar aðgerðir
af þessu tagi og enginn stjórnmálaflokkur
myndi nokkurn tíma hafa viljað standa að
framkvæmd þeirra. En sjávarútvegurinn hefur
hins vegar sætt sig við óbeinar aðgerðir, sem
ekki hafa í reynd verið hagstæðari en beinar
aðgerðir hefðu verið, og að slíkum aðgerðum
hafa stjómmálaflokkar treyst sér til að standa,
af því að á ytra borði hefur litið svo út, að
verið væri að gera einhverjum gott, án þess að
taka neitt frá öðrum.
Hin raunverulega framkvæmd stefnunnar með
háu gengi, háum tollum og innflutningshöftum
hefur á hinn bóginn haft mikil áhrif á þróun
atvinnulífsins í landinu, og þar á meðal á þró-
un sjávarútvegsins sjálfs. Þessi framkvæmd
hefur falið í sér handahóf en ekki reglu, hún
hefur hlúð að sumum atvinnugreinum en íþyngt
öðrum, án þess að þetta væri í raun og veru
með ráði gert. Svo hefur á stundum þeim at-
vinnuvegum, sem hlúð var að með tollum og
innflutningshöftum, verið íþyngt með ströngu
verðlagseftirliti og sérstakri íhaldssemi á láns-
fé, og það réttlætt með þeim hag, sem þeir hefðu
af tollvemdinni. Afleiðing þessarar framkvæmd-
ar stefnunnar hefur verið sú, að þær iðngreinar,
sem nátengdastar eru sjávarútveginum, en ekki
njóta fjarlægðarverndar eins og veiðarfæragerð
og skipasmíðar, hafa átt hér mjög örðugt upp-
dráttar. En þetta eru einmitt þær iðngreinar,
sem einna bezta aðstöðu ættu að öðru jöfnu að
hafa hér á landi.
Þróun íslenzks iðnaðar yfirleitt er að sjálf-
sögðu utan umræðuefnis þessarar ráðstefnu.
Þau áhrif, sem ríkjandi stefna hefur haft á
þróun sjávarútvegsins sjálfs, skipta hins vegar
einnig miklu máli. 1 stuttu máli má segja, að
síðari vinnslustig í sjávarútvegi, sem ekki njóta
hinnar sérstöku aðstöðu fiskveiða og frum-
vinnslu, hafi orðið að búa við gengisskráningu,
sem miðuð hafi verið við þessa sérstöku aðstöðu,
án þess að fá þetta bætt upp með öðrum ráð-
stöfunum, er jafngiltu tollvernd. Til viðbótar við
þetta hefur svo framleiðslukostnaður þessara
fullvinnslugreina beint og óbeint orðið hærri en
ella hefði verið vegna þeirrar tollverndarstefnu,
sem almennt hefur verið ríkjandi í landinu. Úr
því mun að sjálfsögðu aldrei fást skorið, hver
þróun fullvinnslugreina í sjávarútvegi hefði get-
að orðið hér á landi, ef ekki hefðu komið til
örðugleikar af því tagi, sem ég hefi lýst hér að
framan, en aðstaða þeirra hefði verið ærið örðug
hvort eð var. Hitt er aftur á móti augljóst, að
breyting á þessari aðstöðu fullvinnslugreinanna
er frumskilyrði þess að fá úr því skorið, að hvaða
leyti þær eigi sér eðlilegan starfsgrundvöll hér
á landi.
Þau gildu rök, sem fyrir því eru, að láta
fiskveiðar og frumvinnslu aflans ekki njóta sér-
stöðu sinnar að fullu og ráða að öllu leyti ferð-
inni í þróun atvinnumála, eru þau fyrst og
fremst, að heildarstærð fiskstofnanna er tak-
mörkuð, og stærð þeirra og hegðun þar að auki
breytileg frá ári til árs. Enda þótt það fjár-
magn og vinnuafl, sem í þessum atvinnugrein-
um starfaði, gæfi mikið í aðra hönd, hefur sú