Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 236
234
TlMAR.IT VFl 1967
----------ö-------
NÝTING LÝSIS
Geir Arnesen, efnaverkfræðingur
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Fita, sem unnin er úr búk og lifur fisks og
annarra sjávardýra, er oftast nefnd einu nafni
lýsi (búk- og lifrarlýsi) og er hún að efnabygg-
ingu allfrábrugðin bæði fitu landdýra og fitu úr
jurtaríkinu.
Lýsisframleiðsla (töflur)
1. Heimsframleiðslumagn af feitmeti.
2. Heimsframleiðslumagn af sjávardýrafitu.
3. Heildarframleiðslumagn Islendinga af sjáv-
ardýrafitu.
4. Heildarframleiðslumagn íslendinga af sjáv-
ardýrafitu sem hundraðshluti af heims-
framleiðslumagni af sjávardýrafitu.
TAFLA 1
Heimsframleiðslumagn af feitmeti
í 1000 tonnum
World production of fats and oils
in 1000 metric tons
1962 1963 1964 1965
Tonn, tons 34365 34315 36025 36635
(World oils and fats statistics 1968/1966)
TAFLA2
Heimsframleiðslumagn af sjávardýrafitu
í 1000 tonnum
World production of marine oils
in 1000 metric tons
1961 1962 1963 1964 1965
Hvallýsl Whaie oil 388 354 267 227 195
Fiskbúklýsi Fish oil 559 631 578 676 777
Fisklifrarlýsi Fish liver oil 66 58 66 66 70
Alls, total 1013 1043 911 969 1042
(Ársskýrsla Félags íslenzkra fiskmjölsframleiðenda 1965)
TAFLA 3
Heildarframleiðslumagn Islendinga
af sjávardýrafitu
í 1000 tonnum
lcelandic production of marine oils
in 1000 metric tons
1961 1962 1963 1964 1965
Hvallýsi Whale oil 1,0 2,1 2,0 1,8 2,2
Fiskbúklýsi Fish oil 39,3 60,8 47,2 80,7 95,7
Fiskiifrarlýsi Fish liver oil 6,9 7,3 7,8 10,3 7,6
Alls, total 47,2 70,2 57,0 92,8 105,5
(Spermlýsi ekki meðtalið) (Sperm oil not included)
TAFLA 4
Hundraðshluti Islendinga af heildarframleiðslu-
magni af sjávardýrafitu
Iceland’s percentage of world production
of marine oils
1961 1962 1963 1964 1965
% 4,7 6,7 6,3 9,6 10,1
Af töflunum sést, að Islendingar eru stórfram-
leiðendur af sjávardýrafitu, en hins vegar er
sjávardýrafitan aðeins óverulegur hluti (2—3%)
af heildarframleiðslumagni feitmetis og hefur
svo verið um langt árabil. Þar sem meðalalýsi
eru gerð skil í öðru erindi mun ég hér einskorða
mig við iðnaðarlýsi, en þó sleppa lýsisherzlu að
mestu, þar sem um þá grein verður einnig fjall-
að í sérstöku erindi.
Þvi miður er það svo, að engin grein fituiðn-
aðarins mun telja lýsi eftirsóknarverðara hrá-
efni en einhverjar aðrar fitutegundir, sem fáan-
legar eru á markaðnum.