Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 194
192
TlMARIT VFl 1967
af hálfþurru efninu frá fyrra þurrkaranum bland-
að í hráefnið, áður en það fer í forþurrkarann.
Það, sem umfram er, fer í seinni þurrkarann og
er fullþurkað þar.
1 þriggja þurrkara kerfunum er fyrsti þurrk-
arinn hafður langminnstur. Hlutverk hans er
það eitt að hita upp efnið og sundra því. Prá
hinum kemur fiskúrgangurinn eins og þykkur
grautur, og er ástand hans tilvalið til að blanda
í hann hálfþurru efni. Seinni þurrkararnir tveir
eru í engu frábrugðnir tveggja þurrkara kerf-
um.
Helzti ókosturinn við það, að hafa ekki nema
einn þurrkara, er fólginn í því, að ekki er ger-
legt að blanda nema litlu magni af slógi í bein-
in. 1 tveggja þurrkara kerfunum er vandalaust
að þurrka einn hluta af slógi á móti tveimur
hlutum af beinum.
Þegar mjölið kemur frá þurrkurunum, fer það
yfir segul, sem nemur burt öll jámstykki, sem
kunna að hafa borizt með hráefninu. Síðan er
mjölið malað í hamrakvömum, sem oftast em
búnar gatasigtum með 3—4 mm götum.
Við beina þurrkun á fiskúrgangi má gera ráð
fyrir, að eldsneytisnotkunin verði um 300 kg á
hvert tonn af mjöli. Þessi tala getur þó orðið all-
miklu hærri, ef mikið magn af slógi er þurrkað
með beinunum.
Rafmagnsnotkun við þorskmjölsframleiðsluna,
eins og henni hefir verið lýst hér, er mn 200—250
kwst á hvert tonn af mjöli.
Úr fiskúrgangshráefninu fást um 200—240
kg af mjöli úr hverju tonni.
fslenzkar síldarverksmiðjur
Norðmenn hófu síldarbræðslu á Siglufirði um
1910 (37), en heima hjá sér í Noregi nokkrum ár-
um áður. Vélakosturinn var frumstæður, síldin
var soðin í opnum trékerum með beinni gufu og
pressuð í dúkapressum. Um þær mundir höfðu
Norðmenn fengið veður af því, að Bandaríkja-
menn væru farnir að beita nýjum aðferðum og
vélum við nýtingu menhaden-síldarinnar, og
sendu mann vestur um haf til þess að kynna sér
málið (38). Aðalárangur ferðarinnar var sá, að
American Process Compagnie sendi verkfræðing
sinn, M. J. Schrezenmeier, til Noregs, og þar var
reist árið 1910 fyrsta síldarverksmiðjan með
bandarískum vélakosti og nefndist Neptun. Verk-
smiðjan, sem nú tók til starfa, telst marka tíma-
mót í iðnaðarsögu Noregs, og áhrifa fyrirtækis-
ins gætti brátt úti á Islandi.
Christian Frederiksen hét sá maður, sem eink-
um stóð fyrir því að reisa verksmiðjuna Neptun.
Þetta var stórútgerðarmaður, sem stundaði m.
a. síldveiðar hér við land og þekkti af reynslu,
að fslandssíldin getur orðið mjög feit, en á þeim
árum var mest sótzt eftir lýsinu úr síldinni.
Nú stofnaði hann hlutafélagið Ægi til veiða
á Islandsmiðum. Frederiksen hafði í hyggju að
reisa hér síldarverksmiðju nyrðra, en forstjóri
Ægis, Andreas Holdo, síðar stórþingsmaður, taldi
tormerki á því og lagði til, að verksmiðjuskip
jrrði sent út hingað og þar yrði síldin brædd og
pressuð, pressukökunni breytt í sýrt fiskhrat,
„acidulated fish scrap“, til áburðar eins og tíðk-
aðist í menhadeniðnaðinum vestan hafs. f stað
þess að þurrka pressukökuna, þá var hún súrs-
uð í brennisteinssýrublöndu, en á þann hátt losn-
uðu menn við fyrirferðarmiklar og eldhættuleg-
ar þurrkunarvélar úr skipinu. Verksmiðjuskipið
var gert upp úr 2.300 brúttótonna tréskipi, véla-
kostur keyptur hjá American Process Compag-
nie, og sá Schrezenmeier verkfræðingur um
að koma honum fyrir. Skipið hlaut nafnið
Eureka, og var fyrsta síldarverksmiðjuskip
Norðmanna — og sennilega heimsins — og var
gert fyrir íslandsmið. Þetta var 1912.
Eftir viðkomu á Siglufirði og Reykjarfirði
vestra varð það úr, að skipið lagðist við Krossa-
nes á Akureyri. Þar byggðu Norðmenn bryggju,
skipuðu vélakostinum á land og reistu fyrstu
síldarverksmiðjuna hérlendis með amerískum
vélbúnaði, sem reyndist svo vel, að hann var
notaður í rúmlega hálfa öld. Norðmenn áttu
Krossanesverksmiðjuna til 1946, en þá eignaðist
Akureyrarkaupstaður hana.
Eftir byggingu Krossanesverksmiðjunnar
urðu ekki miklar framfarir í vélbúnaði síldar-
verksmiðjanna hérlendis, unz fyrsta verksmiðja
ríkisins var byggð á Siglufirði 1930 (37), (39).
Árið 1925 voru 7 síldarverksmiðjur starfrækt-
ar í landinu, 2 á Vestfjörðum og 5 á Norður-
landi. Af þessum 7 var ein íslenzk, ein dönsk-
íslenzk og hinar norskar (40).
Árið 1930 eru síldarverksmiðjurnar 8 með rúm-
lega 9 þúsund mála afkastagetu á sólarhring (1
mál = 1,5 hl). 1940 eru verksmiðjurnar orðn-
ar 17 með um 33 þús. mála sólarhringsafköstum,
allar í íslenzkri eign, nema Krossanesverksmiðj-
an. Þá eiga Síldarverksmiðjur ríkisins 7 verk-
smiðjur með samtals 15 þús. mála afköstum.
Á 5. áratugnum verður stórkostleg aukning á
verksmiðjukosti landsmanna, bæði norðanlands
og sunnan, eins og tafla 12 sýnir. Norðanlands
ríkti mikil bjartsýni eftir góðu síldarsumrin á
stríðsárunum, en miklar síldargöngur á Faxa-
flóa 1946—1948 urðu til þess, að verksmiðju-