Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 196
194
TlMARIT VFI 1967
vinnsluvélar er birt í fskj. 1 hér á eftir (34).
Tafla 13 er útdregin úr skránni frá 1966 og
sýnir verksmiðjufjölda, afköst o. fl. eftir lands-
fjórðungum.
Það kemur í ljós, að meðalstór íslenzk síldar-
verksmiðja nú hefir 340 tonna afköst á sólar-
hring, eða um 2.500 mál, hefir þróarrými fyrir
2.800 tonn af síld, getur hýst 2.700 tonn af mjöli
og tekið 2.600 tonn af lýsi á geyma. Stærsta verk-
smiðjan, SR46 - SR30 - samstæðan á Siglufirði,
hefir hins vegar um 1.800 tonna sólarhrings-
afköst (12.500 mál), 10.000 tonna þróarrými,
20.000 tonna mjölgeymslu og 21.000 tonna lýsis-
geyma.
Tæpur helmingur verksmiðjanna hefir minna
en 200 tonna (1.500 mála) afkastagetu á sól-
arhring.
Framleiðsla síldarmjöls og síldarlýsis
Brœðslusíld
Síldin, sem veiðist hér við land, inniheldur
að meðaltali 17—19% fitulaust þurrefni og 81
—82% af vatni og fitu samanlagt. Af fitulausa
þurrefninu er próteín 16—17%, en steinefni um
eða innan við 2% (41). Fitumagnið er mjög
breytilegt eftir árstímum, frá 5—27%, eins og
fram kemur á mynd 10 og 11, er sýna fitu-
mælingar í bræðslusíld hér við land 1965 og
1966 (42).
Það vill svo til, að síldin norðanlands og aust-
an er annað árið heldur mögur, en hitt árið vel
feit. Af því leiðir, að þessi ár eru góð úrtök,
sýna venjulegt fitumagn íslenzku síldarinnar eins
og það hefur komið fram við mælingar síðustu
40 árin. Skv. mælingunum er meðalfitumagn
síldar á aðalsíldarvertíðinni norðanlands og aust-
an um 18—19%, en sunnan og vestanlands er
meðalfitumagnið a. m. k. 5% lægra. Samanlagt
fitu- og vatnsmagn virðist ávallt stórbreytinga-
lítið, eða um 81% ± 1%. Því er það augljóst,
að hækki fitumagnið, þá minnkar vatnsmagn-
ið að sama skapi. 25% feit síld hefir um 56—
57% vatn, en 10% feit síld um 71—72% vatn.
Síldarmóttaka
Síldin hefir um áratugi norðanlands og austan
verið keypt úr veiðiskipum skv. rúmmáli, og
nefnist mælieiningin mál, sem er 1% hl eða 150
lítrar. Málið reiknaðist 135 kg af síld, sem sam-
svarar rúmþyngd 0,90. Máhð var lagt til grund-
vallar við verðlagningu bræðslusíldarinnar, og sú
verðlagning hvíldi í raun og veru á verðmæti
þeirra afurða, sem úr málinu fengust.
Nú er síldarmálið nokkru þyngra en 135 kg.
1 stað rúmþyngdar 0,90 mun nær sanni sem
allsherjarmeðaltal rúmþyngdin 0,95, eða rétt um
F/TA í BRÆÐSLUSÍLD NORÐAN- OG AUSTANLANDS 1965 OG 1966 (t,2)
FAT CONTENT OF HERR/NG CAUGHT OFF THE NORTH AND EAST COASTS OF ICELAND
1965 AND 1966
% F/TA -FAT
o o o
30
25
20
15
10
5
0
Mynd 10.