Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 171
TlMARIT VFÍ 1967
169
Umrœður
Jón Á. Héðinsson:
Herra fundarstjóri. Góðir fundarmenn. Það
var í gær aðeins vikið að skipi, sem ég á og
svokallaður sjókælingartankur var settur í. Það
mun vera fyrsta skipið hér í Evrópu, sem sjó-
kælingartankur var settur í, og mér þykir hlýða
að segja lítið eitt frá því, þótt ég hafi ekki undir-
búið það. En Jóhann Guðmundsson kom inn á
forsendu þess, að það væri hægt að framleiða
góða saltsíld, að það væri að koma með gott
hráefni að landi. Þetta má taka saman í stórum
dráttum, eins og hann gerði, það er að kæla
síldina með blæstri, það er með beinu frosti, og
kæla hana með ís eða kæla hana með sjó. Sjá
mynd. Qkkar reynsla af skipinu sýndi nokkuð
athyglisverða staðreynd, sem við áttum ekki
von á. Hérna eru tveir tankar — síðutankar —
og hér er kælitankurinn á milli alveg einangr-
aður og með glertrefjum. Hann tekur 80 tonn,
en hér á milli er súðin bein, og er hvítlakkað
með sérstöku lakki eins og skipið. Reynslan af
tankinum var sú, að við gátum sett í hann 4
sinnum. Það komu fram ýmsir gallar. Það kom
leki að einangrun. Kælikerfið er sjálfvirkt og
átti að vinna þannig, en það bilaði líka, og þetta
var ekki komið í fullt lag fyrr en í september-
lok. Þá var síldarsöltun lokið, og það tókst þess
vegna aldrei að fá þann árangur, sem við áttum
von á. Hins vegar skilaði tankurinn tvívegis
góðri síld að gæðum, að okkar áliti, en við sett-
um hana beint í gúanó. Hreistur hvarf um 70-
75% af síldinni, en gæðin voru ótvíræð eftir
rúma 30 klukkutíma. Síðan settum við tvisvar
í tankinn í haust, eða seint í nóvember. 1 annað
skiptið lögðum við af stað til Keflavíkur. Þá
lentum við í mjög vondu veðri við að háfa, og
það reyndist svo, að við urðum að fara inn til
Vestmannaeyja eftir mjög harða sighngu í 8
og 10 vindstigum. Þá vantaði 3 tommur á tank-
inn og það þýddi það, að síldin var öll orðin
slegin, eins og við köllum það í daglegu tali,
og hreisturslaus, en gæðin voru góð. 1 fjórða
sinni þá mistókst það við háfun, þannig að það
kom ekkert út úr því. Síðan vorum við á síld-
veiðum við Færeyjar í vetur og ætluðum að koma
með einn farm heim í lokin og biðum í rúma
viku eftir veiði, en það voru stöðugar ógæftir
og tilraunin mistókst. Þetta er í stórum drátt-
um það, sem skeð hefur, þannig að raunveru-
legur árangur er ekki fyrir hendi, en mikill kostn-
LESTflROP
þygrskurðu r.