Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 160
158
TlMARIT VFl 1967
hann enn meira og rakinn jafnast í fiskinum.
Þegar skreiðin er orðin fullhörð, má pakka henni
til útflutnings, og er hún þá jafnframt flokkuð
eftir gæðum. Við pökkunina eru notaðar sér-
stakar pressur, en umbúðirnar eru úr striga, og
eru pakkarnir vírbundnir.
Þurrkunin
Þegar fiskur er hengdur upp á trönur, inni-
heldur hann um 80% vatn, en fullhörð skreið
um 17—18%. Um 95% af vatninu hefur því ver-
ið fjarlægt.
Rakainnihald loftsins hefur áhrif á hvert loka-
vatnsinnihald skreiðarinnar getur orðið, og er
þá svonefndu jafnaðarvatnsinnihaldi (equili-
brium water content) náð. Samkvæmt niðurstöð-
um Torry-rannsóknastöðvarinnar í Aberdeen
(2) er jafnaðarvatnsinnihald í fiskholdi eins og
sýnt er í töflu 2.
TAFLA 2
Áhrif loftrakastigsins á jafnaðarvatnsinnihald magurs fisks Effect of humidity on the finál water content of non fatty fish
Rakastig Vatnsinnihald
Rel. humidity Water content
% %
20 7
30 8
40 10
50 12
60 15
70 18
80 24
Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er
meðalrakastig loftsins í júní—júlí um 80%, þ.
e. a. s. á þeim tíma, sem skreiðin frá vetrarver-
tíðinni er venjulega tekin í hús. Hafi skreiðin
hangið nægilega lengi úti, má búast við að
vatnsinnihald hennar gæti verið 24%. í húsi
þornar skreiðin síðan enn, þar til hún er orðin
fullþurr.
Vorið 1959 gerði Rannsóknastofa Fiskifélags
Islands rannsókn á því, hvernig þurrkunin gengi
fyrir sig (3). Bolfiskur (þorskur) var hengdur
upp og var hver spyrða númmeruð. Upphenging-
artíminn dreifðist yfir vetrarvertíðina, en viku-
lega voru númmeruðu spyrðurnar teknar niður
og viktaðar nákvæmlega. Fengust með þessu
móti upplýsingar, sem sýndu hvaða atriði hefðu
áhrif á þornunina.
Tafla 3 sýnir meðaltal af niðurstöðum fyrir
spyrður, sem upphaflega vógu 7 kg hver, og er
sýnt hve mikið þær vega í hvert skipti, þegar
þær voru vigtaðar.
Þegar skreiðin var tekin í hús þann 10/6,
hafði hún ekki náð jöfnunarvatnsinnihaldi 24%,
því þá hefðu spyrðurnar átt að vega 1,85 kg.
Þegar þessi tala er dregin frá þyngd spyrðanna
á hverjum tíma, er mismunurinn magnið af upp-
gufanlegu vatni, sem eftir er í fiskinum. Þegar
lógariþmi þessa vatnsmagns er færður á línu-
rit á móti tímalengdinni, sem fiskurinn hefur
hangið uppi, fæst bein lína yfir allan tímann.
Þar af leiðandi má álykta, að efttirfarandi lík-
ingar gildi fyrir þurrkunina:
dv
— = K (V — V„)
dt
0g t — K
V, — Vo
v2 — v„
TAFLA 3
Þyngdarbreytingar á 7 kg spyrðu, sem hengd hefur verið upp
á trönur
The decrease in weight of 7 kg of fish when drying
on poles in the open air
Dags. Þyngd Dagar Þyngd Dagar Þyngd Dagar Þyngd Dagar
Date Weight Days Weiglit Days Weight Days Weight Days
kg kg kg kg
25/3 7,0 0 (8/4)
3/4 4,95 9 7,00 0 (20/4)
15/4 3,57 21 5,03 7 7,00
24/4 3,24 30 4,13 16 6,50 4
29/4 2,75 35 3,41 21 4,65 9 (10/5)
8/5 2,56 44 2,97 30 3,46 18 7,00 (25/5) 0
22/5 2,20 58 2,43 44 2,42 32 3,66 15
10/6 2,00 77 2,14 63 2,13 51 3,05 31
15/9 1,64 170 1,71 150 1,66 140 1,70 110