Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 68
66 TlMARIT VFl 1967
TAFLA 5 Áætluð ísþörf togara eftir gerð lestar, miðað við 18 daga útivist og 300 tonn af fiski Estimated ice requirements for a trawler, 18 days journey, 800 tons of fish
Lest I óeinangruð tréklædd ókæld Hold I no insula- tion, wood lined, no refrigera- tion Lest II óeinangruð tréklædd kælipípur Hold II no insula- tion, wood lined, ceil- ing grids Lest IH einangruð tréklædd ókæld Hold III insulated, wood lined, no refrig- eration Lest IV einangruð tréklædd kælipipur Hold IV insulated wood lined, ceiling grids Lest V einangruð málmklædd kápukæld Hold V insulated, metal lined, refriger- ated jacket
1. Is til kælingar á fiski, tonn Ice for chilling fish, tons. 27 27 27 27 27
2. ísbræðsla vegna varmaleiðslu, tonn Ice melted due to heat transfer from outside, tons. 83 56 25 16 0
3. Is til að halda fiski frá veggjum, borðum o.s.frv., tonn Ice to keep fish from walls, partitions etc., tons. 40 40 30 30 20
4. Samtals 1 til 3, tonn Total 1 to S, tons. 150 123 82 73 47
5. Isunarhlutfall, ca., ís : fiskur Approscimate ratio, ice : fish. 1 : 2 1 : 2% 1 : 3% 1 : 4 1 : 61/2
6. Viðbótarís til að tryggja kólnunarhraða Additional ice to ensure sufficient chilling rate, tons. 0 0 0 2 28
7. Is samtals, lágmark, tonn Minimum ice requirementa, tons. 150 123 82 75 75
8. ísunarhlutfall, ca., ís : fisl?ur Approximate ratio ice : fish. 1 : 2 1 : 2% 1 : 31/2 1 : 4 1 : 4
Slíkar lestar verða að teljast iítt hæfar til að
geyma ísaðan eða kældan fisk.
Gólf og veggir í fiskmóttökum og vinnusölum
í fiskvinnslustöðvum eru sums staðar úr tref ja-
plasti, t.d. í frystihúsi Ishússfélags Bolungavík-
ur h.f. í Bolungavík.
Hætta er á því, að fiskar, sem liggja að tré,
fari fljótt að lykta illa, einkum ef borðin eru
slitin eða illa lökkuð (slagvatnslykt). 1 slíku til-
felli er nauðsynegt að ísa vel milli fisks og veggj-
ar.
Áœtluð ísþörf
Hjalti Einarsson og Haraldur Ásgeirsson hafa
reiknað út ísþörf í íslenzkum togara með 510
rúmmetra lestarrými (8). Gert var ráð fyrir
18 daga veiðiferð og siglingu með afla að sumri
til. Hér verður ekki farið ítarlega í útreikning,
en helztu niðurstöður voru þessar:
1) Is til að kæla fiskinn. Miðað við 8°C byrj-
unarhita, þarf nálega 9 tonn af ís í 100 tonn
af fiski til þess að annast kælinguna. Til þess
að kólnunin verði ekki of hæg, má ísunarhlut-
fallið þá ekki vera minna en 1:4 svo sem áður
var getið.
2) ís til að vemda fiskinn frá utanaðkom-
andi varma. Þessi ísþörf er háð loftslagi, ein-
angrun, tímalengd ísunar, stærð útveggja o.s.frv.
Miðað við þær forsendur, sem settar voru fram
í umræddu dæmi, reiknaðist þessi varmi vera
6,6xl06 kcal., eða sem samsvarar bræðslu á 83
tonnum af ís miðað við óeinangraða tréklædda
lest án hjálparkælingar. Miðað við einangraða
kápukælda lest yrði ísbræðsla þessi óveruleg.
3) ís til að halda fiski frá stíuborðum, þiljum
og frá öðrum fiski. Þessi ís er áætlaður 40 tonn
í óeinangraðri lest, 30 tonn í einangraðri lest og
20 tonn í fullkominni kápukældri lest, sem skoða
verður lágmarkskröfur, m.a. vegna þess, að nær
ógjörningur er að sjá nákvæmlega fyrir, hver
ísbræðslan kann að verða.
Sjókæling
Inngangur
Á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og Kanada
hafa í nokkur ár verið í notkun fiskibátar og