Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 174
172
TlMARIT VFI 1967
síld verkuð þannig, að hún var kverkuð og slóg-
dregin, sem kallað er. I hana var notaður lítill
saltskammtur og það var mjög erfitt í raun og
veru að passa síldina, en hún var Ijúffeng og
mjög góð til átu. Þetta tókst þó nokkurn veg-
inn slysalaust. Eftir síðari styrjöld hefur ekkert
verið framleitt af þessari síld og eru ekki líkur
til að svo verði gert. 1 staðinn hefur komið létt-
verkun á síld með ýmsu móti, ýmist með sykri
eða sykri og kryddi, eða jafnvel léttverkuð án
þessa hvorutveggja, en hún hefur þá ævinlega
verið hausskorin og slógdregin, og óhausuð síld
er ekki flutt út, nema að litlu leyti Suðurlands-
síld til Rúmeníu og nokkurra annarra landa
austur þar. Það er rétt að geta þess til að skýra
þetta mál, að reynt hefur verið af saltendunum
hverju sinni að verka sína síld á þann hátt, sem
kaupendur hafa helzt viljað hafa hana. Það er
rétt að geta þess hér, þó að það kannski skipti
ekki máli, að Síldarútvegsnefnd sem slík hefur
ekki hönd í bagga með verkuninni á annan hátt
en þann, að segja, hvaða tegundir eru seldar og
hvernig beri að verka síldina, og ákveða, hvenær
söltun byrjar, og hún getur stöðvað söltun, þeg-
ar hún heldur að komið sé of mikið eða nógu
mikið. Þá er einnig vert að geta þess, að megin-
hlutinn af saltsíldarframleiðslunni er nú kominn
í það, sem í daglegu máli er kallað „konserv-
síld“, það er svkursíld. söltuð með sykri og salti
og kryddsíld, söltuð með sykri, kryddi og salti.
Þá hefur það einnig færzt nokkuð í vöxt sein-
ustu árin, að í saltsíld til Svíþjóðar og Danmerk-
ur hefur verið sett 2-3 kg af sykri, sem á að
vera til þess að mýkja hana. Öll síld, sem fer á
þessa tvo stærstu markaði, er viðurkennd, þeg-
ar byrjað er að salta hana, sem hæf til söltunar
af umboðsmanni kaupanda, og þeir ráða sjálfir,
hvað mikill saltskammtur, sykurskammtur og
kryddskammtur er í síldina notaður. Það hefur
komið fyrir, þegar saltendur hafa kannski notað
meira salt en fyrirskipað var, vegna þess að þeir
hafa verið hræddir við saltskammtinn, að þá
hafa einstaka niðurlagningaverksmiðjur kvartað
og sagt að síldin væri of sölt og framleiðslan yrði
ekki góð. Þetta gerir það náttúrlega að verkum,
að margir, sem til þekkja, álíta, að þá hafi kann-
ski verið teflt á tæpasta vaðið með saltskammt-
inn. r»Þá er einnig það til athugunar, að síldin
seinustu árin fyrir Norður- og N-Austurlandi
hefur verið söltuð miklu seinna á árinu en áður.
Af því stafar það, sem allir, sem til þekkja, vita,
að síldin hefur það sem kallað er, mikinn inn-
mat, það er svil og hrogn. Það hafa verið gerðar
mælingar á þessu hjá Rannsóknastofnuninni og
svilin og hrognin komizt upp i 10% að magni af
þyngd síldarinnar, þegar búið er að hausskera
hana. Jafnframt vita allir það, að síldin hefur
þykkara roð og seigari fisk, þegar orðið er svona
áliðið. Margir halda því fram, að sú síld, sem
hefur verið verkuð seinni árin og er verkuð á
þessu tímabili, geti aldrei orðið eins ljúffeng eins
og síld, sem verkuð er í júlí og fram eftir ágúst-
mánuði.
Jóhann Guðmundsson hefur í erindi sínu rakið
þær skemmdir, sem hann telur helzt verða á
síldinni, og það er rétt að taka það fram, að á
harðsaltaðri síld hafa ekki orðið neinar skemmdir
hin síðari ár, og það, sem var við að stríða á
tímabili, þráinn, er svo að segja alveg úr sög-
unni eða að mestu leyti. En það er einn galli,
sem Jóhann ræðir ekki um í erindi sínu, en sem
við höfum verið að berjast við núna ein þrjú-
fjögur ár í fullu samstarfi við niðurlagningar-
verksmiðjurnar erlendis, og við höfum alltaf
fengið beztu fyrirgreiðslu hjá Rannsóknastofn-
uninni. En það hefur engum tekizt að leysa þetta
ennþá — og þetta eru svokallaðir hvítir blettir
eða „vita fleckor“, sem Svíarnir kalla það. Og
hvað er þetta? Það er eins og það safnist saman
fitublettir í síldinni, og Svíar telja sig hafa þurft
að skera mikið úr síldinni, af því að hún sé
ekki vel hæf til niðurlagningar. Þeir hafa sett
sínar rannsóknastofur í gang og við höfum gert
það hér heima, og við höfum snúið okkur núna
til rannsóknastofu í Hamborg, sem við ætlum
að biðja um að athuga þetta líka. Það virðist
enginn geta gert sér grein fyrir af hverju þetta
komi. Það hafa verið uppi raddir um það frá
t.d. dr. Þórði Þorbjarnarsyni, að eina leiðin til
þess að komast að þessum galla væri ef til vill
sú að reyna að framkalla hann, reyna að rækta
hann, og fá þannig að vita af hverju hann komi.
Þessi galli tel ég að sé eitt það alvarlegasta,
sem nú er um skemmdir á síld, vegna þess, að
það er enginn, sem veit, af hverju hann stafar,
og hann sést yfirleitt ekki á síldinni fyrr en
farið er að vinna hana. Það er t.d. líka dálítið
einkennandi við þetta, að það ber svo að segja
ekkert á þessu í saltsíld, eða a.m.k. svo óveru-
lega, að engu máli er talið skipta.
Það var minnst hér áðan á vélvæðingu, sem
orðið hefur í síldariðnaðinum. Hún er nú að vísu
ekki mikil, en þó strax eftir lok seinni heims-
styrjaldarinnar var farið að gera tilraunir með
hausskurðar- og slógdráttarvélar. Þessar tilraun-
ir hafa ekki gengið vel, en þó hafa þær nú frek-
ar færzt í þá átt að verða nothæfar. Hins veg-
ar eru a.m.k. margir af síldarverkunarmönnum,