Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 162
160
TÍMARIT VFl 1967
ar tæknilegar umbætur fyrirsjáanlegar í ná-
inni framtíð. Ýmis tæki hafa þó verið tekin í
notkun við verkunina, til aukinnar hagræðingar,
svo sem ýmis flutningatæki, fuilkomnari press-
ur, o.fl. Einnig má minnast á það, að víða hefur
verið komið fyrir loftblásurum í skreiðargeymsl-
um, svo mögulegt hefur verið að taka skreiðina
í hús fyrr en ella.
'S'msar tilraunir hafa verið gerðar með þurrk-
un á ferskum fiski í loftblæstri í þeim tilgangi
að framleiða skreið. Þessar tilraunir hafa gef-
ið þannig árangur, að þær hafa sýnt að hægt
er að þurrka fiskinn á þennan hátt, en hann
verkast ekki eins og skreið gerir við útiþurrk-
un.
Þegar skreið er lögð í vatn, drekkur hún vatn-
ið í sig, nokkuð hratt til að byrja með, en
síðar hægar, þannig að eftir um 7 daga hefur
hún þyngst um 200%. Eftir vikuna drekkur
skreiðin lítið sem ekkert vatn í sig. Uppbleytta
skreiðarholdið inniheldur því ekki nema um
72% vatn, eða mun minna en ferskur fiskur
gerir. Auk þess er það mjög seigt undir tönn,
eftir að hafa verið soðið, og bragðið sérkenni-
legt. Uppbleytt skreið er því ólík ferskum
fiski. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með
aðferðir til að framleiða þurrkaðan fisk, sem
myndi fljótt drekka í sig vatn og líkjast sem
mest ferskum fiski. Þessar aðferðir hafa byggst á
þurrkmi við lágan loftþrýsting (vacuum drying),
svo sem pressfisk-aðferðin, sem Danir (Atlas)
eru upphafsmenn að, og frostþurrkunin, sem
nokkuð hefur rutt sér rúms á síðari árum. Enn
virðist aðeins frostþurrkaður humar og rækja
vera til sölu, þar sem frostþurrkun er mjög
dýr og vandasöm framleiðsluaðferð.
Summary
Stockfish has been produced in Iceland for
many centuries. The fish is dried on poles in
the open air during the spring. Drying takes
about 2—3 months outdoors but further drying
takes place during additional 3 months storage
indoors. The final water contents is approxi-
mately 17%. The drying behavior is somewhat
peculiar as no constant rate drying period is
apparent. When the stockfish is packed for ex-
port in Iceland it is officially graded for quality.
Heimildir
(1) Ægir, tímarit Fiskifélags Islands.
(2) Fish Handling and Processing (bls. 133), (Her
Majesty’s Stationary Office, 1965)
(3) Verkefnashýrsla, Rannsóknastofu Fiskifélags Is-
lands, 1959
(4) Leiðbeiningar um mat á skreið, eftir Kristján
Ellasson, Fiskmat ríkisins 1961.
(5) Edda gœðaflokkur, eftir Bergstein Á. Bergsteins-
son, Fiskmat ríkisins 1965.
Umrœður
Bragi Eiríksson:
Ég vil þakka Sigurði B. Haraldssyni, verkfræð-
ingi, fyrir grein hans um skreiðarverkun, sem
hann hefur samið og birt hefur verið í Tímariti
Verkfræðingafélags Islands, 52. árgangi.
1 þessari greinargerð, sem ég hefi nú vitnað
til, er sögulegt yfirlit um skreiðarverkun hér á
landi, síðan er gerð grein fyrir verkunaraðferð-
um, þurrkun og gæðum.
Hins vegar hafa útflutnings- og markaðsmálin
ekki verið tekin fyrir í áminnztri grein, og mun
ég reyna að gera því efni nokkur skil.
Það kemur fram í grein Sigurðar B. Haralds-
sonar, að á sextán ára tímabilinu frá 1950 til
1965 hafa verið flutt út frá íslandi samtals
126.261 tonn af skreið, eða tæp 7.900 tonn á
ári að meðaltali. Með því að styðjast við nú-
verandi útflutningsverðlag á þeirri skreiðarteg-
und, sem mest er framleidd, þá getum við talið,
að verðmæti þessa meðalútflutnings sé nálægt
295 milljónum króna.
I áminnztri greinargerð er sýnt, hvert skreið-
in hefur verið seld, og er þá ljóst, að Bretland
og Nígería ásamt frönsku Mið-Afríku eða
Kameroon hafa keypt tæp ...........
Italía kemur næst með .............
Noregur, Holland og V-Þýzkaland . .. .
Finnland ..........................
Önnur lönd ........................
92.826 þúsund tonn eða um
17.701 —
11.234 —
1.568 —
2.932 —
73,5%
14,0%
8,9%
1,3%
2,3%
Samtals: 126.261
100,0%