Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 43
TlMARIT VFl 1967
41
andi umgengnisvenja við meðferð og vinnslu freð-
fisks.
Auðsætt er, að eftirlit með því, hvort starfs-
fólk hefur aðgát i þessum efnum, er mjög erfitt.
Slíkt eftirlit er eða á að vera í höndum verk-
stjóra eða eftirlitsmanna á vinnustað.
Fyrsta skilyrði þess, að starfsfólk gæti full-
komins þrifnaðar, er, að fyrir hendi séu þær að-
stæður og hreinlætistæki, að starfsfólki sé mögu-
legt að viðhafa hreinlæti. Þvottaskálar með renn-
andi heitu og köldu vatni, ásamt sápu (helzt
fljótandi) og pappírshandþurrkum (eða öðrum
viðurkenndum handþurrkum) þurfa að vera til
staðar í vinnusalnum sjálfum eða fast við hann,
svo að fljótlegt sé að þvo sér um hendur, hvenær
sem með þarf. Handþvottaskálar eiga og að
vera í snyrtiherbergjum við salerni, eða frekar
í sérstökum bási eða svæði utan sjálfs snyrtiher-
bergis, svo að handþvottur fari fram í augsýn
verkstjóra.
Séu góð skilyrði til handþvottar og góður að-
búnaður á snyrtiherbergjum og salernum, má
vænta, að hreinlætistilfinning starfsfólks verði
næmari. Það ætti að hafa í för með sér betra
hreinlæti, bætta umgengni og bætt vinnubrögð.
Ástand og aðbúnaður snyrtiherbergja og sal-
erna í frystihúsum hérlendis er ákaflega mis-
jafn. Sums staðar allgóður, annars staðar mjög
lélegur. Það hlýtur að líða að því, að hið opin-
bera geri stórfellt átak í að bæta ástandið. Það
verður að samræma kröfur um hreinlætisaðbún-
að og vinnufatnað starfsfólks frystihúsa. Núgild-
andi lög eru ekki nægilega skýr og víðtæk.
Síðustu þrjú árin hefur þó verið stigið stórt
skref til að hindra mengun frá starfsfólkinu. Er
hér átt við fyrirmæli Fiskmats ríkisins frá 1963
um notkun pappírshandþurrka og sápulög við
handþvott.
7) Meindýr.
Ein er sú mengunarhætta í allri fiskfram-
leiðslu, sem oft er lítill gaumur gefinn en ærin
ástæða til að minnast á. Það er mengunarhætta
frá meindýrum svo sem músum, rottum og flug-
um. I freðfiskframleiðslu verður að telja flug-
urnar vera vágestina. Tafarlaust verður að eyða
meindýrum, er þeirra verður vart. Sé það fram-
kvæmt af sérfróðum mönnum, sem heilbrigðis-
yfirvöld staðarins hafa á að skipa, t.d. starfs-
mönnum Borgarlæknisembættisins í Reykjavík.
Meindýr á vinnustað gefa til kynna hættu á bæði
efnislegri og þá um leið smitnæmri mengun
(óhreinindum) fisksins. Sé t.d. um að ræða mikla
flugnamergð, gefur það til kynna tvær tegundir
óhreinlætis. 1) þær eru hýslar illkynjaðra sýkla
og bera með sér alls kyns óþverra (smitnæm
óhreinindi) og 2) þær benda ótvírætt til, að
rotnandi leifar séu í eða við fiskvinnslustöð.
Jafn sjálfsögð varúðarráðstöfun og að nota þétt-
riðnar vírnetshurðir og glugga er óþekkt hér-
lendis.
Flugna- og rottueitur verður ávallt að nota
með fullri aðgát, svo að þau berist ekki í fiskinn.
Hér hefur verið lauslega drepið á ýmis atriði,
sem geta orsakað beina eða óbeina mengun
(óhreinkun) fisks. Margt fleira mætti tilnefna,
en aðeins það helzta hefur verið rætt hér. Aug-
ljóst er að leggja verður mikla áherzlu á geril-
varnir í meðferð fisks, sem á að frysta. Með ger-
ilvörnum er átt við að vernda fiskinn gegn meng-
un eða íblöndun efnislegra og smitnæmra óhrein-
inda á öllum stigum vinnslu hans.
Hreirilœtisaðgerðir í frystihúsum
Hreinlætisaðgerðir eru alltaf tvíþættar, annars
vegar þvottur, hins vegar gerileyðing.
Þvottur er fólginn í því að nota mikið magn
af hreinu vatni, eða vatni, sem uppfyllir kröfur
um efna- og gerlainnihald. Auk vatns á svo að
nota þvottaefni. Um vatnið hefur verið fjallað
fyrr í þessari grein.
1) Þvottaefni.
Hlutverk þvottaefna er að auka hreinsandi
áhrif vatns með því að losa lífræn og ólífræn
óhreinindi. Kröfur, sem gerðar eru til þvottaefna,
má finna í (2, bls. 96) og (4, bls. 223). Þvottaefni
eru flokkuð í margar gerðir eftir efnafræðilegum
eiginleikum og eftir því, hvernig þau virka. (Sjá
t.d. (25), (4, bls. 230)). Til hvers flokks þvotta-
efna telst svo f jöldinn allur af tegunda- og vöru-
heitum, sem ekki verða rakin hér. Almennt er
tahð, að sá flokkur þvottaefna, sem nefnist veik-
ar lútir, sé ódýrastur og hagkvæmastur. Dæmi um
veikar lútir eru natríumkarbónat, natríum meta-
silíköt og pólyfosfötsambönd. Algengt er að
blanda gerileyðandi efnasamböndum saman við
þessi þvottaefni. Gegna þau þá tvíþættu hlut-
verki, þvotti og gerileyðingu. Sápur eru ekki vel
fallnar til þvotta í matvælaiðnaði, vegna þess að
hætta er á, að bragð af þeim komi í matvælin,
nema þess sé vel gætt að þvo hana vel í burtu
i lok þvottarins.
2) Gerildrepandi efni.
Öll þvottaefni eru meira eða minna gerildrep-
andi, en veik þvottaefni drepa ekki nema við-
kvæmari gerlategundir. Heitt vatn er gerildrep-