Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 71
TlMARIT VFl 1967
69
Peters o.fl. (12) hafa framkvæmt tilraunir á
lýsu og komizt að þeirri niðurstöðu, að aukning
á geymsluþoli nemi 2—3 dögum miðað við venju-
lega ísun.
Rannsóknir dr. Shewan o.fl. (13) á gerla-
gróðri, framkvæmdar á Torry, leiddu eftirfarandi
í ljós:
a) Gerlafjöldi er alltaf lægri í sjókældum
fiski, en fiski í ís.
b) Mismuninn er aðeins að nokkru leyti hægt
að skýra með mismun á hita milli þessara
tveggja geymsluaðferða.
c) Loft í sjónum eða skortur á því, hefur
áhrif á gerlagróðurinn, gerlafjöldinn verður
meiri með meira lofti. Þó er skynmat ekki alltaf
í samræmi við þennan lægri gerlafjölda, þegar
loftmagnið er lítið.
d) Líkur benda til, að auk mismunar á gerla-
f jölda, sé einnig mismunur á gerlategundum, sem
finnast í sjókældum fiski, samanborið við ísaðan
fisk.
Roach (11) hefir bent á, að árangur báta á
Kyrrahafsströndinni sé betri en árangur sá, sem
oft næst með sjókælingu á tilraunastofum, og
telur hann, að ástæðunnar sé einkum að leita í
eftirf arandi:
a) Það er oft erfitt á tilraunastofum að fá
hreinan sjó af fullum styrkleika. Þess vegna er
oft notazt við gervisjó.
Reynslan hefur sýnt, að árangur sá, sem næst
með tilbúnum sjó, er ekki alltaf sá sami og næst
í iðnaði. Hliðaráhrif svo sem pH mismunur, auk-
in tæring á málmum og sérkennileg lykt, hafa
komið fram.
b) I litlum tilraunatönkum er ekki hægt að
hafa sama hlutfall milli fisks og sjávar og í stór-
um tönkum í iðnaðinum, þar sem venjulega er
80% fiskur eða allt að 800 kg af fiski á rúm-
metra. Þessi mismunur er mikilvægur í sambandi
við þyngdarbreytingar eða breytingar á kalíum
og natríum samböndum í fiskholdi sjókælds
fisks.
c) 1 litlum tilraunatönkum kemst tiltölulega
meira vatn í snertingu við loftið en í fiskiskipum.
Þetta getur þýtt, að óeðlilega mikið af súrefni
og koltvíildi (COo) komist í sjóinn og valdi auka-
áhrifum.
I tilraun, sem framkvæmd var í tilraunastöð-
inni í Gloucester (12), var borið saman geymslu-
þo'l fisks í frosti eftir ísun annars vegar og sjó-
kælingu hins vegar. Niðurstöður urðu m.a., að
eftir tveggja daga geymslu í ís var geymslu-
þolið 12 mánuðir í frosti við —20°C, og eftir
tvo daga í sjókælingu var geymsluþolið einnig
12 mánuðir. Eftir 7 daga geymslu í ís var
geymsluþol flakanna í frosti 2—4 mánuðir, en
eftir 7 daga í sjókælingu 6—8 mánuðir. Eftir
11 daga ísun var geymsluþolið 0—2 mánuðir, en
eftir 11 daga sjókælingu var geymsluþolið 2—4
mánuðir.
Mynd 5. Þverskurður gegnum fiskibát með sjókælingar-
kerfi. (Frá Frick Company, Pennsylvania).
Fig. 5. Section through a fishing boat with RSW
system. (From Frick Company, Pennsylvania)
Breytingar í fiski við geymslu í kœldum sjó
Þeim breytingum, sem eiga sér stað í fiski,
sem geymdur er í kældum sjó, var ítarlega lýst
í áðurnefndri grein í tímaritinu Frost (9). Þær
helztu eru:
a) Þyngdarbreytingar. Sjókældur fiskur,
geymdur við —1°C, léttist fyrst í 1 eða 2 daga,
en þyngist síðan, þar eð hann drekkur í sig sölt
og síðar vatn.
b) Salt. 1 sjókældum fiski á sér stað aukn-
ing á natríum söltum og minnkun á kalíum sölt-
um. Saltupptaka fisks verður um V* til V* af
saltinnihaldi sjávar, ef sjómagnið er V4 af fisk-
magninu og verður þá 0,7 til 0,9%.
c) Lykt. Eftir langa geymslu fær sjókæld-
ur fiskur stundum óeðlilega lykt vegna loftfælna
(anaerobiskra) gerla, sem stundum ná yfirhönd-
inni. Koma má í veg fyrir slíkt m.a. með notkun
fúkalyfja (antibiotika), svo sem chlorotetra-
cycline (aureomycin, CTC) í styrkleikanum 1 til
5 hlutar í milljón. Tekizt hefir einnig að koma
í veg fyrir slíkt með útfjólubláum geislum (12).
d) TMA og önnur efnahutföll. Þar eð gerla-
gróður er annar í sjókældum fiski en ísuðum,
verða ýms efnasambönd, sem myndast í sjókæld-
um fiski, einnig önnur. Þar af leiðir, að sam-
bandið milli TMA og annarra efna annars vegar