Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 193
TlMARIT VFI 1967
191
Útflutningsver&mœti sildarmjöls, karfamjöls, lobnumjöls, þorskmjöls, sildarlýsis, karfalýsis og
loönulýsis i hundraöshlutum af heiIdarverÖmœti utfluttra sjávarafurba (LinuritA).
Total Export Value of Fish Meals and Fish Body Oils as Percentage of Total Export Value of
Marine Commodities (GraphA).
Útfl u tnin gs verðmœti sildarmjöls og slldarlýsis i hundraöshlut um af heildarverömœti útfluttra
sjávarafuröa (Linurit B).
Total Export Value of Herring Meal and Herring Oil as Percentag e of Total Export Vatue
of Marine Commoditie (Graph B).
Mynd 9.
dag. Áætla má, að hráefnismagn, sem þorskmjöl
er unnið úr, hafi á síðustu 10 árum verið um
100.000 tonn á ári.
Framleiðsla þorskmjöls er nú í aðalatriðum á
þá leið, að hráefnið er þurrkað í um það bil 8%
vatnsinnihald og síðan malað. Hér á landi notar
ein lítil verksmiðja gufuþurrkara af Schlotter-
hosegerð. 1 öllum hinum eru reyklofts-hverfi-
þurrkarar, og fer þurrkunin fram með hinni svo-
kölluðu ,beinu aðferð1, en einungis henni verður
lýst hér. Hráefnið er sett inn í þurrkarakerfið með
þar til gerðum skömmturum. Ef slóg er nýtt með
fiskbeinum, þá er sérstakur skammtari fyrir það.
Slógið er venjulega tætt, áður en það er tekið í
þurrkun, vegna kútmaganna, en beinin sjaldnast.
Oftast eru notaðir tveir þurrkarar og þurrkað
í áföngum, þannig að annar þurrkarinn tekur við
af hinum. Ekki er þetta þó einhlítt, og í sumum
verksmiðjum er ekki nema einn þurrkari, og eins
eru dæmi til í stórum verksmiðjum, að notaðir
séu þrír þurrkarar við þorskmjölsframleiðsluna.
Inntakshitinn í þurkunmmn er 700—1.000 °C,
nema í endaþurrkurunum, þar er hann talsverðu
lægri. Afköst þurrkaranna eru venjulega 80—100
kg af eimuðu vatni á hvern rúmmetra þurrkara-
belgs á klukkustund. Þar sem vatnsinnihald hrá-
efnisins er oft um 80%, þarf að eima um 780
kg af vatni úr hverju tonni til að fá mjöl með
8—9% vatnsinnihaldi. Skv. þessum tölum þarf
því 35—45 rúmmetra þurrkara til að framleiða
eitt tonn af þorskmjöli á klst.
Það, sem veldur mestum erfiðleikum við beina
þurrkun á fiskúrgangi, er, hve límkennt hráefnið
verður á vissu þurrkstigi, og klessist það þá innan
í þurrkarann og veldur vinnslutruflimiun. Þegar
aðeins einn þurrkari er notaður við framleiðsl-
una, er dregið úr klessumyndiminni með því að
endurblanda hluta af þurra mjölinu í hráefnið,
um leið og það fer inn í þurrkarann. Líka er
það til, að þurrkaranum sé hallað, þannig að út-
tak hans sé hærra en inntakið. Eykst þá efnis-
magnið mjög í þurrkaranum, og dregur það úr
klessumynduninni. Þegar tveir þurrkarar eru
notaðir, eru báðir hafðir láréttir, og er forþurrk-
arinn venjulega allmiklu stærri en sá síðari.
Til þess að hindra klessumyndun er hluta