Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 284
282
TlMARIT VFl 1967
ur sjávarafurða notfæra sér þessa tækni, þegar
ákvarðanir eru teknar um kaup á vörum, t.d.
getum við hugsað okkur fyrirtæki eins og Uni-
lever, sem getur valið milli dýrafeiti, jurtafeiti
eða síldarlýsis sem hráefnis í sömu vöruna. Til
þess að ná sem hagkvæmustum innkaupum gera
þeir nákvæma athugun á markaðsmöguleikum,
hvort sem um er að ræða kaup á hráefni ellegar
sölu á unnum vörum, og við jafn viðamiklar
athuganir og hér er um að ræða verða þeir að
notfæra sér vinnuhraða rafreiknisins. I grund-
vallaratriðum er hér um sömu tækni að ræða og
þá tækni, sem Sveinn Benediktsson notar, þegar
hann athugar framboð og eftirspurn á vörum,
sem keppa við íslenzkt síldarmjöl og síldarlýsi,
áður en hann samþykkir kauptilboð. Munurinn
er aðeins sá að kaupandinn, sem notfærir sér
möguleika markaðsathugana með aðstoð raf-
reikna, stendur ætíð betur að vígi vegna þess,
að hann hefur í höndunum nákvæmari upplýs-
ingar um það, hvað hann má leyfa sér.
Þá er það klakastíflan við Grænland, sem
Sveinn minntist á. Helgi Sigvaldason benti á það,
að við værum auðvitað alveg varnarlausir gagn-
vart henni, en e.t.v. mætti með statistískum að-
ferðum komast að því, hve oft þessar klakastífl-
ur mynduðust og hvaða áhrif þær hefðu á síld-
veiðar Islendinga. Hér er um að ræða eitt af
þeim atriðum, sem við vitum ekkert um og ráð-
um auk þess engu um, en ég held að við ættum
ekki að láta þessa klakastíflu við Grænland aftra
okkur frá því að reyna að hafa gagn af um-
ræddri tækni. Ég vil að lokum nota tækifærið til
þess að þakka Sveini Benediktssyni sérstaklega
fyrir góðan stuðning við þetta málefni, og ég
veit, að hann er þess mjög hvetjandi að gengið
sé úr skugga um það, hvaða gagn íslenzkur
síldarútvegur megi hafa af umræddum athugun-
um. Einnig vil ég þakka Kjartani Jóhannssyni
sérstaklega fyrir hans ágæta innlegg. Varðandi
notkun orðsins gæði fyrir enska orðið resource
í stað orðsins framleiðsluþáttur, þá vil ég geta
þess, að í viðtali við Bjarna Braga Jónsson, hag-
fræðing, sem mun vera einna mesti orðasmiður
í hagfræði hér á landi, þá kom sterklega til álita
að nota það orð, en okkur kom saman um það,
að svolítið væri það nú ankannalegt að nota það
um síldarstúlkumar. Þess vegna valdi ég orðið
gæði, þótt það sé engan veginn gott heldur.
Kjartan gagnrýndi notkun orðasambandsins
bezta lausn, sem er alveg rétt. Niðurstöður
rannsókna geta verið á þann hátt að sannað sé,
að þær skuli eigi notast og að sú aðferð, sem
notuð hefur verið til þessa, sé sú skársta, ellegar
að skrársta aðferðin sé sú, að gera ekki nokk-
um skapaðan hlut. Viðvíkjandi heitinu operations
research, þá benti Jakob Björnsson, verkfræð-
ingur, mér á það, að dr. Bjöm Sigurðsson hefði
þýtt það með orðunum aðgerðarannsókn eða
aðgerðagreining. Það má vel vera, að annað
hvort orðanna gæti náð fótfestu, a.m.k. ná þau
hugsuninni mjög vel. Kjartan spurðist fyrir um,
hvaða starfstími pr. sólarhring hefði verið not-
aður við keyrslu kerfislíkansins. Þar var gert
ráð fyrir vinnslu allan sólarhringinn eins og al-
gengast er.
Kjartan Jóhannsson kom inn á spurninguna
um menntun sjómanna í veiðitækni og dreif-
ingu á þekkingu almennt í sjávarútvegi. Það er
að sjálfsögðu mjög stórt atriði í allri stjórn
fiskveiða að geta dreift þekkingu meðal þeirra,
sem veiðarnar stunda. Ég held að í raun og veru
sé ofmikil trú á yfirburðahæfileikum einstakra
manna, sem skipstjórn stunda, og á heppni þeirra
einnig. Mikið af svokallaðri heppni þeirra á vafa-
laust rætur að rekja til þekkingar, sem þeir
hafa aflað sér umfram aðra, en þó þekkingar,
sem hægt væri að miðla öðrum, ef störf þeirra
væru greind og athuguð með vinnutæknilegum
aðferðum. Vandinn virðist mér vera sá, að
nokkru leyti, að greina úr þeim atriðum, sem
máli skipta og sem mögulegt er að kenna, hvort
sem um væri að ræða með bóklegu námi eða
verklegri þjálfun. Hér gæti verið um mikilsverð-
an þátt að ræða í aðgerðarannsóknum á íslenzk-
um síldveiðum, þ.e.a.s. að leiða í ljós, hvaða
vinnuaðferðir, handbrögð og taktik sé mögulegt
að greina og kenna. Það er t.d. ákaflega leitt til
þess að vita, að síldveiðiskip, útbúið beztu fá-
anlegum veiðitækjum, geti verið svo mánuðum
skiptir á síldveiðum, án þess að fá nokkuð sem
máli skiptir, á sama tíma og önnur skip öfluðu
ágætlega, eins og ég veit dæmi til. Árið áður
hafði skipstjórinn verið stýrimaður á umræddu
skipi og það hafði aflað allvel, þótt þáverandi
veiðiútbúnaður væri af eldri gerð og lélegri en
árið eftir. I þessum vandræðum var fyrri skip-
stjórinn fenginn til þess að fara eina veiðiferð
með skipinu og reyna að finna, hvað væri í ólagi,
sem og hann gerði strax og nótinni var kastað.
Hér var um smáatriði að ræða, sem nýi skip-
stjórinn hafði ekki veitt athygli og sem kostaði
útgerð og skipshöfn milljónir króna. Ef mögu-
legt væri að koma í veg fyrir að svipuð atvik
ættu sér stað, væri strax mikið unnið í þá átt
að bæta meðal afköst íslenzka síldveiðiflotans.
Kjartan Jóhannsson minntist á möguleika á
því að ákveða verð síldar á millistigum með