Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 306

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 306
304 TlMARIT VPl 1967 væru til jákvæðs árangurs. Margir hafa t.d. yfir lítt notuðu húsnæði að ráða og væru vafalaust reiðubúnir til að leggja einnig nokkuð fé af mörk- um, ef þeir þættust vissir um, að skipulag til- raunanna væri í góðum höndum, og leiðbeining- arstarfsemin yrði varanleg, og ekki sízt ef þeir vissu, að stjórn peningamálanna í landinu sýndi slíkri starfsemi meiri skilning og fyrirgreiðslu með hagstæðum lánum og styrkjum en raun hefir verið á undanfarin ár. Á það hefir nýlega verið bent, að greiðslur ríkissjóðs til landbúnaðarins nemi nú 9—10% af rekstrarútgjöldum ríkisins, eða 334,6 milljón- um króna. Þar af nema útflutningsuppbætur kr. 214 milljónum, en auk þessa eru niðurgreiðslur 486,2 milljónir. Ekki verður séð, að þessar gífur- legu greiðslur, sérstaklega útflutningsuppbæt- urnar, geti leitt til neinnar varanlegrar eða hag- kvæmrar útflutningsverzlunar. Ef hins vegar upphæð, sem næmi t.d. V6 hluta af þessum út- flutningsuppbótum, eða um 40 milljónum króna, væri skynsamlega varið á ári hverju til fram- leiðslu og sölu nýrra sjávarafurða, þyrfti ekki að efast um mikinn jákvæðan árangur. Sú upp- hæð væri þó aðeins innan við 1% af heildar- verðmæti útflutningsafurða sjávarútvegsins. Það er annars viðfangsefni, sem vert væri að gera ýtarleg skil, en verður ekki gert hér, hve hlutur sjávarútvegs og fiskiðnaðar er að jafn- aði gerður minni en efni standa til, þegar for- svarsmenn annarra atvinnuvega tala um hlut- deild hans í þjóðarbúinu. Á nýafstaðinni iðnsýn- ingu mátti sjá tölur um hlutfallslega skiptingu vinnuafls eftir atvinnuvegum, og kom þar fram, að fiskveiðar voru með 6,5% og fiskiðnaður með 9,8%. Hins vegar var iðnaður, annar en fisk- iðnaður, með 17,7%. Vafalaust eru þetta í sjálfu sér réttar tölur, en við túlkun þeirra vill mönn- um gjarnan sjást yfir þá staðreynd, að flest stærstu og mikilvægustu iðnfyrirtæki landsins eru beinlínis byggð upp af sjávarútveginum og hefðu aldrei getað náð fram til verulegs þroska né haldið sér gangandi án hans. Má þar nefna skipasmíðar og viðgerðarstöðvar, vélsmiðjur og verkstæði, veiðarfæragerðir, umbúðaverksmiðjur og margt fleira, að ekki sé talað um verzlunar- og önnur þjónustufyrirtæki. En sé þetta athug- að, kemur fram grundvallarmikilvægi þessa at- vinnuvegar umfram aðra hér á landi, og um- fram það, sem gefið er til kynna með hinum einföldu tölum, sem á var bent. Mér hefir stundum orðið það á að bera saman aðstöðu þeirra manna, sem hafa viljað vinna að uppbyggingu nýs fiskiðnaðar hér á landi og þeirra, sem starfað hafa að undirbúningi og upp- byggingu ýmissa annarra óskyldra fyrirtækja. Þegar byggja skal áburðarverksmiðju, sements- verksmiðju eða nýja virkjun, er gerður langvar- andi, ýtarlegur og oft mjög kostnaðarsamur und- irbúningur. Störfiun f jölmargra sérfróðra manna í nokkur ár og mörgum milljónum eða milljóna- tugum króna er varið í athuganir, söfnun upp- lýsinga, prófanir o.s.frv. — Að ekki sé minnst á hið mikla alúmíníummál, þar sem fjöldi þing- manna, ráðherrar, bankastjórar og sérfræðingar innlendir sem útlendir ferðast í austur og vestur árum saman til uppbyggingar málinu. Síðan eru framkvæmdir hafnar, verkinu lokið, og útvegað það fjármagn, sem til þarf. Uppbyggingu fisk- iðnaðarins hefir undanfarið ekki verið slíkur sómi sýndur, að undanteknum þó síldarverk- smiðjunum. Ég held þó að enginn, sem nokkra þekkingu hefir á því, sem nú er að gerast ann- ars staðar, geti dregið í efa, að gera þyrfti nú yfirgripsmiklar og ýtarlegar athuganir á þess- um málum hér. Rannsaka þarf, hvað af hinum fjölmörgu nýjungum annarra við getum notfært okkur, og hvað við getum fundið upp sjálfir, hvaða undirbúning þarf að hefja, hvaða tilraunir að gera, hvaða verksmiðjur að byggja og hvaða markaði að efla. Nægilegt fé verður svo að leggja fram eða útvega til þess að vinna megi að þessu af fullum krafti og halda því fram til sigurs. Þetta fé er til, ef því er ekki beint til annarra og óarðbærari hluta, eins og dæmin sanna. Auðvitað nær slík starfsemi ekki fullum árangri strax og hún er hafin, enda verður hún að vera varanleg og áframhaldandi. Ég held hins vegar, að hún mundi áreiðanlega sýna það enn sem fyrr, að óteljandi möguleikar eru ónot- aðir, að skipulögð átök gætu leitt til stórfelldra framfara og, síðast en ekki sízt, að hver eining f jármagns, sem lögð væri fram til skynsamlegrar eflingar fiskiðnaðinum, mundi, þegar frá líður, ávaxtast margfaldlega í samanburði við það fé, sem lagt hefir verið til flestra eða allra annarra framkvæmda hér á landi. Summary Based on the premise that the production of fully processed fish products in Ieeland still lags behind that of the neighbouring countries, several improved methods of utilization of the catch are suggested and discussed. New and andvanced methods in the canning of herring, such as machine filling of fillets into cans, full mechanization of the canning of her-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308
Blaðsíða 309
Blaðsíða 310
Blaðsíða 311
Blaðsíða 312
Blaðsíða 313
Blaðsíða 314
Blaðsíða 315
Blaðsíða 316
Blaðsíða 317
Blaðsíða 318
Blaðsíða 319
Blaðsíða 320
Blaðsíða 321
Blaðsíða 322
Blaðsíða 323
Blaðsíða 324
Blaðsíða 325
Blaðsíða 326
Blaðsíða 327
Blaðsíða 328
Blaðsíða 329
Blaðsíða 330
Blaðsíða 331
Blaðsíða 332
Blaðsíða 333
Blaðsíða 334
Blaðsíða 335
Blaðsíða 336
Blaðsíða 337
Blaðsíða 338
Blaðsíða 339
Blaðsíða 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.