Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 306
304
TlMARIT VPl 1967
væru til jákvæðs árangurs. Margir hafa t.d. yfir
lítt notuðu húsnæði að ráða og væru vafalaust
reiðubúnir til að leggja einnig nokkuð fé af mörk-
um, ef þeir þættust vissir um, að skipulag til-
raunanna væri í góðum höndum, og leiðbeining-
arstarfsemin yrði varanleg, og ekki sízt ef þeir
vissu, að stjórn peningamálanna í landinu sýndi
slíkri starfsemi meiri skilning og fyrirgreiðslu
með hagstæðum lánum og styrkjum en raun hefir
verið á undanfarin ár.
Á það hefir nýlega verið bent, að greiðslur
ríkissjóðs til landbúnaðarins nemi nú 9—10%
af rekstrarútgjöldum ríkisins, eða 334,6 milljón-
um króna. Þar af nema útflutningsuppbætur kr.
214 milljónum, en auk þessa eru niðurgreiðslur
486,2 milljónir. Ekki verður séð, að þessar gífur-
legu greiðslur, sérstaklega útflutningsuppbæt-
urnar, geti leitt til neinnar varanlegrar eða hag-
kvæmrar útflutningsverzlunar. Ef hins vegar
upphæð, sem næmi t.d. V6 hluta af þessum út-
flutningsuppbótum, eða um 40 milljónum króna,
væri skynsamlega varið á ári hverju til fram-
leiðslu og sölu nýrra sjávarafurða, þyrfti ekki
að efast um mikinn jákvæðan árangur. Sú upp-
hæð væri þó aðeins innan við 1% af heildar-
verðmæti útflutningsafurða sjávarútvegsins.
Það er annars viðfangsefni, sem vert væri að
gera ýtarleg skil, en verður ekki gert hér, hve
hlutur sjávarútvegs og fiskiðnaðar er að jafn-
aði gerður minni en efni standa til, þegar for-
svarsmenn annarra atvinnuvega tala um hlut-
deild hans í þjóðarbúinu. Á nýafstaðinni iðnsýn-
ingu mátti sjá tölur um hlutfallslega skiptingu
vinnuafls eftir atvinnuvegum, og kom þar fram,
að fiskveiðar voru með 6,5% og fiskiðnaður með
9,8%. Hins vegar var iðnaður, annar en fisk-
iðnaður, með 17,7%. Vafalaust eru þetta í sjálfu
sér réttar tölur, en við túlkun þeirra vill mönn-
um gjarnan sjást yfir þá staðreynd, að flest
stærstu og mikilvægustu iðnfyrirtæki landsins
eru beinlínis byggð upp af sjávarútveginum og
hefðu aldrei getað náð fram til verulegs þroska
né haldið sér gangandi án hans. Má þar nefna
skipasmíðar og viðgerðarstöðvar, vélsmiðjur og
verkstæði, veiðarfæragerðir, umbúðaverksmiðjur
og margt fleira, að ekki sé talað um verzlunar-
og önnur þjónustufyrirtæki. En sé þetta athug-
að, kemur fram grundvallarmikilvægi þessa at-
vinnuvegar umfram aðra hér á landi, og um-
fram það, sem gefið er til kynna með hinum
einföldu tölum, sem á var bent.
Mér hefir stundum orðið það á að bera saman
aðstöðu þeirra manna, sem hafa viljað vinna að
uppbyggingu nýs fiskiðnaðar hér á landi og
þeirra, sem starfað hafa að undirbúningi og upp-
byggingu ýmissa annarra óskyldra fyrirtækja.
Þegar byggja skal áburðarverksmiðju, sements-
verksmiðju eða nýja virkjun, er gerður langvar-
andi, ýtarlegur og oft mjög kostnaðarsamur und-
irbúningur. Störfiun f jölmargra sérfróðra manna
í nokkur ár og mörgum milljónum eða milljóna-
tugum króna er varið í athuganir, söfnun upp-
lýsinga, prófanir o.s.frv. — Að ekki sé minnst
á hið mikla alúmíníummál, þar sem fjöldi þing-
manna, ráðherrar, bankastjórar og sérfræðingar
innlendir sem útlendir ferðast í austur og vestur
árum saman til uppbyggingar málinu. Síðan eru
framkvæmdir hafnar, verkinu lokið, og útvegað
það fjármagn, sem til þarf. Uppbyggingu fisk-
iðnaðarins hefir undanfarið ekki verið slíkur
sómi sýndur, að undanteknum þó síldarverk-
smiðjunum. Ég held þó að enginn, sem nokkra
þekkingu hefir á því, sem nú er að gerast ann-
ars staðar, geti dregið í efa, að gera þyrfti nú
yfirgripsmiklar og ýtarlegar athuganir á þess-
um málum hér. Rannsaka þarf, hvað af hinum
fjölmörgu nýjungum annarra við getum notfært
okkur, og hvað við getum fundið upp sjálfir,
hvaða undirbúning þarf að hefja, hvaða tilraunir
að gera, hvaða verksmiðjur að byggja og hvaða
markaði að efla. Nægilegt fé verður svo að
leggja fram eða útvega til þess að vinna megi
að þessu af fullum krafti og halda því fram til
sigurs. Þetta fé er til, ef því er ekki beint til
annarra og óarðbærari hluta, eins og dæmin
sanna.
Auðvitað nær slík starfsemi ekki fullum
árangri strax og hún er hafin, enda verður hún
að vera varanleg og áframhaldandi. Ég held
hins vegar, að hún mundi áreiðanlega sýna það
enn sem fyrr, að óteljandi möguleikar eru ónot-
aðir, að skipulögð átök gætu leitt til stórfelldra
framfara og, síðast en ekki sízt, að hver eining
f jármagns, sem lögð væri fram til skynsamlegrar
eflingar fiskiðnaðinum, mundi, þegar frá líður,
ávaxtast margfaldlega í samanburði við það fé,
sem lagt hefir verið til flestra eða allra annarra
framkvæmda hér á landi.
Summary
Based on the premise that the production of
fully processed fish products in Ieeland still lags
behind that of the neighbouring countries, several
improved methods of utilization of the catch are
suggested and discussed.
New and andvanced methods in the canning
of herring, such as machine filling of fillets into
cans, full mechanization of the canning of her-