Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 24
22
TÍMARIT VPI 1967
kúfskeljamið og í öðru lagi gera sams konar líf-
fræðilegar athuganir og efnagreiningar, er hér
hafa verið gerðar, á fleiri stöðum í kringum
landið.
Krœklingur
Kræklingur hefur verið rannsakaður töluvert.
Dr. Unnsteinn Stefánsson hefur rannsakað efna-
innihald (10) og skelfiskmagn kræklings á ýms-
um stöðum (9). Einnig rannsakaði hann auðug
kræklingsmið í Hamarsfirði og Berufirði og safn-
aði upplýsingum frá ýmsum mönnum um
kræklingstöku þar á árunum 1920—1940 (10).
Dr. Unnsteinn áætlar, að úr Hamarsfirði einum
saman megi taka 60—80 tonn af kræklingi á ári.
Má gera ráð fyrir um 88% úrgangi eða 7-9 smá-
lestum af skelfiski á ári.
Rannsóknum á kræklingi hefur ekki verið
haldið áfram hjá Hafrannsóknastofnuninni.
Æskilegt er að hefja rannsóknir á kræklingi
að nýju. Mætti t.d. gera svipaðar rannsóknir
og gerðar hafa verið á kúfskel. Enn fremur
þyrfti að safna fleiri upplýsingum um kræk-
lingsmið.
Norðmenn hafa gert tilraunir með ræktun
kræklings á strengjum, sem festir eru neðan á
fleka (11). Er hugmyndin komin frá Spáni.
1 þessum tilraunum eru borin saman mis-
munandi efni í strengjunum. Tilraunirnar lofa
mjög góðu. Hugsanlegt er, að slík skeljaræktun
verði tekin upp hér við land í framtíðinni.
Eitrun í skelfiski.
Algengast er að eitrun í skelfiski stafi af
kólígerlum. Unnt er að hreinsa skeljarnar af
þessum gerlum, en slík hreinsun er ekki nauð-
synleg, nema þar sem skeljar eru teknar í nám-
unda við frárennsli frá bæjum og borgum. Önn-
ur og miklu alvarlegri eitrun getur stafað af
skelfiski, sem inniheldur mytílótoxín í verulegu
magni. Komið hefur í ljós, að þessi eitrun stend-
ur í sambandi við eitrað plöntusvif.
Árið 1964 varð t.d. vart við eitrun í skelfiski
í innri hluta Óslófjarðar (12), og reyndist svif-
tegundin Goniaulax tamarensis eiga mestan
þátt í henni. Hinar eitruðu tegundir Peridiníum
triquetrum og P. trochoideum var einnig að
finna. Þessar tvær síðarnefndu tegundir finnast
hér við land og mjög sennilega einnig Goniaulax
tamarensis.
Sérstök skilyrði þarf til þess að þessar eit-
ruðu tegundir nái nægilegum fjölda til þess að
gera skelfisk eitraðan. Þessi lífskilyrði skapast
þar sem sjór er næringarríkur eins og t. d. í
innri hluta Óslóf jarðar, þar sem sjórinn er meng-
aður frárennsli frá Ósló. Önnur skilyrði eru
mikil birta og fremur hlýr sjór. Einstaklings-
fjöldi hinna eitruðu plöntusviftegunda stendur
ekki ávallt í réttu hlutfalli við eiturinnihald
skelfisksins, þareð það tekur dálítinn tíma fyrir
skelfiskinn að skilja út eitrið. Þannig getur skel-
fiskurinn verið eitraður í nokkrar vikur, eftir að
hafa neytt hins eitraða plöntusvifs.
Sú aðferð, sem nú er notuð til ákvörðunar
eitrunar í skelfiski í Bandaríkjunum, Kanada og
Noregi, er að mæla eitrunina í skelfiskinum
sjálfum. Þegar eitrunin hefur náð 400 músaein-
ingum, er skelfiskurinn álitinn óhæfur til neyzlu.
Slíka aðferð væri sjálfsagt að nota hér í sam-
bandi við skeljatöku til manneldis.
Sumniary
The fishery for the deep sea prawn Pandalus
borealis was started in the year 1963 in ísa-
fjarðardjúp. The catch of Pandalus has been
about 940 metric tons per year since 1959 when
the first shelling machine was installed in ísa-
fjörður till 1966. That year the catch was as
high as 1794 metric tons. The increase was
partly due to new fishing grounds being discov-
ered and partly due to an increase in catch in
ísafjarðardjúp.
A method is described by which the maximum
sustainable yield might be estimated. The
method of Gulland (7) is here applied. A rela-
tion is found between catch per trawling hour
per year (a measure of stock density) and
average number of trawling hours over that year
and the previous years (or average effort).
The relation (fig 1) is a straight line where
the average effort is a mean of 3 years. This is
found to be a better fit than using a mean of 2, 4
and 5 years respectively.
Following this the sustainable yield was
calculated (7) by multiplying average effort by
the corresponding catch per hour on the line.
The result was the curves shown in fig. 1. The
maximum sustainable yield is thus predicted by
the maximum of the curve in each area. On
adding the two areas together a similar rela-
tion was found but the fit was no better than
that each area alone. The possible migrations
between these areas cannot be exluded, however
these do not seem to play any role in the matter.
It is recommended that the following steps
should be taken to maintain a maximum
sustainable yield. 1. the average effort for each
year should be that giving rise to the maximum