Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 265
TlMARIT VPl 1967
263
Loðna, sandsíli og spærtingur sem bræðsluhráefni
Þórður Þorbjamarson, Ph. D.
Bannsóknastofnun fiskiðnaðarms
Imigangur
Því er stundum haldið fram, að fiskiðnaður
Islendinga sé næsta einhæfur, og má það oft
til sanns vegar færa. Óvíða gætir þessa þó meira
en við framleiðslu mjöls og lýsis, en þar yfir-
gnæfir síldin, eins og kunnugt er, allt annað
hráefni.
Á síðastliðnu ári nam síldarmjöl 82% af öllu
fiskimjöli, sem framleitt var á Islandi, og síld-
arlýsi nam 97% af öllu búklýsi. Reynslan hefir
sýnt, að síldin getur verið stopul, en af því til-
efni hefir því oft verið hreyft, að æskilegt væri
að auka fjölbreytnina í hráefnisöflun fyrir þenn-
an íðnað, eftir því sem tök eru á, og gera hann
þannig minna háðan síldinni en nú er.
Á miðunum umhverfis Island eru allmargar
fisktegundir, sem lítið eða ekkert hafa verið nýtt-
ar til þessa, en myndu henta vel til framleiðslu
mjöls og lýsis. Meðal þeirra eru sandsíli (Ammo-
dytes lancea) og spærlingur (Gadus esmarki).
Fyrir tveimur árum hefði loðnan (Mollotus vill-
osus) einnig átt heima í þessum hópi, en nú er
farið að veiða hana í stórum stíl í bræðslu, eins
og kunnugt er.
Með hliðsjón af því, hve góður árangur hefir
fengizt af loðnuveiðunum undanfarin tvö ár,
virðist ástæða til að reyna til hlítar, hvort ekki
megi veiða og nýta hinar tvær tegundirnar á
sama hátt.
Tilgangurinn með þessari grein er að draga
saman það helzta af erlendum og innlendum upp-
lýsingum um þessar þrjár tegundir, sem máli
skiptir fyrir mjöl- og lýsisframleiðendur. Þó
verður sneitt að mestu hjá að ræða lifnaðarhætti
fiskanna.
Aflinn og veiðamar
Danir og Norðmenn veiða allra þjóða mest
af þessum þrem tegundum og fer aflinn því nær
allur í bræðslu, enda er enginn þessara fiska
hafður til matar á Norðurlöndum. Norðmenn
tóku að veiða loðnu í bræðslu fyrir 1950, en
sandsílis- og spærlingsveiðar þeirra og Dana eru
nokkuð yngri. Á Islandi var gerð skipuleg til-
raun árið 1958 (1) til þess að veiða loðnu í stór-
um stíl og bræða hana í verksmiðjum við Faxa-
flóa. Þótt þessi tilraun gengi eftir atvikum vel,
hófust loðnuveiðar í bræðslu ekki að nokkru ráði
fyrr en 1964. Loðnan er enn sem komið er sú
eina af þessiun tegundum, sem hagnýtt er á Is-
landi.
1 töflu 1 er sýndur loðnu-, sandsílis- og spærl-
ingsafli þessara þriggja landa frá því 1950. Eins
og taflan ber með sér, hefir ekki verið um sam-
fellda aukningu á afla að ræða á þessu tímabili.
Veiðarnar hafa þó haft mikla þýðingu fyrir fiski-
mjölsiðnaðinn, eins og sjá má af því, að í Dan-
mörku nam sandsíli og spærlingur um helmingi
alls hráefnis, sem fiskimjölsverksmiðjumar tóku
á móti á árunum 1962 og 1963, og í Noregi námu
þessar tvær tegundir, að loðnu meðtalinni, um
fjórða hluta hráefnis verksmiðjanna á árunum
1961 og 1963. Endranær hefir hlutur þessara
tegunda í bræðslufiskinum þó verið minni.
Loðna
Loðnan er lítill fiskur af laxaættinni, sem full-
vaxinn er tíðast 14—17 sm langur, og eru hæng-
arnir til muna stærri en hrygnurnar. Við Island
verður hún kynþroska á þriðja vetri og kemur
þá upp að ströndinni til þess að hrygna, en flest
af henni deyr að því loknu.
Loðnan veiðist aðallega við ísland í febrúar
og marz á svæðinu frá Hornafirði til Breiða-
fjarðar. Við Noreg er aðalveiðisvæðið við Finn-
mörk, og virðist veiðitíminn vera um mánuði
seinna en við Island, að minnsta kosti sum árin.
I báðum löndunum er loðnan veidd í smáriðnar
hringnætur.
Eins og fram kemur í töflu 1, eru áraskipti
að því við Noreg, hve mikið veiðist af loðnu,
og 1962 brást loðnuaflinn gersamlega. Sjómenn
telja einnig, að mikil áraskipti séu að því, hve
mikið gengur af loðnu á miðin við Island.
Það er álit fiskifræðinga (2), að erfitt sé, að
svo komnu máli, að leggja nokkum dóm á það,
hve stór íslenzki loðnustofninn er. Hinsvegar
skýra þeir frá því, að við athugun á fisklirfum