Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 116

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 116
114 TlMARIT VFl 1967 platna var hægt að frysta um 50 kg af fiski í blokkir, og verður nánar gerð grein fyrir tækj- unum síðar. Áformað var að þíða blokkirnar upp í landi og dreifa fiskinum til neytenda á sama hátt og tíðkazt hafði með ísaðan fisk. Til- raunin með Nothern Wave 1955—56 tókst tæknilega mjög vel, en þá þegar var ekki ljóst, hvort útgerð frystitogara myndi borga sig. Reynsla var nú fengin á því, að hægt væri með góðu móti að breyta eldri gerð togara þannig, að hægt væri að frysta einhvern hluta af aflan- um um borð. Ekki var þó hafizt handa í Bret- landi að breyta neinum togara fyrr en togaran- um Ross Fighter var breytt árið 1964. Árið áður hafði íslenzkur útgerðarmaður Guðmundur Jör- undsson, látið breyta togara sínum, Narfa, í frystitogara, þannig að hægt væri að frysta all- an aflann um borð. Afkoma brezkra togara hefur breyzt síðustu ár til hins verra, vegna minnkandí afla o. fl. Áhugi jókst þess vegna á því að reyna nýjar leiðir. TJtgerðarfélag eitt í Hull ákvað árið 1959 að láta byggja togarann „Lord Nelson“, sem til- búinn var til veiða í júlí 1961. Upphaflega var togaranum ætlað að geta fryst 180 tonn af slægð- um fiski í veiðiför með 1 tonns afköstum á klst. Jafnframt frystingunni átti að ísverja um 100 til 150 tonn af fiski á venjulegan hátt. Fryst- ingin fer fram í tækjum af svipaðri gerð og reynd voru í Nothern Wave. Eftir að Lord Nelson var byggður, virðast útgerðarfélögin hafa komizt á þá skoðun, að heppilegast sé að byggja frystitogara þannig, að þeir frysti allan aflann, og meira að segja hefur Lord Nelson verið breytt á þann hátt. Sú hugmynd að frysta aðeins hluta af aflanum virðist því vera úr sög- unni. Áhugi Breta hefur síðan aukizt stöðugt fyrir útgerð frystitogara, eins og yfirlitið hér á eftir gefur til kynna. Má af því draga þá ályktun, að Bretar telji, að frysting á fiski um borð í frysti- togurum sé ein líklegasta leiðin til að draga úr vandræðum þeim, sem að togaraútgerð þeirra hefur steðjað síðustu ár. Lauslegt yfirlit yfir útgerð verksmiðju- og fyrstitogara Bretland Frá Bretlandi eru gerðir út 3 verksmiðjutog- arar, en það eru Fairtry-togarar Chr. Salvesen & Co., Leith. Um borð í þessum togurum er fiskurinn flakaður og frystur, og er úthalds- tími þeirra 60—75 dagar. Fiskmjölsverksmiðj- ur og lýsisbræðslur eru um borð. Bretar létu breyta togaranum Ross Fighter í frystitogara. Síðan hefur engum gömlum togara verið breytt. Lord Nelson hóf veiðar árið 1961, en hægt var að frysta hluta af afla hans um borð. Þeir frystitogarar, sem síðar hafa verið smíðaðir, hafa allir verið búnir þannig, að þeir geta fryst allan aflann. Frystitogarar þessir eru 800-—1750 br. 1. að stærð, allir búnir heilfrysti- tækjum, en þrír hafa flökunarvélasamstæðu um borð og geta flakað hluta af aflanum. Fyrsti frystitogarinn, sem frysti allan aflann, var Junella, sem hóf veiðar fyrra hluta árs 1963. Þeir frystitogarar, sem síðan hafa komið, eru: Ross Valiant, Northella, St. Finnbarr, Victory, Cape Kennedy, Kirkella, Sir Fred Parkes, Lady Parkes, Ranger Aurora, Othello, Marbella, Ross Vanguard, Defiance, Cassio, Ross Illustrious, Arctic Freebooter og Criscilla. Árið 1966 lönduðu frystitogarar frá Hull og Grimsby alls 30.644 tonnum af heilfrystum fiski og nam sá afli 8,25% af lönduðum togarafiski í peim höfnum. V-Þýzkaland Frá V-Þýzkalandi eru gerðir út um 40 verk- smiðju- og frystitogarar, en alls er togaraflot- inn um 150 skip. Árið 1963 voru fryst um borð 22.300 tonn af flökum, og var það 100 tonnum meira en fryst var í landi. Fullkomnar flökun- arsamstæður eru um borð í flestum togurunum, þar sem frysting fer fram, en margir þessir tog- arar eru þannig gerðir, að hægt er að ísa tölu- verðan hluta af aflanum á venjulegan hátt. Ein- staka togarar eru búnir heilfrystitækjum. Verk- smiðju- og frystitogararnir eru af ýmsum stærð- um frá um 1000 br. 1. og allt að 2500 br. 1. (Heidelberg). Nýjustu skipin eru: Carl Oskar Kamp, Erich Ollenhauer, Hans Pickenpack, Heidelberg, Othmarschen, Altona, Sagitta Maris, Weser, Teutonia, Saxonia, Fehmarn og Jochen Homann. Noregur Norðmenn eiga orðið nokkur fiskiskip, þar sem aflinn er frystur um borð. Skip þessi eru tiltölulega lítil, það stærsta, Longva, 1092 br. 1., en það hóf veiðar árið 1962. Um borð í Longva eru flökunarvélar, en frystiafköstin eru um 16 tonn/24 klst. Af öðrum skipum má nefna Tönder, Rönstad, Vesttind, Nordtind, Röeggen, Haja og Ole Sætremyr, en það síðast nefnda er byggt til að frysta hluta af aflanum og einnig til að salta hluta af honum um borð. Þessi fiskiskip eru frá 300—500 br. 1. að stærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308
Blaðsíða 309
Blaðsíða 310
Blaðsíða 311
Blaðsíða 312
Blaðsíða 313
Blaðsíða 314
Blaðsíða 315
Blaðsíða 316
Blaðsíða 317
Blaðsíða 318
Blaðsíða 319
Blaðsíða 320
Blaðsíða 321
Blaðsíða 322
Blaðsíða 323
Blaðsíða 324
Blaðsíða 325
Blaðsíða 326
Blaðsíða 327
Blaðsíða 328
Blaðsíða 329
Blaðsíða 330
Blaðsíða 331
Blaðsíða 332
Blaðsíða 333
Blaðsíða 334
Blaðsíða 335
Blaðsíða 336
Blaðsíða 337
Blaðsíða 338
Blaðsíða 339
Blaðsíða 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.