Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 116
114
TlMARIT VFl 1967
platna var hægt að frysta um 50 kg af fiski í
blokkir, og verður nánar gerð grein fyrir tækj-
unum síðar. Áformað var að þíða blokkirnar
upp í landi og dreifa fiskinum til neytenda á
sama hátt og tíðkazt hafði með ísaðan fisk. Til-
raunin með Nothern Wave 1955—56 tókst
tæknilega mjög vel, en þá þegar var ekki ljóst,
hvort útgerð frystitogara myndi borga sig.
Reynsla var nú fengin á því, að hægt væri með
góðu móti að breyta eldri gerð togara þannig,
að hægt væri að frysta einhvern hluta af aflan-
um um borð. Ekki var þó hafizt handa í Bret-
landi að breyta neinum togara fyrr en togaran-
um Ross Fighter var breytt árið 1964. Árið áður
hafði íslenzkur útgerðarmaður Guðmundur Jör-
undsson, látið breyta togara sínum, Narfa, í
frystitogara, þannig að hægt væri að frysta all-
an aflann um borð.
Afkoma brezkra togara hefur breyzt síðustu
ár til hins verra, vegna minnkandí afla o. fl.
Áhugi jókst þess vegna á því að reyna nýjar
leiðir. TJtgerðarfélag eitt í Hull ákvað árið 1959
að láta byggja togarann „Lord Nelson“, sem til-
búinn var til veiða í júlí 1961. Upphaflega var
togaranum ætlað að geta fryst 180 tonn af slægð-
um fiski í veiðiför með 1 tonns afköstum á klst.
Jafnframt frystingunni átti að ísverja um 100
til 150 tonn af fiski á venjulegan hátt. Fryst-
ingin fer fram í tækjum af svipaðri gerð og
reynd voru í Nothern Wave. Eftir að Lord
Nelson var byggður, virðast útgerðarfélögin
hafa komizt á þá skoðun, að heppilegast sé að
byggja frystitogara þannig, að þeir frysti allan
aflann, og meira að segja hefur Lord Nelson
verið breytt á þann hátt. Sú hugmynd að frysta
aðeins hluta af aflanum virðist því vera úr sög-
unni.
Áhugi Breta hefur síðan aukizt stöðugt fyrir
útgerð frystitogara, eins og yfirlitið hér á eftir
gefur til kynna. Má af því draga þá ályktun, að
Bretar telji, að frysting á fiski um borð í frysti-
togurum sé ein líklegasta leiðin til að draga úr
vandræðum þeim, sem að togaraútgerð þeirra
hefur steðjað síðustu ár.
Lauslegt yfirlit yfir útgerð
verksmiðju- og fyrstitogara
Bretland
Frá Bretlandi eru gerðir út 3 verksmiðjutog-
arar, en það eru Fairtry-togarar Chr. Salvesen
& Co., Leith. Um borð í þessum togurum er
fiskurinn flakaður og frystur, og er úthalds-
tími þeirra 60—75 dagar. Fiskmjölsverksmiðj-
ur og lýsisbræðslur eru um borð.
Bretar létu breyta togaranum Ross Fighter í
frystitogara. Síðan hefur engum gömlum togara
verið breytt. Lord Nelson hóf veiðar árið 1961,
en hægt var að frysta hluta af afla hans um
borð. Þeir frystitogarar, sem síðar hafa verið
smíðaðir, hafa allir verið búnir þannig, að þeir
geta fryst allan aflann. Frystitogarar þessir eru
800-—1750 br. 1. að stærð, allir búnir heilfrysti-
tækjum, en þrír hafa flökunarvélasamstæðu um
borð og geta flakað hluta af aflanum. Fyrsti
frystitogarinn, sem frysti allan aflann, var
Junella, sem hóf veiðar fyrra hluta árs 1963.
Þeir frystitogarar, sem síðan hafa komið, eru:
Ross Valiant, Northella, St. Finnbarr, Victory,
Cape Kennedy, Kirkella, Sir Fred Parkes, Lady
Parkes, Ranger Aurora, Othello, Marbella, Ross
Vanguard, Defiance, Cassio, Ross Illustrious,
Arctic Freebooter og Criscilla.
Árið 1966 lönduðu frystitogarar frá Hull og
Grimsby alls 30.644 tonnum af heilfrystum fiski
og nam sá afli 8,25% af lönduðum togarafiski í
peim höfnum.
V-Þýzkaland
Frá V-Þýzkalandi eru gerðir út um 40 verk-
smiðju- og frystitogarar, en alls er togaraflot-
inn um 150 skip. Árið 1963 voru fryst um borð
22.300 tonn af flökum, og var það 100 tonnum
meira en fryst var í landi. Fullkomnar flökun-
arsamstæður eru um borð í flestum togurunum,
þar sem frysting fer fram, en margir þessir tog-
arar eru þannig gerðir, að hægt er að ísa tölu-
verðan hluta af aflanum á venjulegan hátt. Ein-
staka togarar eru búnir heilfrystitækjum. Verk-
smiðju- og frystitogararnir eru af ýmsum stærð-
um frá um 1000 br. 1. og allt að 2500 br. 1.
(Heidelberg). Nýjustu skipin eru: Carl Oskar
Kamp, Erich Ollenhauer, Hans Pickenpack,
Heidelberg, Othmarschen, Altona, Sagitta Maris,
Weser, Teutonia, Saxonia, Fehmarn og Jochen
Homann.
Noregur
Norðmenn eiga orðið nokkur fiskiskip, þar
sem aflinn er frystur um borð. Skip þessi eru
tiltölulega lítil, það stærsta, Longva, 1092 br. 1.,
en það hóf veiðar árið 1962. Um borð í Longva
eru flökunarvélar, en frystiafköstin eru um 16
tonn/24 klst. Af öðrum skipum má nefna Tönder,
Rönstad, Vesttind, Nordtind, Röeggen, Haja og
Ole Sætremyr, en það síðast nefnda er byggt til
að frysta hluta af aflanum og einnig til að salta
hluta af honum um borð. Þessi fiskiskip eru frá
300—500 br. 1. að stærð.