Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 272
270
TlMARIT VFl 1967
Beztun í síldariðnaði og síldveiðum
Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur
Inngangur
Fjárhagsleg afkoma íslenzku þjóðarinnar er
í ríkari mæli háð fiskveiðum og fiskiðnaði, en
hjá flestum öðrum þjóðum. Það er því þjóð-
félagslega mikilvægara hjá okkur, en hjá öðr-
um þjóðum, að rekstur þessarar atvinnugreinar
sé ætíð jafn hagkvæmur og völ er á.
Fáar atvinnugreinar eru jafn háðar tilviljun-
um og fiskveiðar, og af því leiðir einnig, að
allur annar atvinnurekstur, sem byggir tilveru
sína á fiskveiðum, er háður sömu tilviljunum.
Af fiskveiðum almennt munu þó síldveiðar
vera einna mest háðar tilviljunum, og sökum
þess, hve hagnaður af þeim getur orðið geipi-
mikill, þegar vel gengur, er ætíð sterk tilhneig-
ing hjá aðilum, sem síldariðnað stunda, að auka
fjárfestingu sem mest í góðæri í von um auk-
inn hagnað, án þess að möguleg síldarleysis-
tímabil séu látin hafa áhrif á fjárfestingaráætl-
anir í þeim mæli, sem vert væri.
Síðustu 6 árin hefur síldveiði Islendinga verið
mjög mikil, miðað við það sem áður var, og
verðmæti síldarafurða er orðið mjög stór hluti
af þjóðartekjunum. Einkennandi fyrir síldveiðar
þessara ára er m.a. sú tilviljun, að veiðisvæðin
hafa að miklu leyti verið út af Austfjörðum og
að nokkru undan Suður- og Suð-Vesturlandi, þar
sem litlir möguleikar voru til móttöku síldar,
áður en þetta síðasta stórveiðitímabil hófst.
Það verður að teljast mjög eðlilegt að sótt
sé í að fjárfesta í vinnslustöðvum sem næst
veiðisvæðunum, eins og þau eru á hverjum tíma,
ef aðeins er gert ráð fyrir þeim möguleika, að
hin tiltölulega burðarlitlu veiðiskip flytji aflann
að landi. Siglingatími veiðiskipanna á miðin og
af þeim aftur verður að vera sem stytztur, til
þess að nettó veiðitíminn geti orðið sem lengstur
og þar með veiðilíkurnar. Jafnframt er þess að
gæta, að hér er um hráefni að ræða, sem þolir
litla geymslu og þá sérstaklega sá hluti þess,
sem ætlaður er til manneldis, þ.e.a.s. síld til sölt-
unar og frystingar. Verðmætisaukning þess hluta
aflans, sem unnin er til manneldis, er að jafn-
aði miklum mun meiri, en þess hluta, sem fer
til iðnaðarvinnslu, og réttlætir það einnig sem
stytzan siglingatíma af miðunum.
Af þessum sökum er því sá möguleiki fyrir
hendi, ef veiðisvæðin verða enn um nokkurt ára-
bil út af Austfjörðum, að þar verði fjárfestingin
miðuð við það, að vinnslustöðvarnar geti annað
öllum þeim síldarafla, sem hugsanlega gæti bor-
izt á land við beztu veiðiaðstæður.
Ef litið er á allar síldarvinnslustöðvar á land-
inu sem eina heild, eða eitt heildarkerfi af
vinnslustöðvum, yrði því þróunin lækkandi nýt-
ingartími vinnslustöðvanna miðað við full af-
köst frá því sem nú er, ef aflamagnið vex ekki
að sama skapi. Þessi hætta er ætíð fyrir hendi,
þar sem sveiflur í aflamagni eru miklar og þar
sem reynt hefur verið að láta afköst vinnslu-
stöðvanna svara til mestu hugsanlegrar veiði,
hefur það oftast haft óheppilegar afleiðingar á
fjárhagsafkomu fiskiðnaðarins, þegar löng tíma-
bil eru athuguð.
Islenzki síldariðnaðurinn, þ.e.a.s. síldveiðarn-
ar og síldarvinnslan, er nú orðinn að mjög
flóknu kerfi, ef litið er á hann sem heild og
stjórnunareiningar innan hans mjög margar, en
það hefur í för með sér að ákvörðunartaka
(decision making) innan einnar stjórnunarein-
ingar getur haft í för með sér versnandi af-
komu annarra stjórnunareininga og e.t.v. kerfis-
ins í heild, án þess að mögulegt sé að setja
það fram á talnalegan hátt eða að eftir því sé
tekið.
Það munu allir vera sammála um það atriði,
að síldveiðar íslendinga hefðu aðeins orðið lítið
brot af því, sem raun hefur orðið á síðustu
árin, ef eigi hefðu komið til m.a. eftirfarandi
atriði:
1. Rannsóknir fiskifræðinga á lifnaðarháttum
síldarinnar og stærð síldarstofnanna.
2. Tilkoma fiskritans, sem afkastamikils leitar-
tækis.
3. Tilkoma kraftblakkarinnar, sem auðveldaði