Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 242
240
TlMARIT VFl 1967
Þurrkolíur
Hér undir er flokkað málning fernis, gólfdúk-
ar og olíuborin klæði.
Þessar greinar fituiðnaðarins notuðu sameig-
inlega á árunum 1935—1939 um 39 milljónir Ibs.
af lýsi árlega, sem skiptast þannig, að í máln-
ingu og fernissa fóru um 23 milljónir lbs., en 16
milljónir í gólfdúka og klæði. Undanfarin ár hafa
haft þær breytingar í för með sér, að lýsi er nú
ekki lengur notað í gólfdúka eða olíuborin klæði,
en hins vegar hefur verið notað svipað magn ár-
lega frá stríðslokum í málningu og fernissa og
nam lýsismagnið 27 milljónum lbs. árið 1958. Þó
er þetta sú grein, sem líklegust er til að taka við
auknu magni, þegar stundir líða og ýmsir tækni-
legir örðugleikar hafa verið yfirunnir.
Að vísu er það svo, að fitumagnið, reiknað
sem hundraðshluti af hráefnum þessa iðnaðar,
hefur hér um bil lækkað um helming frá 1935—
1958, en framleiðsluaukningin hefur aftur á móti
verið það mikil, að t.d. árið 1958 tók þessi iðn-
aður við 902 milljónum lbs. af fitu, en 774 milljón-
um lbs. árlega á árunum 1935—1939.
Langmest er notað af línolíu eða 514 milljón
lbs. árlega 1935—1939, en 426 milljón lbs. árið
1958.
Næst kemur soyabaunaolía og hefur magn
hennar aukizt úr 22 milljónum lbs. árlega á ár-
unum 1935—1939 í 158 milljón lbs. 1958. Marg-
ar aðrar jurtaolíur eru notaðar, en í miklu minna
magni. Efnabygging þessara jurtaolía er miklu
einfaldari en lýsisins og að mestu leyti þekkt.
Þetta síðast nefnda skiptir miklu máli, þegar
verið er að framleiða nýjar vörutegundir.
Aðrar iðnaðarvörur
Undir þessa fyrirsögn eru í opinberum banda-
rískum skýrslum flokkuð eftirfarandi efni (án
þess þó að tilgreint sé annað en heildarmagn af
lýsi, sem notað er við framleiðsluna):
Efnivörur
Smuming og smurolíur
Dýrafóður
Tin- og blýhúðun
Lyfjavörur
Leðurframleiðsla
Hreinsiefni
Ýmsar iðnaðarvörur
1 þennan flokk fóru árlega á árunum 1939—
1945 um 47 milljónir lbs. af lýsi, en 92 milljónir
lbs. árið 1958. Hér hefur því notkunin verið
vaxandi.
Bandaríkin hafa á síðari árum selt mikið magn
af menhadenlýsi úr landi til herzlu.
B. Noregur
Eftirfarandi upplýsingar eru aðallega byggð-
ar á heimsókn undirritaðs til Noregs árið 1961,
en ekki er mér kunnugt um að nokkrar veru-
legar breytingar hafi orðið á þessum málum síð-
an. Norðmenn hafa allra þjóða mestan áhuga
á því að finna nýjar leiðir til nýtingar á lýsi,
enda eiga þeir mikið í húfi.
1 Noregi eru þrjú stór fyrirtæki, sem byggja
framleiðslu sína mestmegnis á lýsi sem hráefni,
nefnilega Sandar Fabrikker, Sandefjord, J. C.
Marthens Fabrikker, Bergen og De-No-Fa og
Lilleborg Fabrikker, Frederiksstad.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir íslenzka sendi-
ráðsins í Ósló, þá tókst mér ekki að fá leyfi til
að heimsækja Sandar Fabrikker. Eftirvinnsla á
lýsi byggist enn sem áður í Noregi aðallega á
framleiðslu á harðfeiti (lýsisherzlu) til smjör-
líkisgerðar. Verulegt og vaxandi magn af niður-
suðuolíu (hermetikolje) hefur þó verið framleitt
síðustu árin.
Hráefnið er síldarlýsi, sem er afsýrt, aflitað
og kaldhreinsað. Lyktarefnin eru fjarlægð með
gufueimun. Síðan er bætt í lýsið mótildunar-
efnum. Lýsið er ekki pólymeríserað á nokkurn
hátt, enda er það tæpast leyfilegt fyrir olíur,
sem nota á í mat. Skoðanakönnun meðal hús-
mæðra í Noregi sýnir, að niðursuðuolía úr lýsi
er vinsælli en t.d. olívuolía fyrir síldarsardínur.
Talsvert magn af niðursuðuolíu er flutt úr landi,
aðallega til Frakklands og Portúgal.
J. C. Marthens framleiðir hertar fitusýrur úr
lýsi. Fitusýrurnar eru ekki stigeimaðar eða sund-
urgreindar á nokkurn hátt, en seldar eins og þær
koma fyrir í gúmmíiðnaðinn eða sem hráefni í
ódýrar sápur. Auk þess framleiðir fyrirtækið
vítamínkonsentröt úr lýsi með hásogseimingu.
Hráefnið mun að miklu leyti vera innflutt frá
Japan og Marokkó og konsentrötin flutt úr landi.
Þegar vítamínin hafa verið eimuð úr lýsinu, er
það súlfónerað og selt til fyrirtækja í leðuriðn-
aðinum. Verðið á súlfóneruðu lýsi er lágt og fer
súlfóneringin því venjulega fram í sama landi
eða á sama stað og þær eru notaðar. Ég fékk
þær upplýsingar í Noregi, að þar væru samt
tvö fyrirtæki, bæði lítil, sem frameliddu súlfóner-
að lýsi.
Þar sem J. C. Marthens hefur yfir að ráða
hásogseimingartækjum lék mér hugur á að kynn-
ast viðhorfinu til framleiðslu á mónóglyseríðum.
Mér var sagt, að í Noregi væri framleitt lítils
háttar magn af mónóglyseríðum úr jurta- og
dýrafeiti, en ekki væru þau eimuð.
De-No-Fa rekur Sólexólverksmiðju í Frederiks-