Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 314
312
TlMARIT VFI 1967
islenzku ráðuneytunum, svo ekki sé meira sagt.
En vegna harðfylgis þeirra, sem stóðu í þessari
baráttu, og einnig þess, að það sannaðist, að
það, sem Jón Gunnarsson og forráðamenn Sölu-
miðstöðvarinnar stóðu í, var rétt, þá var upp
úr 1960 tekið, m.a. fyrir atbeina ríkisvaldsins og
þáverandi ríkisstjórnar, að gefa þessum málum
meiri gaum og einnig að skapa þessu fyrirtæki
í Bandarikjunum eðlileg starfsskilyrði, m.a. með
útvegun lána. Síðan má segja, að þessi fram-
kvæmd hafi verið ein sigursaga og mun mér
einnig óhætt að segja það, að svipaða sögu megi
segja um starfsemi Sambandsins, sem rekur aðra
fiskiðnaðarverksmiðju í Bandaríkjunum. Þessar
verksmiðjur hafa m.a. tryggt það, að íslending-
ar hafa getað selt sínar fiskafurðir í Bandaríkj-
unum á hæsta fáanlegu verði á hverjum tíma.
T.d. má nefna, að á s.l. ári, þegar markaðurinn
féll á blokkinni um mitt ár, sem hefði leitt til
mikillar sölutregðu, þá gátu íslendingar, þ.e.a.s.
dótturfyrirtæki S.H. og Sambandsins, haldið uppi
blokkaverðunum gagnvart íslenzku framleiðend-
unum út árið jafnframt því, sem þeir auðvitað
unnu jafnhraðan úr þeirri blokk, sem framleidd
hafði verið. Hefðu verksmiðjurnar ekki verið til
staðar, hefði orðið algjört markaðshrun strax
um mitt ár 1966 í Bandaríkjunum á þessum hrað-
frystu afurðum. Auk þess skapar þessi starf-
semi mjög sterka aðstöðu fyrir samtökin til þess
að hafa gott yfirlit yfir markaðinn, þannig að
betur er hægt að glöggva sig á, hvert þróunin
stefnir og gera þá viðeigandi ráðstafanir, bæði
heima og erlendis. Nú mega menn ekki skilja orð
mín þannig, að verksmiðjurnar einar út af fyrir
sig geti forðað Islendingum frá þeim verðföllum
og því verðhruni, sem orðið hefur í Bandaríkj-
unum. Hins vegar tryggja þær það, að við get-
um jafnan verið með hæztu verðin, en verð eru
að sjálfsögðu mismunandi, þegar selt er til
margra kaupenda.
Um Vestur-Evrópu er það að segja, að Sölu-
miðstöðin var búin að gera ráðstafanir til að
byggja verksmiðju í Hollandi, einnig fyrir frum-
kvæði Jóns Gunnarssonar, en vegna þeirra slæmu
skilyrða, sem hér voru sköpuð samtökunum, og
þess, hvernig standa þurfti að málunum fyrir
vestan, þá varð því miður að hætta fyrirhug-
aðri verksmiðju á þeim markaði. Nú ætla ég
ekkert að segja til um það, hvort sú verksmiðja,
ef hún hefði verið reist, hefði skilað jafn góðum
árangri og verksmiðjan í Bandaríkjunum, en hins
vegar þætti mér það líklegra, ef hún hefði einu
sinni farið í gang. Þá væri þarna lítil verksmiðja,
sem tryggði ákveðnar sölur, m.a. vegna þess, að
það væri talið þýðingarmikið, að Islendingar væru
inni á þessum markaði. En Evrópumarkaðurinn
er mjög ólíkur bandaríska markaðnum og sér-
staklega að því leyti, að í Vestur-Evrópu eru
það tiltölulega fá fyrirtæki, sem ráða raunveru-
lega algjörlega yfir freðfiskmarkaðnum. Af
þeirri ástæðu er öll sjálfstæð markaðsstarfsemi
mun erfiðari heldur en í Bandaríkjunum, þar
sem fyrirtæki eru fleiri og Islendingar höfðu
möguleika á að vera með þeim fyrstu til að fara
inn í þessa framleiðslugrein. Hins vegar bendir
margt til þess, því miður, að það, að staðsetja
fiskiðnaðarverksmiðju eins og hér var um rætt
á íslandi, myndi ekki geta gefið nægilega góða
raun og alls ekki sambærilega við það að reka
eigin verksmiðjur sem næst mörkuðunum. Það
hefur oft verið rætt um það og það kannað í
Sölumiðstöðinni, hvort ekki væri grundvöllur
fyrir að koma upp fiskiðnaðarverksmiðju t.d. í
Vestmannaeyjum. Sú athugun leiddi í ljós, að
það var ekki hagkvæmur rekstursgrundvöllur
fyrir slíka verksmiðju staðsetta þar, m.a. vegna
fjarlægðar frá mörkuðunum í Vestur-Evrópu,
tolla, o.þ.h., og svo þess, að samkeppnisaðstæður
eru allt aðrar og mun verri í Vestur-Evrópu en
í Bandaríkjunum. Ég veit ekki, hvort það er
ástæða til að ræða það frekar, hvert stefna
beri í þessum málum. Fiskframleiðendur eru
þeirrar skoðunar, að það eigi auðvitað að neyta
allra bragða til að styrkja markaðsstöðu Islend-
inga hvarvetna erlendis. Þeir eru einnig vel flestir
þeirrar skoðunar, að spádómar og bjartar fram-
tíðarsýnir séu æskilegar, og þeir eru einnig
þeirrar skoðunar, að í framtíðinni hljóti það að
vera sjávarútvegur og fiskiðnaður, sem hafi
megin þýðingu fyrir framtíðarafkomu íslenzku
þjóðarinnar. Hvort okkur, sem störfum í íslenzk-
um fiskiðnaði, tekst að halda áfram þeirri upp-
byggingu og skapa áfram þá nauðsynlegu vel-
megun, sem íslenzka þjóðin krefst sem sjálfstæð
þjóð, skal ég ekkert fullyrða um á þessu stigi,
en með því að gefast upp og hætta að trúa því,
að við getum í sameinuðu átaki lyft þessum at-
vinnuvegi á enn hærra stig, þá erum við auð-
vitað beint og óbeint að stefna að því, að draga
atvinnuveginn niður. En ég vil halda því fram,
að þessi ráðstefna beri þess glöggan vott, að ís-
lenzkir verkfræðingar vilja leggja sitt af mörk-
um fyrir þennan atvinnuveg, og ég veit, að þeir
eru sú stétt, sem skiptir mestu máli sem liðs-
maður fyrir sjávarútveg og fiskiðnað í þeirri
baráttu, sem ég veit að þessi atvinnuvegur á
framundan.